Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari hefur frá opnun Hörpu haldið utan um tónleikaröðina Perlur íslenskra sönglaga.
„Þegar Harpa var opnuð var haft samband við mig frá húsinu og mér boðið að koma með tónleikaröð eins og þessa. Ég hafði verið með sambærilegt verkefni sumarið á undan í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz en það var tilraun þar sem ég hóaði saman nokkrum vinum og kunningjum til að flytja daglega í nokkrar vikur íslenska tónlist fyrir erlenda ferðamenn. Einhver hjá Hörpu hafði frétt af þessu og var okkur síðan boðið að koma með tónleikaröðina sem hluta af sumardagskrá í Hörpu.“
Tónleikaröðin fékk síðan nafnið Perlur íslenskra sönglaga (pearls.is).
Hátt í fimm hundruð tónleikar
Bjarni segir að hugmyndin á bak við þessa tónleikaröð sé einfaldlega sú að hann sem óperusöngvari sem hefur búið og ferðast mikið erlendis hafði tekið eftir því að víða er boðið upp á tónlist frá viðkomandi landi sem hluta af …
Athugasemdir