Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi

Kristján Vil­helms­son hjá Sam­herja þarf að greiða endurákvarð­aða skatta með 25 pró­senta álagi vegna skatta­laga­brota sinna. 5 millj­óna króna sekt­in var ein­ung­is refs­ing vegna brota hans en svo bæt­ast skatt­ar við með álagi. Indriði Þor­láks­son seg­ir að flest­ir uni nið­ur­stöð­um skatta­yf­ir­valda um endurákvörð­un skatta til að sleppa við op­in­ber dóms­mál.

Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi
Þarf að borga hundruð milljóna Kristján Vilhelmsson þarf að greiða skatta af mörg hundruð milljóna króna eignum með 25 prósenta álagi. Sektin sem hann greiðir vegna skattsvikanna er einungis 5 milljónir króna.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður og annar stærsti eigandi Samherja, þarf að borga skatta af hundruð milljóna króna eignum sem skattayfirvöld á Íslandi vissu ekki um með 25 prósenta álagi.

Nýlegur úrskurður yfirskattanefndar um skattamál Kristjáns, þar sem greint er frá því að hann hafi ekki skilað skattframtali í áratug og að hann hafi ekki sagt frá eignum sem hann geymdi í útlöndum, snerist bara um það að ákvarða hvernig ætti að refsa Kristjáni Vilhelmssyni fyrir að telja ekki fram eignir sínar og tekjur með réttum hætti. 

Fimm milljóna króna sektin er því bara lítill hluti þess sem hann þarf að greiða til ríkisins út af skattskilum sínum á síðustu árum. Þetta kemur fram í máli Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra og aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, þegar hann var beðinn um mat og greiningu á úrskurðinum í máli Kristjáns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár