Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bono var ekki á Íslandi

Fjöl­miðl­ar hafa í dag bor­ið til baka frétt­ir þess efn­is að írski söngv­ar­inn Bono hafi ver­ið í gælu­dýra­búð, í Frú Laugu, á Prik­inu og víð­ar.

Bono var ekki á Íslandi
Ekki Bono Meðfylgjandi mynd er af Pavel Sfera Mynd: Bonodouble.com

Írski söngvarinn Bono var ekki á Íslandi síðustu daga, þótt margar fréttir hefðu birst í ýmsum fjölmiðlum um veru hans hér. Íslenskir fjölmiðlar hafa í dag verið að leiðrétta fréttir þessa efnis.

„Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ sagði viðmælandi Vísis í fyrstu frétt af mörgum um komu Bonos til Íslands á föstudaginn í síðustu viku.

„Bono verslaði í Frú Laugu“ var frétt á mbl.is 3. nóvember. „Afgreiðslukonan var alveg grunlaus en henni þótti gleraugun kunnugleg,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Bono fór í gæludýrabúð, var önnur frétt á mbl.is. „Hann kom hérna í dag. En hann keypti ekki neitt,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins.

Raunverulegur BonoTónlistarmaðurinn Kygo birti mynd af sér með upprunalegum Bono í Cannes 5. nóvember, á svipuðum tíma og Bono var sagður vera í gæludýrabúð í Reykjavík.

Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu, var endursögn Nútímans.is af ferðum hans hérlendis.

Bono fór á Prikið, sagði í frétt Vísis.is. Birt var paparazzi mynd af honum því til sönnunar, þar sem hann sást sitja eins og hver annar óáreittur með bjór. 

Nú er komið á daginn að Bono var ekki á Íslandi. Allar fréttirnar áttu við um tvífara hans, Serbinn Pavel Sfera. Hann spilaði meðal annars á gítar í Bankastræti fyrir hóp fólks. Vísir.is, sem sagði fyrstu frétt af málinu, hefur nú greint frá misskilningnum í fréttinni „Tvífari Bono dregur Íslendinga á asnaeyrunum“.

Bono varði hins vegar áramótunum á Íslandi 2013. Eða svo var sagt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár