Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi

Kristján Vil­helms­son hjá Sam­herja þarf að greiða endurákvarð­aða skatta með 25 pró­senta álagi vegna skatta­laga­brota sinna. 5 millj­óna króna sekt­in var ein­ung­is refs­ing vegna brota hans en svo bæt­ast skatt­ar við með álagi. Indriði Þor­láks­son seg­ir að flest­ir uni nið­ur­stöð­um skatta­yf­ir­valda um endurákvörð­un skatta til að sleppa við op­in­ber dóms­mál.

Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi
Þarf að borga hundruð milljóna Kristján Vilhelmsson þarf að greiða skatta af mörg hundruð milljóna króna eignum með 25 prósenta álagi. Sektin sem hann greiðir vegna skattsvikanna er einungis 5 milljónir króna.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður og annar stærsti eigandi Samherja, þarf að borga skatta af hundruð milljóna króna eignum sem skattayfirvöld á Íslandi vissu ekki um með 25 prósenta álagi.

Nýlegur úrskurður yfirskattanefndar um skattamál Kristjáns, þar sem greint er frá því að hann hafi ekki skilað skattframtali í áratug og að hann hafi ekki sagt frá eignum sem hann geymdi í útlöndum, snerist bara um það að ákvarða hvernig ætti að refsa Kristjáni Vilhelmssyni fyrir að telja ekki fram eignir sínar og tekjur með réttum hætti. 

Fimm milljóna króna sektin er því bara lítill hluti þess sem hann þarf að greiða til ríkisins út af skattskilum sínum á síðustu árum. Þetta kemur fram í máli Indriða Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra og aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, þegar hann var beðinn um mat og greiningu á úrskurðinum í máli Kristjáns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár