Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Femínískt pönk, burlesque og draumkennd raftónlist um áramótin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. des­em­ber 2017 til 11. janú­ar 2018.

Femínískt pönk, burlesque og draumkennd raftónlist um áramótin

Norður og niður

Hvar? Harpa
Hvenær? 27.–30. desember
Aðgangseyrir: 20.990 kr.

Skrítnu, furðulegu, dásamlegu og heillandi strákarnir í Sigur Rós ákváðu að spila ekki aðeins fjóra tónleika á fjórum dögum, heldur hafa þeir boðið nokkrum tugum vina sinna að taka þátt í tónlistarhátíð til að fagna vaxandi birtu í myrkasta svartnættinu. Meðal gesta eru Peaches, Dustin O’Halloran, Amiina, Mogwai, JFDR, Sin Fang og fleiri.

Spünk, Dauðyflin, xGADDAVíRx, ROHT

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 27. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Þessar fjórar pönkhljómsveitir efna til tónleika sem kallast „Milli njóla og nýfárs“. Búast má við miklum hávaða, mikilli orku og duglegu moshi frá öllum pönkurunum sem hafa setið fúlir heima með hendur í vösum á meðan almúgurinn hefur verið heltekinn af smáborgaralega jólaandanum.

Dömur og herra burlesque sýning

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 28. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Burlesque-senan í Reykjavík hefur farið vaxandi á undanförnum árum; Dömur og herra er nýjasti hópurinn sem stígur fram í sviðsljósið, en hann kom fyrst fram á þessu ári. Þetta er þeirra þriðja sýning og má búast við fjölbreyttum atriðum, allt frá klassísku burlesque og dúskasveiflum yfir í létt grín yfir íslenskum jóla- og áramótaveruleika. 

Vök & aYia

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Á þessu kvöldi koma fram þær tvær hljómsveitir sem eru fremstar og færastar á sínu sviði. Indí-poppararnir Vök unnu Músíktilraunir 2013 og hafa síðan þá gefið út tvær breiðskífur og spilað víðs vegar um heiminn. aYia er dimmt og draumkennt rafmagnað þríeyki sem spilar tónlist sem passar varla inn í tíma eða rúm, eins og kafli úr miðri bók sem þú kannast ekki við, en getur ekki lagt frá þér.

Andrými í litum og tónum

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 29. desember kl. 12.10
Aðgangseyrir: Ókeypis

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð sem er haldin síðasta föstudag hvers mánaðar þar sem boðið er upp á fjölbreytta tónlist. Tilgangur andrýmisins er að gefa fólki kost á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.

Hórmónar, Gróa, Korter í flog, Tófa

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 29. desember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Í annað skiptið á einum mánuði spila ungu rokkararnir í Gróu með femínísku pönkurunum í Hórmónum sem taka pláss, hafa hátt og spila tilfinningaríka tónlist. Með þeim í för eru Korter í flog, sem komust á úrslitakvöld Músíktilrauna 2017, og Tófa sem hefur verið að spila listrænt pönk í nokkur ár.

Heimkomutónleikar Mammúts

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 4. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Kyngimagnaða listræna rokksveitin Mammút hefur verið á tónlistarferðalagi um heiminn síðasta ár að kynna nýju plötuna sína, „Kinder Versions“, en því ferðalagi lýkur í Gamla bíói. Búast má við að platan verði tekin nánast í heild sinni, auk nokkurra eldri laga af fyrri plötum hljómsveitarinnar „Komdu til mín svarta systir“ og „Karkari“.

Sólveig Matthildur, Madonna + Child, Nicolas Kunysz, åtåmåtån 

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 6. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Sólveig Matthildur hefur fryst hjörtu og opnað fyrir tárakirtla með plötu sinni „Unexplained myseries & the acceptance of sorrow“ sem kom út í haust. Sólveig er hljóðgervilsspilari Kælunnar miklu, en hún hefur það hefur aðeins verið við örfá tilefni sem hún hefur komið fram á Íslandi með sólóefni sitt. Á þessu kvöldi kryfur hún hugtökin eymd og upplausn með döprum tónum og þremur öðrum hljómsveitum.

WANG WEN & For A Minor Reflection 

Hvar? Húrra
Hvenær? 10. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Kínverska síðrokkshljómsveitin Wang Wen hefur verið að störfum í 18 ár. Á þeim tíma hefur hún gefið út níu breiðskífur og haldið í fjóra Evróputúra, en hún kemur fram á Íslandi í fyrsta skiptið. Hún kemur fram með íslensku rokksveitinni For a Minor Reflection sem hefur verið virk í rúman áratug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár