Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Annað árið í röð þar sem Alþingi afgreiðir fjárlög með hraði

Tveir þing­menn úr hverj­um þing­flokki á Al­þingi fá kynn­ingu á efni fjár­laga­frum­varps­ins um eft­ir­mið­dag­inn í dag. Seðla­bank­inn held­ur vöxt­um óbreytt­um og send­ir skýr skila­boð um að slök­un á að­haldi rík­is­fjár­mál­anna verði mætt með hertu að­haldi pen­inga­mála.

Annað árið í röð þar sem Alþingi afgreiðir fjárlög með hraði

Seðlabankinn mun herða á peningalegu aðhaldi ef slökun á aðhaldi ríkisfjármála verður meiri á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar í dag. Vöxtum er haldið óbreyttum, en horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð.

„Það er spenna ennþá, þess vegna þurfum við aðhald. Ef það slaknar á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem við erum með inni í okkar forsendum í nóvember þá er augljóst að það þýðir að peningastefnan verður eitthvað aðhaldssamari en ella,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar peningastefnunefndin gerði grein fyrir ákvörðun sinni núna á ellefta tímanum.

Fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verður lagt fram á morgun. Boðuð hefur verið umtalsverð útgjaldaaukning til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála en jafnframt tveggja prósentustiga hækkun á fjármagnstekjuskatti. Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna en áður stóð til, auk þess sem frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara verður hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar gerði ráð fyrir 44 milljarða tekjuafgangi á næsta ári, en gengið verður talsvert á afganginn til að standa undir auknum útgjöldum til ýmissa málefnasviða.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fá kynningu á meginatriðum fjárlagafrumvarpsins kl. 16 í dag og fyrsta umræða um það hefst á föstudaginn. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að þingmenn fái í hendur stafræna útgáfu af frumvarpinu í trúnaði í dag og þannig aukið ráðrúm til undirbúnings. Hann greinir frá því á Facebook að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi hvatt ríkisstjórnina til að verða við því. Aðspurður segist Björn engin svör hafa fengið frá fjármálaráðuneytinu, en telja eðlilegt að þingmenn fái frumvarpið fyrirfram í ljósi fyrirheita sem gefin hafa verið um aukið samstarf og samráð við Alþingi og eflingu þess.

Í fyrra var fjárlagafrumvarp lagt fram þann 6. desember og samþykkt 22. sama mánaðar. Þá líkt og nú voru uppi óvenjulegar aðstæður vegna stjórnarslita og Alþingiskoninga að hausti. Nú er fjárlagafrumvarpið lagt fram enn seinna, en á móti kemur að gert er ráð fyrir að þingið starfi milli jóla og nýárs. Stundin mun fjalla ítarlega um frumvarpið á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár