Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ari Trausti segir orð sín mistúlkuð

Þing­mað­ur Vinstri grænna út­skýr­ir um­mæli sín og gagn­rýn­ir að sum­ir vilji bara að VG fari í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við flokka sem „eru á ein­hvern hátt "í lagi"“.

Ari Trausti segir orð sín mistúlkuð

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki telja hneykslismál Sjálfstæðisflokksins sambærileg við það sem gagnrýnt hefur verið hjá öðrum flokkum þótt hann hafi brugðist við athugasemd um valdníðslu Sjálfstæðisflokksins með því að telja upp mistök og galla annarra stjórnmálaflokka.

Hann sakar Stundina um útúrsnúning og tilbúning vegna fréttar sem birtist í dag, laugardag. Í Facebook-færslu sem Ari birti í kvöld segir hann að með upptalningu sinni á mistökum og göllum annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins hafi hann ekki verið að leggja mat á „innbyrðis ágæti eða ekki-ágæti flokkanna“. Hann skrifar: „Ástæða þess að ég taldi upp fyrrgreinda (sjá fréttina enn á ný) romsu um afstöðu manna til allra flokka er sú að í umræðum á netinu hafa sumir þá afstöðu að ekki megi ræða hvað sameinar og sundrar flokkum þegar kemur að stjórnarsamvinnu - nema við suma flokka af því að þeir eru á einhvern hátt "í lagi”.“

Í frétt Stundarinnar var bæði vitnað í orð Ara Trausta og ummæli Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, sem hún lét falla í Harmageddon eftir að hún var spurð hvort hvort hún óttaðist ekki að tilhneiging Sjálfstæðisflokksins til frændhygli kynni að flækjast fyrir í hugsanlegu stjórnarsamstarfi við flokkinn. „Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum,“ svaraði Katrín. 

Hér má lesa frétt Stundarinnar í heild.

Hér að neðan má svo sjá lesa athugasemd Ara Trausta sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni:

Í tilefni af dapurlegum útúrsnúningi Stundarinnar - sjá vefsíðu þeirra. Það er alrangt að ég telji það sem Sjálfstæðisflokkur hefur verið gagnrýndur fyrir sé sambærilegt við það sem hefur verið gagnrýnt hjá öðrum flokkum. Ef lesendur lesa færsluna mína úr frétt Stundarinnar er augljóst að þarna er um upptalningu að ræða á því sem tína má saman úr máli manna allt aftur að hruninu. Ekkert mat er lagt á innbyrðis ágæti eða ekki-ágæti flokkanna. Um Sjálfstæðisflokkinn skrifa ég aðeins - endurtek aðeins: "Og D-ið, um hann má skrifa margt og ófagurt". Og orðið daðra nota ég í lok færslunar vegna þess að hún er m.a. svar við þeim orðrum að VG daðri við íhaldið. Við "döðrum" sem sagt við alla og erum nýbúin að "daðra" við þrjá flokka. Það er hreinn tilbúningur Stundarinnar að ég telji að "hneykslismál Sjálfstæðisflokksins séu ekki til fyrirstöðu". Það hef ég hvergi sagt né skrifað. Af hverju er því þá haldið fram? Ástæða þess að ég taldi upp fyrrgreinda (sjá fréttina enn á ný) romsu um afstöðu manna til allra flokka er sú að í umræðum á netinu hafa sumir þá afstöðu að ekki megi ræða hvað sameinar og sundrar flokkum þegar kemur að stjórnarsamvinnu - nema við suma flokka af því að þeir eru á einhvern hátt "í lagi". Fyrir kosningar kom skýrt fram að VG lokaði fyrirfram ekki dyrum á aðra flokka - ekki fremur en hinir flokkarnir. Þau orð efnum við, annað væri óheiðarlegt. Óformlegar eða formlegar viðræður við flokka er aðeins viðurkenning á að þeir eru fyrir á þingi og verði að skoðast í þessu tiltekna samhengi við stjórnarmyndun. Henni er heldur ekki lokið fyrr en allir til þess bærir aðilar tilvonandi samstarfsflokka hafa samþykkt gjörningin. Viðræður VG, Framsóknar og Sjáflstæðisflokks er enn fjarri því endamarki og enginn getur sagt til um hver endirinn verður. Orð eins og sori, óheiðarleiki, seld samviska, skoðanaleysi, sjálfsmorðsleiðangur eða önnur viðlíka eiga hér ekki við.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
5
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár