Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 24. nóvember–7. desember

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin 24. nóvember–7. desember

Gróa, Fever Dream, Hórmónar

Hvar? Kex hostel
Hvenær? 25. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis.

Strax eftir Ljósagöngu UN Women blása þrjár hljómsveitir til heljarinnar tónleika þar sem konur taka pláss og hafa hátt. Ungu rokkararnir í Gróu hefja tónleikana, en hljómsveitin komst á úrslitakvöld Músíktilrauna í ár. Fyrrum Reykjavíkurdóttirin og skáldið Vigdís Howser flytur drungarega rapp sitt sem Fever Dream, og pönkararnir í Hórmónum trylla síðan lýðinn.

Drag-Súgur

Hvar: Gaukurinn
Hvenær? 24. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Dragdrottningarnar (og konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur halda upp á tveggja ára afmæli sitt með þessari stórstjörnusýningu. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RPDR mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum.

Cell7, Hildur, Two Toucans

Hvar? Húrra
Hvenær? 24. nóvember kl. 21.00

Kyngimagnaði rapparinn Cell7 hefur snúið aftur í sviðsljósið eftir nokkurra ára fjarveru og það með fullt af nýju efni. Hún gaf nýlega út haustsmellinn „City Lights“ sem einkennist af dúndrandi flæði og góðum töktum, og búast má við meira slíku efni á þessum tónleikum. Draumkenndu rappararnir Two Toucans og popparinn Hildur hita upp.

 

Í hlutarins eðli – skissa að íslenskri samtímalistasögu [1.0]

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 25. nóvember–1. maí
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Á þessari sýningu er að finna verk 14 listamanna og -kvenna sem eru í eigu safnsins, en þau eiga það öll sameiginlegt að fjalla um efnisheiminn með einum eða öðrum hætti. Sýningunni er stillt upp á þann hátt að hún varpar ljósi á stefnur og strauma í íslenskri samtímalistasögu á 21. öld; til að kanna viðfangsefni, aðferðir, efni og áskoranir sem eru ríkjandi.

Berlín - Reykjavík - Damaskus

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 25. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

The Syria Connect Project tengir saman mismunandi listir og menningarheima í þeim tilgangi að skapa samkennd milli fólks óháð staðsetningu. Á þessu kvöldi munu grínistar eins og Darren Foreman og tónlistarfólk eins og Blaz Roca koma fram á Íslandi á sama tíma og hliðstæðum viðburðum í Berlín og Damaskus verður streymt í beinni. Allur ágóði fer í hjálparstarf á Sýrlandi.

Kathy Griffin

Hvar? Harpa
Hvenær? 29. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Grínistinn Kathy Griffin er á heimstúr sem byrjaði í Nýja-Sjálandi, en hún staldrar við á Íslandi og kemur fram á Hörpu. Griffin hefur verið virkur uppistandari frá 1980 og meðal annars unnið Grammy-verðlaun og tvö Emmy-verðlaun. Túrinn kallast „Laugh Your Head Off“, en miðað við fyrri frammistöður Griffins má áætla að áhorfendur muni einmitt gera slíkt hið sama.

SOL

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1. desember kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Leikritið SOL byggir á raunverulegri ástarsögu úr samtímanum, en hún fjallar um Davíð sem býr í tveimur aðskildum heimum. Í raunheiminum er hann algjör einfari, á meðan í hinum stafræna heimi er hann félagsvera án vandamála, en þar getur hann líka verið í kringum sýndarveruna SOL. En eru tilfinningar hans í hinum stafræna heimi raunverulegar?

Jólatónleikar KK og Ellen

Hvar? Fríkirkjan
Hvenær? 3. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.990 kr.

Þjóðargersemarnar KK og Ellen gáfu út jólaplötuna „Jólin eru að koma“ fyrir 12 árum og hafa spilað efni af henni víðs vegar síðan þá. Búast má við að heyra alla slagarana á þessum innilegu jólatónleikum, en þau koma fram með hljómsveit. Þetta eru fyrstu jólatónleikar þeirra þetta árið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár