Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða

Sjóð­ur GAMMA á 62 pró­sent í nýju verk­taka­fyr­ir­tæki sem bygg­ir hús í Mos­fells­bæ fyr­ir fast­eigna­fé­lag GAMMA. Fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins neit­ar að gefa upp hvernig samn­ing­ar tók­ust á milli þess­ara fé­laga GAMMA og hvort verk­ið hafi ver­ið boð­ið út.

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða
Stærstir á Íslandi Gísli Hauksson, stofnandi og stjórnarformaður GAMMA, segir að fyrirtækið sé stærst á Íslandi í byggingu íbúðarhúsnæðis. GAMMA hefur nú stofnað sitt eigið verktakafyrirtæki sem fær verkefni frá GAMMA.

Fasteignafélag í stýringu sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA hefur samið við verktakafyrirtæki, sem er að stóru leyti í eigu sjóðs sem GAMMA stýrir, um að byggja 105 íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ. GAMMA kemur því að stýringu beggja þeirra fyrirtækja sem eiga í þessum viðskiptum og er ógerlegt að sjá hverjir fjárfestarnir eru á bak við fyrirtækin sem um ræðir þar sem engar hluthafaupplýsingar eru til um eignarhald þeirra sjóða sem GAMMA stýrir. 

Fasteignafélagið, Upphaf fasteignafélag slhf., hefur því hagsmuni af því að ná sem hagkvæmustum og ódýrustum samningum við verktakafyrirtækið, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., en verktakafyrirtækið hefur eðlilega hagsmuni af því að fá sem mest greitt fyrir vinnu sína. GAMMA er því báðum megin við borðið í viðskiptunum. Tveir af  þremur stjórnarmönnum Arnarhvols ehf. eru starfsmenn GAMMA, þeir Alexander Jenssen Hjálmarsson og Arnar Hauksson, en sá fyrrnefndi er stjórnarformaður. 

Sjóðurinn á bak við fasteignafélagið Upphaf heitir GAMMA: Novus á meðan sjóðurinn á bak …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár