Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og nú­ver­andi sendi­herra Ís­lands í Washingt­on, setti fram þung­ar ásak­an­ir á hend­ur níu dómur­um í kjöl­far dóms­upp­kvaðn­ing­ar Lands­dóms.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“
Á sakamannabekk Geir H. Haarde og lögmaður hans Andri Árnason. Myndin var tekin þegar réttað var yfir Geir. Mynd: Pressphotos.biz / Gréta

Ekkert bendir til þess að dómarar við Landsdóm hafi verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Skipun dómstólsins var ekki á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, gegn Íslandi. 

Eftir að dómur Landsdóms féll árið 2012 setti Geir H. Haarde fram alvarlegar ásakanir á hendur þeim dómurunum sem komust að þeirri niðurstöðu að sakfella bæri hann samkvæmt lögum.

„Það er greinilegt að meirihluti dómenda hér, 9 af 15, hefur talið sig knúinn til að sakfella fyrir eitthvað eitt atriði, hversu lítilfjörlegt sem það er, til þess að draga að landi þann hluta Alþingismanna sem stóðu að þessari ákæru,“ sagði Geir á fréttamannafundi eftir uppkvaðningu dómsins. „Það er stórfurðulegt að pólitíkin í landinu skuli hafa laumað sér með þessum hætti inn í þennan virðulega dómstól.“ 

Bar þungar sakir á dómara

Þarna bar Geir þungar sakir á dómarana Markús Sigurbjörnsson, Brynhildi Flóvenz, Eggert Óskarssonar, Eirík Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Magnús Reyni Guðmundsson, Viðar Má Matthíasson og Vilhjálm H. Vilhjálmsson, en í þessum hópi eru meðal annars dómarar og dómsforseti Hæstaréttar Íslands, héraðsdómarar, núverandi landsréttardómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Geir gaf í skyn að með niðurstöðu sinni í Landsdómsmálinu hefðu umræddir dómarar látið undan vilja stjórnmálamanna og verið að þjóna „pólitíkinni í landinu“. Slíkt hefði eðli málsins samkvæmt falið í sér alvarleg brot á grunngildum um sjálfstæði og hlutleysi dómara í réttarríki. Eftir því sem Stundin kemst næst hefur Geir aldrei rökstutt sérstaklega eða rennt stoðum undir þær ásakanir sem hann setti fram á hendur þessu fólki. 

Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun er fullyrt að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að skipan og fyrirkomulag Landsdóms sé á skjön við kröfur 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Það að átta af 15 dómurum við Landsdóm hafi verið kjörnir af Alþingi, sama aðila og fór með ákæruvald í málinu, geri dómstólinn ekki hlutdrægan eða ósjálfstæðan.

Ekkert gefi ástæðu til að efast um hlutleysi dómaranna

Geir Haarde hélt því fram í kæru sinni til Mannréttindadómstólsins að dómararnir sem Alþingi tilnefndi í Landsdóm hefðu verið skipaðir á pólitískum forsendum og gætu þannig haft tryggð eða tengsl við stjórnmálaflokkana á þingi. Þannig hafi sjálfstæði og óhæði Landsdóms ekki verið hafið yfir allan vafa. Jafnframt hafi Alþingi farið út fyrir eðlileg mörk gagnvart dómsvaldinu með því að framlengja skipun dómara.

Mannréttindadómstóllinn tekur ekki undir þessi sjónarmið Geirs og telur ekkert hafa komið fram sem gefi ástæðu til að efast um hlutleysi dómaranna við Landsdóm. Þá hafi ekki komið fram vísbendingar um að dómarar við Landsdóm hafi sýnt hlutdrægni í störfum sínum.

Að þessu leyti styður niðurstaða Mannréttindadómstólsins ekki með nokkrum hætti þær alvarlegu ásakanir sem Geir Haarde setti fram á hendur níu dómurum í kjölfar dómsuppkvaðningar í Landsdómsmálinu árið 2012. 

Rangt að aðeins hafi verið brotið gegn formreglu

Á fréttamannafundinum í kjölfar dómsins fullyrti Geir að það hefði verið „sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu“. Þá sagði hann: „Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu og það meira að segja svo vægilega að það er ekki refsað fyrir það. Og þetta smáatriði er formsatriði. Það er svokallað formbrot.“ 

Hið rétta er að í dómi Landsdóms var skýrt tekið fram að með hátterni sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur beinlínis vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008.

„Ef slík stefna hefði verið mörkuð og henni síðan fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á meðal af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því rök að draga hefði mátt úr því tjóni, sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008,“ sagði í dómi Landsdóms á sínum tíma.

Taldi dómurinn þannig að stjórnarskrárbrot Geirs hefði haft beinar afleiðingar og stuðlað að því að ekki var mörkuð skýr pólitísk stefna til að takast á við þær hættur sem steðjuðu að íslensku efnahagslífi árið 2008.

Mannréttindadómstóllinn telur brot
Geirs ekki hafa snúist um smáatriði 

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekkert út á þessa túlkun Landsdóms á stjórnarskrárákvæðinu og ráðherraábyrgðarlögum að setja. Þá virðist dómstóllinn ósammála sjónarmiði Geirs að brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar, þess efnis að forsætisráðherra beri að halda ráðherrafundi um „mikilvæg stjórnarmálefni“, sé aðeins „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“.

Telur Mannréttindadómstóllinn þvert á móti að 17. gr. stjórnarskrárinnar sé ákvæði sem skipi „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. 

Tekið er undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hafi verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. Þá er Mannréttindadómstóll Evrópu sammála Landsdómi um að ákvæðið teljist nægilega skýrt, jafnvel þótt orðin „mikilvæg stjórnarmálefni“ kunni að vera háð túlkun.

Telur dómstóllinn að Landsdómi hafi verið fullkomlega heimilt að túlka landslög með þeim hætti sem gert var í dóminum yfir Geir Haarde. Brotið sem Geir var dæmdur fyrir hafi verið nægilega skilgreint í lögum og túlkun Landsdóms í samræmi við eðli brotsins. Þannig hafi Geir mátt sjá fyrir að hátterni hans gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt stjórnarskrá og lögum um ráðherraábyrgð. Fyrir vikið hafi ekki verið brotið gegn 7.  gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um enga refsingu án laga. 

„Ég vann lands­dóms­málið efn­is­lega“

Geir hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann heldur því til streitu að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega.

„Sú niðurstaða Lands­dóms að sýkna mig af al­var­leg­ustu sök­un­um sem á mig voru born­ar skipt­ir mestu máli fyr­ir mig. Ég vann lands­dóms­málið efn­is­lega. En í ljósi þess að ég var sak­felld­ur án refs­ing­ar fyr­ir eitt minni hátt­ar atriði í mál­inu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og máls­höfðun brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um,“ skrifar Geir.

„Einkum taldi ég mik­il­vægt að láta reyna á hvort það stæðist nú­tíma­kröf­ur um réttar­far að þing­menn færu með ákæru­vald og að meiri­hluti dóm­ara væri kos­inn póli­tískri kosn­ingu. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið hafi ekki gerst brot­legt við ákvæði í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ég virði þá niður­stöðu.“

–––
Fyrirvari ritstjórnar: Einn þeirra dómara sem er nafngreindur í þessari frétt, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, er faðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu