Fasteignafélag í stýringu sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA hefur samið við verktakafyrirtæki, sem er að stóru leyti í eigu sjóðs sem GAMMA stýrir, um að byggja 105 íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ. GAMMA kemur því að stýringu beggja þeirra fyrirtækja sem eiga í þessum viðskiptum og er ógerlegt að sjá hverjir fjárfestarnir eru á bak við fyrirtækin sem um ræðir þar sem engar hluthafaupplýsingar eru til um eignarhald þeirra sjóða sem GAMMA stýrir.
Fasteignafélagið, Upphaf fasteignafélag slhf., hefur því hagsmuni af því að ná sem hagkvæmustum og ódýrustum samningum við verktakafyrirtækið, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., en verktakafyrirtækið hefur eðlilega hagsmuni af því að fá sem mest greitt fyrir vinnu sína. GAMMA er því báðum megin við borðið í viðskiptunum. Tveir af þremur stjórnarmönnum Arnarhvols ehf. eru starfsmenn GAMMA, þeir Alexander Jenssen Hjálmarsson og Arnar Hauksson, en sá fyrrnefndi er stjórnarformaður.
Sjóðurinn á bak við fasteignafélagið Upphaf heitir GAMMA: Novus á meðan sjóðurinn á bak …
Athugasemdir