Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum

Skúli Magnús­son, hér­aðs­dóm­ari og formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, tel­ur að 365 miðl­um hafi ver­ið beitt mark­visst til að grafa und­an trú­verð­ug­leika ís­lenskra dóm­stóla og furð­ar sig á að hvorki Al­þingi né ráð­herra hafi „skorist í leik­inn“.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fullyrðir að Fréttablaðinu og 365 miðlum hafi verið beitt með markvissum hætti til að grafa undan trúverðugleika íslenskra dómstóla og setja þrýsting á dómskerfið. Umfjöllun Fréttablaðsins og Kastljóss um fjármál Hæstaréttardómara í fyrra hafi verið þaulskipulögð aðför að réttarkerfinu.

Þetta kom fram í ávarpi Skúla á aðalfundi Dómarafélags Íslands í síðustu viku. Hann fór hörðum orðum um efnistök og fréttamat Fréttablaðsins og ýjaði jafnframt að því að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefði átt beina aðkomu að því sem Skúli lítur á sem ófrægingarherferð gegn æðsta dómstóli landsins. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipuleggja þessar aðgerðir frá grunni eða hann hvort samsamaði sig þeim, þegar og hann varð þeirra áskynja, verður hann svara sjálfur fyrir,“ sagði hann.

Skúli vék fyrst að umfjöllun um ofurlaunahækkanir dómara, sem hann sagði einkum hafa verið rekna áfram af Fréttablaðinu en einnig teygja anga sína til annarra fjölmiðla sem tilheyra 365-samsteypunni. „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkun dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði Kjararáðs í árslok 2014 hafði numið 6-7%. Umfjöllunin þjónaði þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhvers konar forréttindahópur. Engu máli skipti þótt umfjöllunin væri leiðrétt, blaðið hélt við sinn keip,“ sagði Skúli og bætti við: „Það var ekki fyrr en ítrekuð skrif blaðsins voru kærð til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti.“

Þann 19. apríl 2016 komst siðanefnd Blaðamannafélags Íslands að þeirri niðurstöðu að 365 miðlar hefðu ekki brotið siðareglur í málinu, enda hefði fyrirsögn Fréttablaðsins um 38 prósenta launahækkun dómara ekki verið röng en þó „mátt vera nákvæmari“. 

Sagði frá símtali við blaðamann

Skúli sagði að eftir þetta hefði nýr þráður verið fundinn hjá Fréttablaðinu til þess að fjalla um dómara með neikvæðum hætti og sjónum verið beint að aukastörfum dómara og fjármálum þeirra.

„Tekið var til að fjalla um reglur um hagsmunaskráningu dómara. Og það er auðvelt að selja almenningi þá hugmynd að dómarar eigi að vera algerlega upphafnir, lausir við öll hagsmunatengsl og án hvers kyns fyrirframgefinna skoðana. Og það er einnig auðvelt að selja þá hugmynd að allt eigi að vera uppi á borðum: að líf dómara eigi að vera eins og opin bók, hverjum sem vill aðgengileg,“ sagði hann. 

„Ég minnist þess að hafa átt samtal við blaðamann Fréttablaðsins sem spurði mig hvers vegna í ósköpunum dómarar þyrftu að eiga hlutabréf eða hluti í hlutabréfasjóðum. Hvers vegna þeir gætu ekki haft sinn sparnað inn á sparisjóðsbók? Þegar leið á samtalið varð mér ljóst að blaðamaðurinn hafði hringt í mig til tjá sínar skoðanir á málinu en ekki til þess að taka eiginlegt viðtal. Það þurfti svo sem ekki að kom á óvart. Fréttablaðið flutti reyndar frétt um aukastörf þess sem hér talar. Sú frétt er væntanlega fæstum í minni enda var þar afskaplega lítið kjöt á beinunum.“

Misbrestur á skráningu upplýsinga hjá nefnd um dómarastörf

Þá vék Skúli að umfjölluninni sem birtist fyrir um ári, þegar Fréttablaðið birti mynd af ökuskírteini Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi Hæstaréttar, á forsíðu og sló því upp að fjórir dómarar hefðu tapað á falli Glitnis árið 2008. Kvöldið áður hafði Kastljós fjallað um fjármál dómara. Skúli sagði augljóst að fréttirnar hefðu byggt á sömu gögnum sem væru illa fengin.

„Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þ.á m. forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum. Sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, a.m.k. að öllu verulegu leyti. Þeir dómarar sem um var að ræða, a.m.k. þeir sem fjölmiðillinn hafði mestan áhuga á, höfðu tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt reglum þótt nefnd um störf dómara hefði illa haldið á skráningu upplýsinga hjá sér,“ sagði Skúli.

„Þetta skipti þó litlu máli því nú var kvæðinu einfaldlega vent í kross og hafin umfjöllun um að hlutaðeigandi dómarar hefðu verið vanhæfir í málum þess banka sem þeir höfðu átt hlutabréf í en samt sem áður tekið þátt í afgreiðslu þeirra. Og enn og aftur var boltinn gefinn upp með það að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væru með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur í landinu átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að í dómskerfinu.“

Telur að ráðherra eða Alþingi hefði átt að „skerast í leikinn“

Skúli sagði ekki hafa farið á milli mála hvaða tilgangi afhending hinna illa fengnu gagna til blaðamanna átti að þjóna. Um hafi verið að ræða „þaulskipulagða aðgerð til að koma höggi á trúverðugleika íslenskra dómstóla, hugsanlega að reyna knýja tiltekna dómara til að segja af sér embætti“. Þarna hafi dómarar og íslenska dómskerfið verið beitt þrýstingi með samstilltum aðgerðum. 

„Það hlýtur að vekja athygli að þegar þessar aðstæður voru komnar upp sá dómsmálaráðherra eða annar fulltrúi ríkisstjórnar enga ástæðu til þess að skerast í leikinn með einhverjum hætti, t.d. með því að lýsa því yfir að íslensk dómskerfi væri í það heila tekið traust. Ekki verður heldur séð að Alþingi eða alþingismenn hafi brugðist við málinu með nokkrum hætti. Hugsanlega fannst stjórnmálamönnum þessa lands sú staða sem upp var komin bara allt í góðu lagi eða hvað?“

Landsréttur ljósið í myrkrinu

Skúli benti á að í kjölfar umfjöllunarinnar hefði traust á íslenskum dómstólum mælst í sögulegu lágmarki eða um 32 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup. 

Í ávarpi sínu vék hann einnig að stofnun nýs dómsstigs, Landsréttar. „Því er ekki að leyna að ég hefði viljað sjá Landsrétt hefja störf við annan og jákvæðari aðdraganda,“ sagði hann, og vísaði þá líklega til þess að miklar deilur urðu á Alþingi þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að víkja frá tillögum hæfnisnefndar við skipun dómara, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst síðar að þeirri niðurstöðu að þar hefði ráðherra ekki farið að lögum. „Engu að síður er stofnun nýs Landsréttar enn sem fyrr ljósið í myrkrinu þessa stundina. Í þessari kerfisbreytingu felst hið stóra sóknarfæri okkar í dag, ekki síst vegna þess að samhliða Landsrétti mun sameiginleg stjórnsýsla dómstólanna einnig verða efld,“ sagði Skúli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár