Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum

Skúli Magnús­son, hér­aðs­dóm­ari og formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, tel­ur að 365 miðl­um hafi ver­ið beitt mark­visst til að grafa und­an trú­verð­ug­leika ís­lenskra dóm­stóla og furð­ar sig á að hvorki Al­þingi né ráð­herra hafi „skorist í leik­inn“.

Formaður Dómarafélagsins segir dómskerfið verða fyrir „þaulskipulögðum“ og „samstilltum“ árásum

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fullyrðir að Fréttablaðinu og 365 miðlum hafi verið beitt með markvissum hætti til að grafa undan trúverðugleika íslenskra dómstóla og setja þrýsting á dómskerfið. Umfjöllun Fréttablaðsins og Kastljóss um fjármál Hæstaréttardómara í fyrra hafi verið þaulskipulögð aðför að réttarkerfinu.

Þetta kom fram í ávarpi Skúla á aðalfundi Dómarafélags Íslands í síðustu viku. Hann fór hörðum orðum um efnistök og fréttamat Fréttablaðsins og ýjaði jafnframt að því að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefði átt beina aðkomu að því sem Skúli lítur á sem ófrægingarherferð gegn æðsta dómstóli landsins. „Hvort Jón Steinar tók þátt í því að skipuleggja þessar aðgerðir frá grunni eða hann hvort samsamaði sig þeim, þegar og hann varð þeirra áskynja, verður hann svara sjálfur fyrir,“ sagði hann.

Skúli vék fyrst að umfjöllun um ofurlaunahækkanir dómara, sem hann sagði einkum hafa verið rekna áfram af Fréttablaðinu en einnig teygja anga sína til annarra fjölmiðla sem tilheyra 365-samsteypunni. „Ítrekað voru fluttar fréttir af margra tuga prósenta launahækkun dómara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raunveruleg hækkun á launum dómara samkvæmt úrskurði Kjararáðs í árslok 2014 hafði numið 6-7%. Umfjöllunin þjónaði þeim augljósa tilgangi að skapa þá mynd af dómurum hjá almenningi að þeir væru einhvers konar forréttindahópur. Engu máli skipti þótt umfjöllunin væri leiðrétt, blaðið hélt við sinn keip,“ sagði Skúli og bætti við: „Það var ekki fyrr en ítrekuð skrif blaðsins voru kærð til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem þessu linnti.“

Þann 19. apríl 2016 komst siðanefnd Blaðamannafélags Íslands að þeirri niðurstöðu að 365 miðlar hefðu ekki brotið siðareglur í málinu, enda hefði fyrirsögn Fréttablaðsins um 38 prósenta launahækkun dómara ekki verið röng en þó „mátt vera nákvæmari“. 

Sagði frá símtali við blaðamann

Skúli sagði að eftir þetta hefði nýr þráður verið fundinn hjá Fréttablaðinu til þess að fjalla um dómara með neikvæðum hætti og sjónum verið beint að aukastörfum dómara og fjármálum þeirra.

„Tekið var til að fjalla um reglur um hagsmunaskráningu dómara. Og það er auðvelt að selja almenningi þá hugmynd að dómarar eigi að vera algerlega upphafnir, lausir við öll hagsmunatengsl og án hvers kyns fyrirframgefinna skoðana. Og það er einnig auðvelt að selja þá hugmynd að allt eigi að vera uppi á borðum: að líf dómara eigi að vera eins og opin bók, hverjum sem vill aðgengileg,“ sagði hann. 

„Ég minnist þess að hafa átt samtal við blaðamann Fréttablaðsins sem spurði mig hvers vegna í ósköpunum dómarar þyrftu að eiga hlutabréf eða hluti í hlutabréfasjóðum. Hvers vegna þeir gætu ekki haft sinn sparnað inn á sparisjóðsbók? Þegar leið á samtalið varð mér ljóst að blaðamaðurinn hafði hringt í mig til tjá sínar skoðanir á málinu en ekki til þess að taka eiginlegt viðtal. Það þurfti svo sem ekki að kom á óvart. Fréttablaðið flutti reyndar frétt um aukastörf þess sem hér talar. Sú frétt er væntanlega fæstum í minni enda var þar afskaplega lítið kjöt á beinunum.“

Misbrestur á skráningu upplýsinga hjá nefnd um dómarastörf

Þá vék Skúli að umfjölluninni sem birtist fyrir um ári, þegar Fréttablaðið birti mynd af ökuskírteini Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi Hæstaréttar, á forsíðu og sló því upp að fjórir dómarar hefðu tapað á falli Glitnis árið 2008. Kvöldið áður hafði Kastljós fjallað um fjármál dómara. Skúli sagði augljóst að fréttirnar hefðu byggt á sömu gögnum sem væru illa fengin.

„Upphaflega var fréttin sú að tilteknir dómarar, þ.á m. forseti Hæstaréttar, hefðu ekki tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt gildandi lögum og reglum. Sá fréttaflutningur reyndist þó fljótt haldlaus, a.m.k. að öllu verulegu leyti. Þeir dómarar sem um var að ræða, a.m.k. þeir sem fjölmiðillinn hafði mestan áhuga á, höfðu tilkynnt um hlutabréfaeign sína samkvæmt reglum þótt nefnd um störf dómara hefði illa haldið á skráningu upplýsinga hjá sér,“ sagði Skúli.

„Þetta skipti þó litlu máli því nú var kvæðinu einfaldlega vent í kross og hafin umfjöllun um að hlutaðeigandi dómarar hefðu verið vanhæfir í málum þess banka sem þeir höfðu átt hlutabréf í en samt sem áður tekið þátt í afgreiðslu þeirra. Og enn og aftur var boltinn gefinn upp með það að reglur á Íslandi um aukastörf dómara og skráningu þessara starfa væru með einhverjum hætti stórgallaðar og frábrugðnar því sem almennt tíðkast. Almenningur í landinu átti að fá það á tilfinninguna að eitthvað meiriháttar væri að í dómskerfinu.“

Telur að ráðherra eða Alþingi hefði átt að „skerast í leikinn“

Skúli sagði ekki hafa farið á milli mála hvaða tilgangi afhending hinna illa fengnu gagna til blaðamanna átti að þjóna. Um hafi verið að ræða „þaulskipulagða aðgerð til að koma höggi á trúverðugleika íslenskra dómstóla, hugsanlega að reyna knýja tiltekna dómara til að segja af sér embætti“. Þarna hafi dómarar og íslenska dómskerfið verið beitt þrýstingi með samstilltum aðgerðum. 

„Það hlýtur að vekja athygli að þegar þessar aðstæður voru komnar upp sá dómsmálaráðherra eða annar fulltrúi ríkisstjórnar enga ástæðu til þess að skerast í leikinn með einhverjum hætti, t.d. með því að lýsa því yfir að íslensk dómskerfi væri í það heila tekið traust. Ekki verður heldur séð að Alþingi eða alþingismenn hafi brugðist við málinu með nokkrum hætti. Hugsanlega fannst stjórnmálamönnum þessa lands sú staða sem upp var komin bara allt í góðu lagi eða hvað?“

Landsréttur ljósið í myrkrinu

Skúli benti á að í kjölfar umfjöllunarinnar hefði traust á íslenskum dómstólum mælst í sögulegu lágmarki eða um 32 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup. 

Í ávarpi sínu vék hann einnig að stofnun nýs dómsstigs, Landsréttar. „Því er ekki að leyna að ég hefði viljað sjá Landsrétt hefja störf við annan og jákvæðari aðdraganda,“ sagði hann, og vísaði þá líklega til þess að miklar deilur urðu á Alþingi þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að víkja frá tillögum hæfnisnefndar við skipun dómara, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst síðar að þeirri niðurstöðu að þar hefði ráðherra ekki farið að lögum. „Engu að síður er stofnun nýs Landsréttar enn sem fyrr ljósið í myrkrinu þessa stundina. Í þessari kerfisbreytingu felst hið stóra sóknarfæri okkar í dag, ekki síst vegna þess að samhliða Landsrétti mun sameiginleg stjórnsýsla dómstólanna einnig verða efld,“ sagði Skúli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár