Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 8.–21. desember

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 8.–21. desember

Jólatónleikar Eivarar

Hvar? Harpa
Hvenær? 8. desember kl. 20.30
9. desember kl. 17.00 og 20.30
10. desember kl. 18.00 og 20.30
Aðgangseyrir: 8.990 kr.

Hin mikilfenglega færeyska ný-folk tónlistarstjarna, Eivør, heldur sína fyrstu jólatónleika á Íslandi þar sem hún flytur uppáhaldsjólalögin sín og fleiri lög. Ísland hefur verið hennar annað heimili og hún hefur eignast marga aðdáendur hér með tignarlegu rödd sinni og sviðsframkomu. Hún kemur fram með hljómsveit, strengjakvartett og vel völdum gestum.

Jólamarkaður PopUp verzlunar

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 9. desember kl. 11.00–17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Port Hafnarhússins verður enn annað árið yfirtekið af PopUp verzluninni, en í ár taka 43 hönnuðir og myndlistarmenn þátt og bjóða valdar vörur og listaverk til sölu sem henta einstaklega vel í jólapakkann fyrir listunnendur landsins. 

Jólin tala tungum

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 9. desember kl. 14.00–16.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr. á barn

Í þessari jólasmiðju fyrir fjölskyldur er filippeyskt jólaföndur og jólahefðir tekin fyrir, en smiðjan fer bæði fram á íslensku og filippeysku. Þetta er þriðja og síðasta fjölskyldusmiðjan fyrir jól þar sem lögð er áhersla á að kynnast jólasiðum og föndri frá mismunandi löndum og menningarheimum.

Jólagestir Björgvins 2017

Hvar? Harpa
Hvenær? 10. desember kl. 17.00 og 21.00
11. desember kl. 21.00
12. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Jólatónleikar Björgvins hafa verið árlegur viðburður síðustu 10 ár, og eru núna haldnir í fyrsta skiptið í Hörpu. Í ár eru gestir Björgvins þau Jóhanna Guðrún, Júníus Meyvant, Páll Óskar, Ragga Gísla, Svala, Stefán Karl, Sturla Atlas og fleiri.

Markús & The Diversion Sessions

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 14. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sultuslöku rokkararnir í Markús & The Diversion Sessions sem hópfjármögnuðu plötuna sína „The Truth the Love the Life“ fyrir tveimur árum hafa hóað í vini sína í Argument og Suð til að taka þátt í tónleikum sem bera titilinn „Leppalúðarokk“. Ekki hika við að vera smá letiblóð yfir hátíðirnar og slappaðu af á þessum ókeypis tónleikum.

Jói Pé og Króli

Hvar? Húrra
Hvenær? 15. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ef þig þyrstir ekki í afslöppun, heldur ærslafulla tónleika, þá er erfitt að toppa Jóa Pé og Króla sem fönguðu athygli þjóðarinnar í sumar með ferskum lögum á borð við „B.O.B.A“. Á nýafstaðinni Airwaves tónlistarhátíðinni myndaðist svo mikil röð fyrir utan tónleika þeirra að mun færri komust að en vildu.

SYKUR og GDRN 

Hvar? Húrra
Hvenær? 16. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hin kyngimagnaða hljómsveit Sykur vaknaði úr dvala í vetur og er búin að vera að á fullu síðan þá. Ný plata frá þessari rafmögnuðu popphljómsveit er í vinnslu og lofar hljómsveitin að spila nokkur ný lög á þessum tónleikum. Unga tónlistarkonan GDRN hitar upp, en hún hefur vakið athygli með ljúfsára laginu „Það sem var“ sem hefur verið í spilun upp á síðkastið.

Briana Marela, Pascal Pinon, dj. flugvél og geimskip

Hvar? Húrra
Hvenær? 19. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þetta kvöld er tileinkað mínímalískri raftónlist og er hin bandaríska Briana Marela þar fremst í fylkingunni. Hún tók upp fyrstu plötu sína „All Around Us“ á Íslandi 2015 og fékk íslensku sveitina Amiina til að spila strengi á henni og snýr aftur á Frónið til að halda þessa tónleika. Með henni spila systurnar i Pascal Pinon og dj. flugvél og geimskip.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár