Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Háskólanemum kennt að klámneysla og vændi dragi úr líkunum á kynferðisofbeldi

„Hann tal­ar til að mynda um fólk með geð­sjúk­dóma sem aum­ingja og let­ingja og rétt­læt­ir kyn­ferð­isof­beldi með því að segja að þeir sem geta ekki var­ið sig eigi það skil­ið að vera nauðg­að,“ seg­ir í kvört­un­ar­bréfi nem­enda vegna Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar.

Háskólanemum kennt að klámneysla og vændi dragi úr líkunum á kynferðisofbeldi

Bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors, þar sem talað er um að klámneysla og vændiskaup dragi úr líkunum á að menn „beiti örþrifaráðum eins og nauðgun“, er skyldunámsefni við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Fullyrðingar sem fram koma í bókinni hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga en nýlega undirrituði fjöldi fyrrverandi og núverandi stjórnmálafræðinema yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Hannes verði formlega áminntur og kennslugögn hans tekin úr umferð. Er fullyrt að bók Hannesar og kennsluhættir hans feli í sér kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða.

Sagður réttlæta kynferðisofbeldi

DV birti formlega kvörtun frá 2015 í fyrradag þar sem fullyrt er  að Hannes tali ógætilega um geðsjúkdóma og kynferðisofbeldi í kennslustundum. „Hann talar til að mynda um fólk með geðsjúkdóma sem aumingja og letingja og réttlætir kynferðisofbeldi með því að segja að þeir sem geta ekki varið sig eigi það skilið að vera nauðgað. Einnig talar hann um að oft sé hamingja nauðgarans einfaldlega meiri en sorg þolanda,“ segir meðal annars í kvörtuninni.

„Einnig talar hann um að oft sé hamingja nauðgarans einfaldlega meiri en sorg þolanda“

Nokkrum mánuðum áður en kvörtunin barst hafði Hannes verið leystur undan stjórnunarskyldum sínum við háskólann og starfstilhögun hans verið breytt gegn vilja hans. Haldnir voru átakafundir vegna málsins þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kom fram sem lögmaður Hannesar. 

Í gær brást Jón Steinar við gagnrýni á Hannes og kennsluhætti hans í aðsendri grein í Morgunblaðinu. „Hann er aðeins að fjalla um þjóðfélagsmál sem eðlilegt er að fjallað sé um í þessari kennslugrein. Hann er, eins og góðum fræðimanni sæmir, að velta uppi sjónarmiðum sem augljóslega skipta máli þegar um þau er fjallað,“ skrifaði Jón Steinar sem taldi málatilbúnað nemenda og kennara grafalvarlegan.

Liður í samstarfsverkefni með samtökum öfgaflokka

Bókin sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum heitir Saga stjórnmálakenninga og er sú kennslubók sem notast er við í skyldunámskeiðinu Stjórnmálaheimspeki við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Samning bókarinnar hlaut styrk úr Kennslumálasjóði háskólans, en hún var endurprentuð með leiðréttingum árið 2017 og er útgáfan liður í samstarfsverkefninu „Evrópa, Ísland og framtíð kapítalismans“ á vegum frjálshyggjuhugveitu Hannesar, Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, og AECR, Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna. 

Sjálfstæðisflokkurinn er einn þriggja stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum sem eiga aðild að umræddum samtökum, en hinir flokkarnir eru Færeyski fólkaflokkurinn og Flokkur Finna, þjóðernisflokkur sem leggur mikið upp úr hefðbundnum fjölskyldugildum og beitir sér gegn réttindum samkynhneigðra.

Aðrir flokkar þekktir fyrir þjóðernisofstæki, andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks og jafnvel alræðistilburði eiga aðild að samtökunum, en Sjálfstæðismenn hafa þó hafnað því að um öfgaflokka sé að ræða. 

Hannes var einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins á árunum fram að hruni og vinnur nú að skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Hannesi var úthlutað verkefnið árið 2014 og stefnt var að því að hann myndi skila skýrslunni sumarið 2015 og fá 10 milljónir fyrir frá hinu opinbera. Miklar tafir hafa orðið á skilum og kynningu skýrslunnar, en nú er gert ráð fyrir að hún verði kynnt og birt í janúar 2018.

Aldrei verið sýnt fram á marktæk orsakatengsl

„Ef maður fær að skoða klámblöð eða klámmyndir eða kaupa blíðu af konu í vændishúsi, þá ættu líkur að minnka á því, að hann beiti örþrifaráðum eins og nauðgun eða lostugu athæfi á almannafæri til þess að svala kynhvöt sinni.“

Þetta er á meðal fullyrðinga sem fram koma í bókinni, en ekki er vísað í neinar heimildir eða rannsóknir henni til stuðnings. 

Helgi Gunnlaugssonfélagsfræðiprófessor kennir afbrotafræði við HÍ

Stundin hafði samband við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sem kennir meðal annars afbrotafræði við Háskóla Íslands. Aðspurður um orsakasamband klámneyslu og kynferðisbrota segir hann að efnið hafi verið rannsakað umtalsvert, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem málefnið hefur lengi verið eldfimt. 

„Reynslurök eru líklega besta leiðarljósið í þessum efnum jafnt sem öðru, frekar en það hvað okkur finnst líklegt,“ segir hann. „Sjónarmiðin sem Hannes setur fram heyrast oft. Að klám og vændi dragi úr ofbeldi gegn konum. Við heyrum málflutning af þessu tagi frá til dæmis hagsmunaðilum í vændis- og klámbransanum og stundum frá vændiskonum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á tíðni ofbeldis gegn konum eins og hún birtist í lögreglugögnum og klámnotkun í samfélaginu hafa samt yfirleitt ekki sýnt nein marktæk tengsl þarna á milli - hvorki til hækkunar né lækkunar.“

„Við heyrum málflutning af þessu tagi frá t.d. hagsmunaðilum í vændis- og klámbransanum“

Helgi segir að stundum nefni kynferðisbrotamenn að þeir hafi séð athæfi á borð við það sem þeir gerðust sjálfir sekir um í klámi eða ofbeldismyndefni. „En þa má alveg eins líta á afstöðu af þessu tagi sem réttlætingu frekar en skýringu á ofbeldinu. Spurningin hvort ofbeldisfullt fjölmiðlaefni hafi bein áhrif á ofbeldi í samfélaginu er samt alltaf áleitin. Áhrifin eru almennt talin meiri gagnvart viðkvæmari hópum í samfélaginu sem standa veikt. Ungmennum sem eiga fáar viðurkenndar fyrirmyndir og brotna skóla- og fjölskyldusögu á bakinu. Áhrif myndefnis er felur í sér ofbeldisfullt klámefni geti ýtt undir ofbeldi hjá hópum af þessu tagi en áhrifin séu minni á aðra hópa sem standa sterkar að vígi,“ segir hann og bendir á að fjallað sé um efnið í flestum textabókum í afbrotafræði. „Ég nota til dæmis eina bandaríska eftir Larry Siegel (2017) sem kemur inn á rannsóknir á málefninu.“

Spyr hvort karlfyrirlitning hafi tekið við af kvenfyrirlitningu

Í skyldunámsefni Hannesar er fjallað sérstaklega um launamun kynjanna og því velt upp hvort konur fái lægri laun en karlar vegna þess að störf þeirra feli „oftast í sér minni ábyrgð og meiri tækifæri til fjarvista í langan tíma“ auk þess sem Hannes gerir tilraun til að hrekja þá fullyrðingu kynjafræðiprófessors við háskólann að við núverandi aðstæður í samfélagi okkar og menningu njóti karlar kynferðis síns. Bendir Hannes meðal annars á að fleiri karlar láti lífið vegna manndrápa og líkamsárása heldur en konur. 

Þá vitnar Hannes í ummæli Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa um að það sé „ekkert hræðilegt við það að eiga strák eins og [hún] hélt fyrst“ og spyr hvort „karlfyrirlitning [hafi] ef til vill tekið við af kvenfyrirlitningu fyrri tíma“. 

Erfitt fyrir feita og fatlaða
að finna sér rekkjunaut

Hannes segir í bókinni að því meiri tíma sem lögregluþjónar verji til að eltast við klámsala eða vændiskaupendur, því minni tíma eigi þeir afgangs til að gæta lífs, lima og eigna borgaranna fyrir misindismönnum.

„Vændiskaupendur eru margs konar. Ætti sú staðreynd, að þeir eru margir ófrýnilegir karlskröggar, ekki að vekja samúð frekar en reiði? Hvert eiga þeir að leita, geta geta ekki útvegað sér rekkjunaut á neinn annan hátt en greiða fyrir hann, til dæmis fólk, sem á við fötlun, offitu eða aðra líkamsgalla að etja?“

Þá bendir hann á að til eru skemmtistaðir þar sem myndarlegir piltar fækka fötum auk þess sem „sveinar geta vitaskuld stundað vændi ekki síður en stúlkur“. Af þessu dregur Hannes þá ályktun að það sé hæpið að „klám og vændi eigi sér skýr fórnarlömb í öðru kyninu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár