Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einn auðugasti maður landsins skilaði ekki skattframtali í áratug

Kristján Vil­helms­son, einn eig­andi Sam­herja, sem á meira en sex millj­arða í eign­ir, hef­ur ekki skil­að skatt­in­um upp­lýs­ing­um frá ár­inu 2005.

Einn auðugasti maður landsins skilaði ekki skattframtali í áratug
Kristján Vilhelmsson Hefur auðgast verulega á sjávarútvegi.

Einn auðugasti maður landsins, Kristján Vilhelmsson, ákvað „af ásetningi“ eða „í það minnsta af stórkostlegu hirðuleysi“ að sleppa því að skila skattframtali í meira en áratug, eða frá árinu 2005.

Yfirskattsnefnd úrskurðaði nýlega í máli Kristjáns Vilhelmssonar, eins helsta eiganda Samherja, sem skilaði ekki skattayfirvöldum neinum skýrslum. Meðal annars hlaut hann meira en 1,2 milljarða króna í arð vegna hlutabréfaeignar sinnar árin 2012 og 2013, án þess að senda skattaskýrslur. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag.

Einn helsti kvótaeigandi landsins

Kristján er handhafi 2,17 prósent allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur í gegnum 33,4 prósent hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja, sem fer með 6,52 prósent alls fiskveiðikvóta. Talið er að Kristján eigi eignir upp á meira en 6 milljarða króna. 

Þá hefur Stundin greint frá því að Kristján átti aflandsfélag á Tortola. Ekki er ljóst hvernig félagið var notað, en skattrannsóknarstjóri ákvað að hefja rannsókn á skattskilum Kristjáns „á grundvelli upplýsinga sem skattrannsóknarstjóra bárust um félag í hans eigu á lágskattasvæði“.

Frá árinu 2005 hafa tekjur því verið verið áætlaðar á Kristján, þar sem hann skilar ekki skattayfirvöldum upplýsingum. Sama gildir um eiginkonu hans. Kristján lét þannig hjá líða að „gera grein fyrir tekjum og eignum svo verulegum fjárhæðum nam,“ eins og segir í úrskurði yfirskattanefndar.

Skiluðu ekki upplýsingum þrátt fyrir skattrannsókn

Yfirskattanefnd lítur vanrækslu Kristjáns og eiginkonu hans, Kolbrúnar Ingólfsdóttur, alvarlegum augum.

„Með rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins var leitt í ljós að gjaldendur hafa með vanrækslu sinni á skilum skattframtala ítrekað látið hjá líða að gera grein fyrir tekjum og eignum svo verulegum fjárhæðum nemur. Þá liggur fyrir að gjaldendur hafa ekki, þrátt fyrir rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum þeirra, staðið ríkisskattstjóra skil á skattframtölum vegna umræddra gjaldára,“ segir í úrskurði yfirskattanefndar.

„Ríkisskattstjóri sá ekki ástæðu til að endurákvarða skatta gjaldenda“

Þeir sem vanrækja að skila skattframtali af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi geta átt von á sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, samkvæmt laganna hljóðan. Rannsókn skattayfirvalda leiddi hins vegar ekki í ljós undanskot í tilfelli Kristjáns og eiginkonu hans. „Við ákvörðun sektarfjárhæðar þykir hafa þýðingu að ríkisskattstjóri sá ekki ástæðu til að endurákvarða skatta gjaldenda í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins, samanborið bréf ríkisskattstjóra þess efnis, dagsett 29. mars 2017, og voru áætlanir ríkisskattstjóra á skattstofnum gjaldenda vegna viðkomandi gjaldára látnar standa óhaggaðar,“ segir í úrskurðinum.

Ákveðið var að Kristján skyldi greina 5 milljónir króna í sektir, en eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, eina milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
6
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár