Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 8.–21. desember

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 8.–21. desember

Jólatónleikar Eivarar

Hvar? Harpa
Hvenær? 8. desember kl. 20.30
9. desember kl. 17.00 og 20.30
10. desember kl. 18.00 og 20.30
Aðgangseyrir: 8.990 kr.

Hin mikilfenglega færeyska ný-folk tónlistarstjarna, Eivør, heldur sína fyrstu jólatónleika á Íslandi þar sem hún flytur uppáhaldsjólalögin sín og fleiri lög. Ísland hefur verið hennar annað heimili og hún hefur eignast marga aðdáendur hér með tignarlegu rödd sinni og sviðsframkomu. Hún kemur fram með hljómsveit, strengjakvartett og vel völdum gestum.

Jólamarkaður PopUp verzlunar

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 9. desember kl. 11.00–17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Port Hafnarhússins verður enn annað árið yfirtekið af PopUp verzluninni, en í ár taka 43 hönnuðir og myndlistarmenn þátt og bjóða valdar vörur og listaverk til sölu sem henta einstaklega vel í jólapakkann fyrir listunnendur landsins. 

Jólin tala tungum

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 9. desember kl. 14.00–16.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr. á barn

Í þessari jólasmiðju fyrir fjölskyldur er filippeyskt jólaföndur og jólahefðir tekin fyrir, en smiðjan fer bæði fram á íslensku og filippeysku. Þetta er þriðja og síðasta fjölskyldusmiðjan fyrir jól þar sem lögð er áhersla á að kynnast jólasiðum og föndri frá mismunandi löndum og menningarheimum.

Jólagestir Björgvins 2017

Hvar? Harpa
Hvenær? 10. desember kl. 17.00 og 21.00
11. desember kl. 21.00
12. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Jólatónleikar Björgvins hafa verið árlegur viðburður síðustu 10 ár, og eru núna haldnir í fyrsta skiptið í Hörpu. Í ár eru gestir Björgvins þau Jóhanna Guðrún, Júníus Meyvant, Páll Óskar, Ragga Gísla, Svala, Stefán Karl, Sturla Atlas og fleiri.

Markús & The Diversion Sessions

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 14. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sultuslöku rokkararnir í Markús & The Diversion Sessions sem hópfjármögnuðu plötuna sína „The Truth the Love the Life“ fyrir tveimur árum hafa hóað í vini sína í Argument og Suð til að taka þátt í tónleikum sem bera titilinn „Leppalúðarokk“. Ekki hika við að vera smá letiblóð yfir hátíðirnar og slappaðu af á þessum ókeypis tónleikum.

Jói Pé og Króli

Hvar? Húrra
Hvenær? 15. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ef þig þyrstir ekki í afslöppun, heldur ærslafulla tónleika, þá er erfitt að toppa Jóa Pé og Króla sem fönguðu athygli þjóðarinnar í sumar með ferskum lögum á borð við „B.O.B.A“. Á nýafstaðinni Airwaves tónlistarhátíðinni myndaðist svo mikil röð fyrir utan tónleika þeirra að mun færri komust að en vildu.

SYKUR og GDRN 

Hvar? Húrra
Hvenær? 16. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hin kyngimagnaða hljómsveit Sykur vaknaði úr dvala í vetur og er búin að vera að á fullu síðan þá. Ný plata frá þessari rafmögnuðu popphljómsveit er í vinnslu og lofar hljómsveitin að spila nokkur ný lög á þessum tónleikum. Unga tónlistarkonan GDRN hitar upp, en hún hefur vakið athygli með ljúfsára laginu „Það sem var“ sem hefur verið í spilun upp á síðkastið.

Briana Marela, Pascal Pinon, dj. flugvél og geimskip

Hvar? Húrra
Hvenær? 19. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þetta kvöld er tileinkað mínímalískri raftónlist og er hin bandaríska Briana Marela þar fremst í fylkingunni. Hún tók upp fyrstu plötu sína „All Around Us“ á Íslandi 2015 og fékk íslensku sveitina Amiina til að spila strengi á henni og snýr aftur á Frónið til að halda þessa tónleika. Með henni spila systurnar i Pascal Pinon og dj. flugvél og geimskip.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár