Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið seg­ir Barna­vernd­ar­stofu ekki fara með rétt mál um af­hend­ingu gagna vegna kvart­ana á hend­ur Braga Guð­brands­syni.

Velferðarráðuneytið segir Braga fara með rangt mál
Bragi Guðbrandsson Barnaverndarnefndir kvarta undan dónalegum samskiptum og óeðlilegum inngripum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Mynd: DV / Sigtryggur Ari

Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna samskipta ráðneytisins og Barnaverndarstofu að því er varðar athugasemdir sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Ráðuneytið segir ekki Barnaverndarstofu ekki fara með rétt mál varðandi afhendingu gagna í málinu, en Barnaverndarstofa sendir frá sér yfirlýsingu vegna málsins á föstudag. Í henni segir meðal annars að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem varði „meintar“ kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð Braga. 

Í tilkynningu ráðuneytisins segir meðal annars að ljóst liggi fyrir að kvartanirnar hafi verið gerðar og er vísað til bréfs sem ráðuneytið sendi Braga í nóvember síðastliðnum. Í bréfinu eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar komu á framfæri á fundi með félags- og jafnréttismálaráðherra. „Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Barnaverndarstofu hefur nú í tvígang verið veittur frestur til að bregðast við bréfi ráðuneytisins og hefur nú frest til hádegis 14. desember næstkomandi. 

Eins og Stundin rakti ítarlega í síðasta tölublaði snúa kvartanirnar að miklu leyti að samskiptaháttum Braga. Hann er sagður grípa inn í mál, kippa einstökum börnum fram fyrir röðina í meðferðarúrræðum án samráðs við barnavernd, úrskurða um viðkvæm málefni án fullnægjandi upplýsinga og fara harkalega gegn barnaverndarnefnd og starfsmönnum hennar. „Ég er alveg rólegur yfir þessu,“ sagði Bragi í samtali við Stundina. „Ég held að gögnin eigi eftir að leiða í ljós að þetta hafi verið stormur í vatnsglasi.“ 

Tilkynning velferðarráðuneytisins í heild:

Velferðarráðuneytið telur mikilvægt að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.  Er þetta gert í ljósi yfirlýsingar sem birt var á vef Barnaverndarstofu síðastliðinn föstudag.

Skyldur ráðuneytis sem fer með yfirstjórn barnaverndar í landinu

Velferðarráðuneytið er æðsta stjórnvald barnaverndar og ber því ríkar skyldur. Þegar tvær af stærstu barnaverndarnefndum landsins leita til ráðuneytisins með alvarlegar athugasemdir sem beinast að Barnaverndarstofu og forstjóra hennar ber ráðuneytinu að taka það alvarlega og bregðast við eins og vönduð stjórnsýsla býður. Barnavernd er afar viðkvæmur málaflokkur og algjörlega nauðsynlegt að tryggja eins og kostur er að einstaklingar og stofnanir sem gegna þar hlutverki geti unnið saman á grundvelli trausts og þess trúnaðar sem áskilinn er. Gangi það ekki eftir eru mikilvægir hagsmunir barna í húfi.

Málavextir

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu er því haldið fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem varði „meintar“ kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu. Þetta er ekki rétt. Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar.

Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra.

Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002.

Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er.

Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár