Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða

Sjóð­ur GAMMA á 62 pró­sent í nýju verk­taka­fyr­ir­tæki sem bygg­ir hús í Mos­fells­bæ fyr­ir fast­eigna­fé­lag GAMMA. Fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins neit­ar að gefa upp hvernig samn­ing­ar tók­ust á milli þess­ara fé­laga GAMMA og hvort verk­ið hafi ver­ið boð­ið út.

GAMMA semur við eigið verktakafyrirtæki um byggingu 105 íbúða
Stærstir á Íslandi Gísli Hauksson, stofnandi og stjórnarformaður GAMMA, segir að fyrirtækið sé stærst á Íslandi í byggingu íbúðarhúsnæðis. GAMMA hefur nú stofnað sitt eigið verktakafyrirtæki sem fær verkefni frá GAMMA.

Fasteignafélag í stýringu sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA hefur samið við verktakafyrirtæki, sem er að stóru leyti í eigu sjóðs sem GAMMA stýrir, um að byggja 105 íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ. GAMMA kemur því að stýringu beggja þeirra fyrirtækja sem eiga í þessum viðskiptum og er ógerlegt að sjá hverjir fjárfestarnir eru á bak við fyrirtækin sem um ræðir þar sem engar hluthafaupplýsingar eru til um eignarhald þeirra sjóða sem GAMMA stýrir. 

Fasteignafélagið, Upphaf fasteignafélag slhf., hefur því hagsmuni af því að ná sem hagkvæmustum og ódýrustum samningum við verktakafyrirtækið, Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., en verktakafyrirtækið hefur eðlilega hagsmuni af því að fá sem mest greitt fyrir vinnu sína. GAMMA er því báðum megin við borðið í viðskiptunum. Tveir af  þremur stjórnarmönnum Arnarhvols ehf. eru starfsmenn GAMMA, þeir Alexander Jenssen Hjálmarsson og Arnar Hauksson, en sá fyrrnefndi er stjórnarformaður. 

Sjóðurinn á bak við fasteignafélagið Upphaf heitir GAMMA: Novus á meðan sjóðurinn á bak …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár