Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður og annar stærsti eigandi Samherja, þarf að borga skatta af hundruð milljóna króna eignum sem skattayfirvöld á Íslandi vissu ekki um með 25 prósenta álagi.
Nýlegur úrskurður yfirskattanefndar um skattamál Kristjáns, þar sem greint er frá því að hann hafi ekki skilað skattframtali í áratug og að hann hafi ekki sagt frá eignum sem hann geymdi í útlöndum, snerist bara um það að ákvarða hvernig ætti að refsa Kristjáni Vilhelmssyni fyrir að telja ekki fram eignir sínar og tekjur með réttum hætti.
Fimm milljóna króna sektin er því bara lítill hluti þess sem hann þarf að greiða til ríkisins út af skattskilum sínum á síðustu árum. Þetta kemur fram í máli Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra og aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, þegar hann var beðinn um mat og greiningu á úrskurðinum í máli Kristjáns.
Athugasemdir