Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Annað árið í röð þar sem Alþingi afgreiðir fjárlög með hraði

Tveir þing­menn úr hverj­um þing­flokki á Al­þingi fá kynn­ingu á efni fjár­laga­frum­varps­ins um eft­ir­mið­dag­inn í dag. Seðla­bank­inn held­ur vöxt­um óbreytt­um og send­ir skýr skila­boð um að slök­un á að­haldi rík­is­fjár­mál­anna verði mætt með hertu að­haldi pen­inga­mála.

Annað árið í röð þar sem Alþingi afgreiðir fjárlög með hraði

Seðlabankinn mun herða á peningalegu aðhaldi ef slökun á aðhaldi ríkisfjármála verður meiri á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar í dag. Vöxtum er haldið óbreyttum, en horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð.

„Það er spenna ennþá, þess vegna þurfum við aðhald. Ef það slaknar á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem við erum með inni í okkar forsendum í nóvember þá er augljóst að það þýðir að peningastefnan verður eitthvað aðhaldssamari en ella,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri þegar peningastefnunefndin gerði grein fyrir ákvörðun sinni núna á ellefta tímanum.

Fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verður lagt fram á morgun. Boðuð hefur verið umtalsverð útgjaldaaukning til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála en jafnframt tveggja prósentustiga hækkun á fjármagnstekjuskatti. Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna en áður stóð til, auk þess sem frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara verður hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar gerði ráð fyrir 44 milljarða tekjuafgangi á næsta ári, en gengið verður talsvert á afganginn til að standa undir auknum útgjöldum til ýmissa málefnasviða.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fá kynningu á meginatriðum fjárlagafrumvarpsins kl. 16 í dag og fyrsta umræða um það hefst á föstudaginn. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að þingmenn fái í hendur stafræna útgáfu af frumvarpinu í trúnaði í dag og þannig aukið ráðrúm til undirbúnings. Hann greinir frá því á Facebook að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafi hvatt ríkisstjórnina til að verða við því. Aðspurður segist Björn engin svör hafa fengið frá fjármálaráðuneytinu, en telja eðlilegt að þingmenn fái frumvarpið fyrirfram í ljósi fyrirheita sem gefin hafa verið um aukið samstarf og samráð við Alþingi og eflingu þess.

Í fyrra var fjárlagafrumvarp lagt fram þann 6. desember og samþykkt 22. sama mánaðar. Þá líkt og nú voru uppi óvenjulegar aðstæður vegna stjórnarslita og Alþingiskoninga að hausti. Nú er fjárlagafrumvarpið lagt fram enn seinna, en á móti kemur að gert er ráð fyrir að þingið starfi milli jóla og nýárs. Stundin mun fjalla ítarlega um frumvarpið á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár