Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjur af grænum sköttum verða 4,5 milljörðum lægri en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Tekj­ur af kol­efn­is­gjaldi, ol­íu­gjaldi og vöru­gjaldi af öku­tækj­um verða sam­tals 4,5 millj­örð­um minni í fjár­laga­frum­varpi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar en til stóð sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrri stjórn­ar.

Tekjur af grænum sköttum verða 4,5 milljörðum lægri en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Tekjur af kolefnisgjaldi, olíugjaldi og vörugjaldi af ökutækjum verða samtals 4,5 milljörðum minni í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri stjórnar.

Kolefnisgjald hækkar helmingi minna en áður stóð til, eða um 50 prósent í stað 100 prósenta. Mismunurinn nemur um 1,7 milljörðum. Þá er fallið er frá fyrri áformum um tekjuöflun samhliða jöfnun olíugjalds við bensíngjald og hægt á afnámi ívilnunar vörugjalds af bílaleigubílum. Þótt kolefnisgjaldið verði hækkað minna á árinu 2018 en áætlað var samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar muni gjaldið hækka á næstu árum í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Fjárlögin kynntBjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar.

„Tekjur af vörugjöldum á ökutæki eru áætlaðar 7,9 ma.kr. á næsta ári sem er 1,9 ma.kr. minna en í fjármálaáætlun. Lækkunin skýrist einna helst af breyttum áformum hvað varðar afnám afsláttar sem bílaleigur hafa fengið af vörugjöldum. Sem fyrr segir er lagt til að fresta gildistöku laganna um eitt ár en á móti lækkar afsláttarþakið um helming,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Þingflokkur Vinstri grænna

Í yfirliti yfir lagabreytingar sem gerðar verða samhliða afgreiðslu fjárlaga er þessi breyting útskýrð með eftirfarandi hætti: „Lagt verður til að álagning vörugjalds á bifreiðar sem ætlaðar eru til útleigu hjá ökutækjaleigum fari samkvæmt undanþáguflokki (0–30%) árið 2018 en ekki samkvæmt aðalflokki (0–65%) frá 1. janúar 2018 eins orðið hefði að óbreyttu. Lækkunarþak vörugjalds á slíkar bifreiðar verði 250.000 kr. árið 2018.“

Fram kemur í greinargerð að það hafi einnig áhrif til lækkunar að innflutningur á vistvænum bifreiðum aukist meira en áætlað var í fjármálaáætlun, m.a. á rafbílum. Tekjur af bensín- og olíugjaldi lækki lítillega frá fjármálaáætlun og séu áætlaðar um 24,7 milljarðar.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru sett fram háleit markmið í loftslagsmálum. „Ríkisstjórnin vill gera betur en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir og stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040,“ segir meðal annars í sáttmálanum þar sem jafnframt er talað um að skattheimta skuli þjóna loftslagsmarkmiðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár