Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bono var ekki á Íslandi

Fjöl­miðl­ar hafa í dag bor­ið til baka frétt­ir þess efn­is að írski söngv­ar­inn Bono hafi ver­ið í gælu­dýra­búð, í Frú Laugu, á Prik­inu og víð­ar.

Bono var ekki á Íslandi
Ekki Bono Meðfylgjandi mynd er af Pavel Sfera Mynd: Bonodouble.com

Írski söngvarinn Bono var ekki á Íslandi síðustu daga, þótt margar fréttir hefðu birst í ýmsum fjölmiðlum um veru hans hér. Íslenskir fjölmiðlar hafa í dag verið að leiðrétta fréttir þessa efnis.

„Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði viðmælandi Vísis í fyrstu frétt af mörgum um komu Bonos til Íslands á föstudaginn í síðustu viku.

„Bono verslaði í Frú Laugu“ var frétt á mbl.is 3. nóvember. „Afgreiðslukonan var alveg grunlaus en henni þótti gleraugun kunnugleg,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Bono fór í gæludýrabúð, var önnur frétt á mbl.is. „Hann kom hérna í dag. En hann keypti ekki neitt,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Raunverulegur BonoTónlistarmaðurinn Kygo birti mynd af sér með upprunalegum Bono í Cannes 5. nóvember, á svipuðum tíma og Bono var sagður vera í gæludýrabúð í Reykjavík.

Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu, var endursögn Nútímans.is af ferðum hans hérlendis.

Bono fór á Prikið, sagði í frétt Vísis.is. Birt var paparazzi mynd af honum því til sönnunar, þar sem hann sást sitja eins og hver annar óáreittur með bjór. 

Nú er komið á daginn að Bono var ekki á Íslandi. Allar fréttirnar áttu við um tvífara hans, Serbinn Pavel Sfera. Hann spilaði meðal annars á gítar í Bankastræti fyrir hóp fólks. Vísir.is, sem sagði fyrstu frétt af málinu, hefur nú greint frá misskilningnum í fréttinni „Tvífari Bono dregur Íslendinga á asnaeyrunum“.

Bono varði hins vegar áramótunum á Íslandi 2013. Eða svo var sagt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu