Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenska ríkið braut gegn Agli – tvö sératkvæði og engar miskabætur

Dóm­stól­um láð­ist að vernda rétt Eg­ils Ein­ars­son­ar til frið­helgi einka­lífs.

Íslenska ríkið braut gegn Agli – tvö sératkvæði og engar miskabætur
Egill Einarsson Átján ára stúlka kærði hann fyrir nauðgun árið 2011. Síðar kærði önnur stúlka hann fyrir nauðgun. Hann kærði fyrri stúlkuna á móti fyrir rangar sakargiftir.

Íslenska ríkið braut gegn 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til friðhelgi einkalífs þegar Hæstiréttur sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson í meiðyrðamáli eftir að hann hafði birt mynd af Agli Einarssyni á Instagram ásamt ummælunum Fuck You Rapist Bastard

Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem kveðinn var upp í morgun. Ekki var fallist á kröfu Egils um miskabætur, enda telur dómstóllinn að  dómsniðurstaðan sjálf nægi til að rétta hlut hans. Hins vegar þarf ríkið að greiða Agli 17,5 þúsund evrur í málskostnað eða rúmar 2 milljónir íslenskra króna.

Ekki gildisdómur heldur ásökun um glæp

Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján af kröfum Egils Einarssonar þann 20. nóvember 2014, einkum á þeim grundvelli að ummælin „Fuck You Rapist Bastard“ hefðu verið gildisdómur frekar en staðhæfing um að Egill hefði gerst sekur um nauðgun. Egill vildi fá greidda eina milljón krónur frá Inga Kristjáni vegna orðanna.

Litið var til þess fyrir Hæstarétti að ummælin væru viðbragð við framgöngu Egils í viðtali við blaðið Monitor og ummælin jafnframt sett í samhengi við orðræðu Egils á opinberum vettvangi þar sem hann hafði dregið upp niðurlægjandi mynd af konum. 

Forsíðuviðtal viið MonitorUngur maður lét ummæli falla um Egil Einarsson eftir að hann steig fram í viðtali við Monitor í kjölfar tveggja nauðgunarkæra.

Í forsíðuviðtalinu við unglingablaðið Monitor sagðist Egill vera „fín fyrirmynd“ og gagnrýndi meðal annars „vinstrisinnaða femínista“ og „lopahúfur“. „Ég var búinn að storka femínistum mér til gamans og það var eog er eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar.“ Þá sagði hann það hafa verið áfall að komast að því að stúlkan hafi verið átján ára, en Egill var fjareinkaþjálfari hennar.

Stúlkan sem kærði Egil steig sjálf fram og greindi frá áhrifum sem hún varð fyrir af umræðu tengdri málsvörn Egils og þeirra sem studdu hann. „Mér líður eins og þetta geti hvort eð er ekki orðið verra. Fólk hef­ur allstaðar tekið und­ir með hon­um. Ég hef setið und­ir lyg­um og tali um mína per­sónu í fjöl­miðlum, án þess að hafa viljað vera þar sjálf.“

Nauðgunarmálin felld niður

Mannréttindadómstóll Evrópu telur að Hæstiréttur hafi ekki tekið fullnægjandi tillit til þess að Ingi Kristján lét ummæli sín falla nokkrum dögum eftir að rannsókn lögreglu á meintum kynferðisbrotum Egils var hætt og málin felld niður af hálfu ákæruvaldsins. Í ljósi þessa samhengis fellst Mannréttindadómstóllinn ekki á þá túlkun Hæstaréttar að orðin fuck you rapist bastard hafi verið gildisdómur. 

„8. gr. mannréttindasáttmálans ber að túlka þannig að einstaklingar, jafnvel umdeildir opinberir aðilar sem hafa komið af stað harðvítugum deilum vegna hegðunar sinnar og ummæla á opinberum vettvangi, eigi ekki að þurfa að sitja undir því að vera opinberlega sakaðir um ofbeldisfulla og glæpsamlega háttsemi nema slíkar staðhæfingar séu studdar rökum. Í ljósi þess telur dómurinn að fullyrðingin hafi verið alvarleg og til þess fallin að skaða orðspor kæranda,“ segir í dóminum (í þýðingu blaðamanns). Telur Mannréttindadómstóllinn að Hæstiréttur hafi ekki komist að sanngjarnri niðurstöðu þegar gagnstæðir hagsmunir voru metnir, þ.e. tjáningarfrelsi Inga Kristjáns og réttur Egils til friðhelgi einkalífs. Þannig hafi verið brotið gegn mannréttindum Egils.

Tvö sératkvæði

Tveir dómarar, þau Paul Lemmens og Stéphanie Mourou-Vikström, skiluðu sératkvæðum og eru ósammála því að brotið hafi verið á réttindum Egils. 

Lemmens telur að Mannréttindadómstóllinn mistúlki vísun Hæstaréttar til þess að að ummælin hafi verið látin falla í tengslum við harðvítugar deilur í íslensku samfélagi. Af samhenginu megi ráða að orðin „fuck you rapist bastard“ hafi verið viðbragð við viðtali Monitors við Egil og þjónað þeim tilgangi að sýna vanþóknun á Agli með blótsyrði fremur en að um hafi verið að ræða hlutlæga lýsingu á gjörðum hans.

Telur Lemmens að almennt séu dómstólar heimaríkis betur til þess fallnir en Mannréttindadómstóllinn að meta merkingu tiltekins orðs í því samhengi sem það birtist. 

Segir Egil hafa komið sjálfum sér í stöðu þar
sem orðið „rapist” mátti skilja sem gildisdóm

Í séráliti sínu segir Mourou-Vikström að taka þurfi tillit til fyrri ummæla Egils og manngerðar hans (e. the applicant’s personality) við mat á ummælunum „Fuck You Rapist Bastard“.

Vísar hún sérstaklega til þess að þegar málið var tekið fyrir í Hæstarétti voru lögð fram skjöl með ummælum Egils sem mátti túlka með þeim hætti að hann væri að hvetja til þess að konur yrðu beittar kynferðisofbeldi. Telur dómarinn að vegna þessara ummæla hafi Egill komið sjálfum sér í stöðu þar sem hægt var að nota orðið „rapist“ til að lýsa honum, ekki sem ásökun um tiltekna háttsemi heldur sem gildisdóm. 

„Samkvæmt þessu gat hann ekki farið fram á vernd samkvæmt 8. gr. með sama hætti og manneskja sem hefur verið hreinsuð af ásökunum um nauðgun en ekki sett fram umdeild ummæli og konur og kynferðisofbeldi. Umdeild og stuðandi ummæli kæranda á opinberum vettvangi breyttu mörkunum milli staðhæfingar um staðreyndir og gildisdóms,“ skrifar hún (þýðing blaðamanns) og kemst að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi í ljósi þessa mátt túlka ummælin með þeim hætti sem gert var, sem viðbragð Inga Kristjáns við sjónarmiðum sem Egill hafði haldið á lofti um árabil.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár