Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Píratar taka stökk í fylgi

Minna en helm­ing­ur lands­manna styð­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­ana, en sjálf rík­is­stjórn­in hef­ur veru­lega stuðn­ing.

Píratar taka stökk í fylgi
Vinsæl ríkisstjórn Tveir þriðju hlutar landsmanna styðja ríkisstjórnina, en innan við helmingur þá flokka sem eiga aðild að henni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að fylgi Pírata tekur mikið stökk, en Flokkur fólksins tapar miklu fylgi.

Þá mælast ríkisstjórnarflokkarnir þrír með minna en helmingsfylgi, eða 48 prósent. Þrátt fyrir það nýtur ríkisstjórnin sem slík stuðnings 66,7 prósenta svarenda sem er mesti stuðningur við ríkisstjórn frá hruni. Það er þó töluvert minni stuðningur en mældist í könnun Stöðvar 2 fyrr í desember, þegar 78 prósent svarenda kváðust styðja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Í nýbirtri  könnun MMR mælast Píratar með 14,1% fylgi, en þeir fengu 9,2 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október. Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðu sinni sem stærsti flokkurinn, en með tveimur prósentustigum minna fylgi en í kosningunum, eða 23,2 prósent. Vinstri grænir falla naumlega niður fyrir Samfylkinguna úr stöðu næst stærsta stjórnmálaflokks landsins með 16,7 prósenta fylgi, þótt munurinn sé ekki marktækur.

MMR gerði könnunina á tímabilinu 12. til 15. desember. 

Fylgi stjórnmálaflokka

Sjálfstæðisflokkur 23,2%

Samfylkingin 16,8%

Vinstri grænir 16,7%

Píratar 14,1%

Miðflokkurinn 8,7%

Framsóknarflokkurinn 8,5%

Viðreisn 5,7%

Flokkur fólksins 3,7%

Annað 2,5%

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár