Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landsþekktir menn dragast inn í Metoo-herferðina í Svíþjóð

Met­oo-her­ferð­in gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og kyn­ferð­isof­beldi hef­ur haft mik­il áhrif í Sví­þjóð á liðn­um vik­um. Að minnsta kosti tvær nauðg­un­ar­kær­ur hafa ver­ið lagð­ar fram gegn lands­þekkt­um mönn­um í kjöl­far henn­ar og þekkt­ir blaða­menn og leik­ar­ar hafa dreg­ist inn í um­ræð­una vegna fram­komu sinn­ar gagn­vart kon­um.

Landsþekktir menn dragast inn í Metoo-herferðina í Svíþjóð
Leiddi af sér Metoo-herferðina Umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum um mál kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein – fjöldi kvenna hefur stigið fram og ásakað hann um nauðganir og kynferðislega áreitni – hefur leitt af sér Metoo-herferðina um allan heim. Áhrif herferðarinnar eru sérstaklega mikil í Svíþjóð þar sem nýjar fréttir, sem eru afleiðingar hennar, hafa komið upp nánast á hverjum degi síðustu vikurnar.

Metoo-herferðin hefur haft miklar afleiðingar í Svíþjóð síðustu vikurnar. Landsþekktir fjölmiðlamenn, leikarar, uppistandarar og stjórnmálamenn hafa dregist inn í umræðuna í landinu um kynferðislega áreitni gagnvart konum og í nokkrum tilfellum er um að ræða nauðgunartilraunir sem hafa komið upp á yfirborðið. Á þessari stundu er ómögulegt að segja hvert umræðan um metoo-herferðina mun fara í Svíþjóð og hverjar afleiðingar hennar verða; á hverjum degi nánast koma fram nýjar og nýjar sögur um kynferðislega áreitni í hinum ýmsu geirum samfélagsins. Nú þegar hafa leikkonur, söngkonur, lögfræðingar, flugfreyjur og fleiri hópar stigið fram sameiginlega og sagt sögur sínar opinberlega, meðal annars í sænskum dagblöðum og á sérstökum samkomum sem haldnar hafa verið. 

Alyssa MilanoLeikkonan fékk þá hugmynd að beina þeim tilmælum til kvenna sem hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni að segja sögu sína undir undir Twitter-hashtagginu #metoo.

Hugmynd Milanos

Metoo-herferðin hófst í Bandaríkjunum um miðjan október þegar leikkonan Alyssa Milano …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár