Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einn auðugasti maður landsins skilaði ekki skattframtali í áratug

Kristján Vil­helms­son, einn eig­andi Sam­herja, sem á meira en sex millj­arða í eign­ir, hef­ur ekki skil­að skatt­in­um upp­lýs­ing­um frá ár­inu 2005.

Einn auðugasti maður landsins skilaði ekki skattframtali í áratug
Kristján Vilhelmsson Hefur auðgast verulega á sjávarútvegi.

Einn auðugasti maður landsins, Kristján Vilhelmsson, ákvað „af ásetningi“ eða „í það minnsta af stórkostlegu hirðuleysi“ að sleppa því að skila skattframtali í meira en áratug, eða frá árinu 2005.

Yfirskattsnefnd úrskurðaði nýlega í máli Kristjáns Vilhelmssonar, eins helsta eiganda Samherja, sem skilaði ekki skattayfirvöldum neinum skýrslum. Meðal annars hlaut hann meira en 1,2 milljarða króna í arð vegna hlutabréfaeignar sinnar árin 2012 og 2013, án þess að senda skattaskýrslur. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag.

Einn helsti kvótaeigandi landsins

Kristján er handhafi 2,17 prósent allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur í gegnum 33,4 prósent hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja, sem fer með 6,52 prósent alls fiskveiðikvóta. Talið er að Kristján eigi eignir upp á meira en 6 milljarða króna. 

Þá hefur Stundin greint frá því að Kristján átti aflandsfélag á Tortola. Ekki er ljóst hvernig félagið var notað, en skattrannsóknarstjóri ákvað að hefja rannsókn á skattskilum Kristjáns „á grundvelli upplýsinga sem skattrannsóknarstjóra bárust um félag í hans eigu á lágskattasvæði“.

Frá árinu 2005 hafa tekjur því verið verið áætlaðar á Kristján, þar sem hann skilar ekki skattayfirvöldum upplýsingum. Sama gildir um eiginkonu hans. Kristján lét þannig hjá líða að „gera grein fyrir tekjum og eignum svo verulegum fjárhæðum nam,“ eins og segir í úrskurði yfirskattanefndar.

Skiluðu ekki upplýsingum þrátt fyrir skattrannsókn

Yfirskattanefnd lítur vanrækslu Kristjáns og eiginkonu hans, Kolbrúnar Ingólfsdóttur, alvarlegum augum.

„Með rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins var leitt í ljós að gjaldendur hafa með vanrækslu sinni á skilum skattframtala ítrekað látið hjá líða að gera grein fyrir tekjum og eignum svo verulegum fjárhæðum nemur. Þá liggur fyrir að gjaldendur hafa ekki, þrátt fyrir rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum þeirra, staðið ríkisskattstjóra skil á skattframtölum vegna umræddra gjaldára,“ segir í úrskurði yfirskattanefndar.

„Ríkisskattstjóri sá ekki ástæðu til að endurákvarða skatta gjaldenda“

Þeir sem vanrækja að skila skattframtali af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi geta átt von á sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, samkvæmt laganna hljóðan. Rannsókn skattayfirvalda leiddi hins vegar ekki í ljós undanskot í tilfelli Kristjáns og eiginkonu hans. „Við ákvörðun sektarfjárhæðar þykir hafa þýðingu að ríkisskattstjóri sá ekki ástæðu til að endurákvarða skatta gjaldenda í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins, samanborið bréf ríkisskattstjóra þess efnis, dagsett 29. mars 2017, og voru áætlanir ríkisskattstjóra á skattstofnum gjaldenda vegna viðkomandi gjaldára látnar standa óhaggaðar,“ segir í úrskurðinum.

Ákveðið var að Kristján skyldi greina 5 milljónir króna í sektir, en eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, eina milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár