Af þeim 62 meintu skattalagabrotum sem embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður vegna nýlegra dóma frá Hæstarétti Íslands og Mannréttindadómstól Evrópu snúast 34 mál sem vantaldar tekjur upp á tugi milljóna króna vegna „starfa erlendis“. Þetta kemur fram í yfirlitsskjali sem embætti skattrannsóknarstjóra hefur gert opinbert. Meirihluti þessara 34 mála eru vantaldar launagreiðslur til sjómanna sem unnu hjá Afríkuútgerð Sjólaskipa sem Samherji keypti árið 2007, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Útgerðin veiddi fisk undan ströndum Vestur-Afríku og borguðu sjómennirnir ekki skatta í neinu landi í mörgum tilfellum en einhverjir þeirra stóðu í þeirri trú að Sjólaskip og Samherji hefðu greitt skatta af laununum þeirra. Greiðendur launa mannanna voru svo aflandsfélög í eigu Sjólaskipa og Samherja, Sjólaskip notaði félög á Tortólu og Samherji á Kýpur og Belís. Starfsemi Afríkuútgerðanna fór því nær alfarið fram í gegnum aflandsfélög og án þess að greiddir væru skattar og opinber gjöld til þeirra fátæku Afríkulanda sem eiga tilkall …
Athugasemdir