GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða

Sjóð­ur GAMMA á 62 pró­sent í nýju verk­taka­fyr­ir­tæki sem bygg­ir hús í Mos­fells­bæ fyr­ir fast­eigna­fé­lag GAMMA. Fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins neit­ar að gefa upp hvernig samn­ing­ar tók­ust á milli þess­ara fé­laga GAMMA og hvort verk­ið hafi ver­ið boð­ið út.

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða
Stærstir á Íslandi Gísli Hauksson, stofnandi og stjórnarformaður GAMMA, segir að fyrirtækið sé stærst á Íslandi í byggingu íbúðarhúsnæðis. GAMMA hefur nú stofnað sitt eigið verktakafyrirtæki sem fær verkefni frá GAMMA.

Fasteignafélag í stýringu sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA hefur samið við verktakafyrirtæki, sem er að stóru leyti í eigu sjóðs sem GAMMA stýrir, um að byggja 105 íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ. GAMMA kemur því að stýringu beggja þeirra fyrirtækja sem eiga í þessum viðskiptum og er ógerlegt að sjá hverjir fjárfestarnir eru á bak við fyrirtækin sem um ræðir þar sem engar hluthafaupplýsingar eru til um eignarhald þeirra sjóða sem GAMMA stýrir. 

Fasteignafélagið, Upphaf fasteignafélag slhf., hefur því hagsmuni af því að ná sem hagkvæmustum og ódýrustum samningum við verktakafyrirtækið, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., en verktakafyrirtækið hefur eðlilega hagsmuni af því að fá sem mest greitt fyrir vinnu sína. GAMMA er því báðum megin við borðið í viðskiptunum. Tveir af  þremur stjórnarmönnum Arnarhvols ehf. eru starfsmenn GAMMA, þeir Alexander Jenssen Hjálmarsson og Arnar Hauksson, en sá fyrrnefndi er stjórnarformaður. 

Sjóðurinn á bak við fasteignafélagið Upphaf heitir GAMMA: Novus á meðan sjóðurinn á bak …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár