Sonja Egilsdóttir og nokkrar vinkonur hennar gengu í Kvenfélagið Hringinn eftir að barnabarn einnar úr hópnum lést úr krabbameini á Barnaspítala Hringsins. „Það kviknaði í okkur sú ósk að hjálpa og láta gott af okkur leiða,“ segir hún.
Hringurinn er vinnufélag og félagskonur vinna allt árið að verkefnum af ýmsu tagi, meðal annars handavinnu. Sonja var fyrstu árin í handavinnu fyrir jólabasarinn en var síðan beðin um að vera formaður jólakortanefndar. „Ég sá um þá nefnd í þrjú ár. Margar konur eru í því að pakka jólakortum og koma þeim í sölu í verslanir og auðvitað selja kortin.”
Hringskonur leita yfirleitt til listamanns sem gefur vinnu sína en félagskonur hafa líka hannað jólakortin. Í ár skartar jólakort Hringsins fallegri mynd af grænum jólakransi á rauðum grunni eftir listamanninn Sigga Eggertsson. Jólakortin eru seld átta í pakka á 1.500 krónur auk þess sem hægt er að kaupa jólamerkispjöld. Jólakortin eru meðal …
Athugasemdir