Metoo-herferðin hefur haft miklar afleiðingar í Svíþjóð síðustu vikurnar. Landsþekktir fjölmiðlamenn, leikarar, uppistandarar og stjórnmálamenn hafa dregist inn í umræðuna í landinu um kynferðislega áreitni gagnvart konum og í nokkrum tilfellum er um að ræða nauðgunartilraunir sem hafa komið upp á yfirborðið. Á þessari stundu er ómögulegt að segja hvert umræðan um metoo-herferðina mun fara í Svíþjóð og hverjar afleiðingar hennar verða; á hverjum degi nánast koma fram nýjar og nýjar sögur um kynferðislega áreitni í hinum ýmsu geirum samfélagsins. Nú þegar hafa leikkonur, söngkonur, lögfræðingar, flugfreyjur og fleiri hópar stigið fram sameiginlega og sagt sögur sínar opinberlega, meðal annars í sænskum dagblöðum og á sérstökum samkomum sem haldnar hafa verið.
Hugmynd Milanos
Metoo-herferðin hófst í Bandaríkjunum um miðjan október þegar leikkonan Alyssa Milano …
Athugasemdir