Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Femínískt pönk, burlesque og draumkennd raftónlist um áramótin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. des­em­ber 2017 til 11. janú­ar 2018.

Femínískt pönk, burlesque og draumkennd raftónlist um áramótin

Norður og niður

Hvar? Harpa
Hvenær? 27.–30. desember
Aðgangseyrir: 20.990 kr.

Skrítnu, furðulegu, dásamlegu og heillandi strákarnir í Sigur Rós ákváðu að spila ekki aðeins fjóra tónleika á fjórum dögum, heldur hafa þeir boðið nokkrum tugum vina sinna að taka þátt í tónlistarhátíð til að fagna vaxandi birtu í myrkasta svartnættinu. Meðal gesta eru Peaches, Dustin O’Halloran, Amiina, Mogwai, JFDR, Sin Fang og fleiri.

Spünk, Dauðyflin, xGADDAVíRx, ROHT

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 27. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis

Þessar fjórar pönkhljómsveitir efna til tónleika sem kallast „Milli njóla og nýfárs“. Búast má við miklum hávaða, mikilli orku og duglegu moshi frá öllum pönkurunum sem hafa setið fúlir heima með hendur í vösum á meðan almúgurinn hefur verið heltekinn af smáborgaralega jólaandanum.

Dömur og herra burlesque sýning

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 28. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Burlesque-senan í Reykjavík hefur farið vaxandi á undanförnum árum; Dömur og herra er nýjasti hópurinn sem stígur fram í sviðsljósið, en hann kom fyrst fram á þessu ári. Þetta er þeirra þriðja sýning og má búast við fjölbreyttum atriðum, allt frá klassísku burlesque og dúskasveiflum yfir í létt grín yfir íslenskum jóla- og áramótaveruleika. 

Vök & aYia

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Á þessu kvöldi koma fram þær tvær hljómsveitir sem eru fremstar og færastar á sínu sviði. Indí-poppararnir Vök unnu Músíktilraunir 2013 og hafa síðan þá gefið út tvær breiðskífur og spilað víðs vegar um heiminn. aYia er dimmt og draumkennt rafmagnað þríeyki sem spilar tónlist sem passar varla inn í tíma eða rúm, eins og kafli úr miðri bók sem þú kannast ekki við, en getur ekki lagt frá þér.

Andrými í litum og tónum

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 29. desember kl. 12.10
Aðgangseyrir: Ókeypis

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð sem er haldin síðasta föstudag hvers mánaðar þar sem boðið er upp á fjölbreytta tónlist. Tilgangur andrýmisins er að gefa fólki kost á að eiga nærandi stund við samtal milli sjónlistar og tónlistar.

Hórmónar, Gróa, Korter í flog, Tófa

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 29. desember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Í annað skiptið á einum mánuði spila ungu rokkararnir í Gróu með femínísku pönkurunum í Hórmónum sem taka pláss, hafa hátt og spila tilfinningaríka tónlist. Með þeim í för eru Korter í flog, sem komust á úrslitakvöld Músíktilrauna 2017, og Tófa sem hefur verið að spila listrænt pönk í nokkur ár.

Heimkomutónleikar Mammúts

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 4. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Kyngimagnaða listræna rokksveitin Mammút hefur verið á tónlistarferðalagi um heiminn síðasta ár að kynna nýju plötuna sína, „Kinder Versions“, en því ferðalagi lýkur í Gamla bíói. Búast má við að platan verði tekin nánast í heild sinni, auk nokkurra eldri laga af fyrri plötum hljómsveitarinnar „Komdu til mín svarta systir“ og „Karkari“.

Sólveig Matthildur, Madonna + Child, Nicolas Kunysz, åtåmåtån 

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 6. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Sólveig Matthildur hefur fryst hjörtu og opnað fyrir tárakirtla með plötu sinni „Unexplained myseries & the acceptance of sorrow“ sem kom út í haust. Sólveig er hljóðgervilsspilari Kælunnar miklu, en hún hefur það hefur aðeins verið við örfá tilefni sem hún hefur komið fram á Íslandi með sólóefni sitt. Á þessu kvöldi kryfur hún hugtökin eymd og upplausn með döprum tónum og þremur öðrum hljómsveitum.

WANG WEN & For A Minor Reflection 

Hvar? Húrra
Hvenær? 10. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Kínverska síðrokkshljómsveitin Wang Wen hefur verið að störfum í 18 ár. Á þeim tíma hefur hún gefið út níu breiðskífur og haldið í fjóra Evróputúra, en hún kemur fram á Íslandi í fyrsta skiptið. Hún kemur fram með íslensku rokksveitinni For a Minor Reflection sem hefur verið virk í rúman áratug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár