Earthwaves
Hvar: Jarðböðin Mývatni
Hvenær: 3. nóvember kl. 13
Aðgangseyrir: Frá 3.800–5.900 kr.
Einstakt tækifæri til að njóta tónlistar, náttúru og baða. Fram koma Emmsjé Gauti og Young Nazareth. Boðið er upp á rútuferðir frá Akureyri. Armbandshafar á Iceland Airwaves fá frítt inn.
Íó

Hvar: Tjarnarbíó
Hvenær: 5. nóvember
Aðgangseyrir: 2.900 kr.
Íó er ljóðræn sýning um sorgarferli, sem segir söguna af Hafrúnu, ákveðinni stelpu með mikið hrokkið hár sem elskar að ráða í drauma, lesa á hvolfi og fylgjast með tunglinu. En í nótt getur hún ekki sofið því hún saknar ömmu sinnar sáran. Skyndilega flýgur hvítur hrafn inn í herbergið á ógnarhraða. Hún nefnir hann Íó og saman leggja þau af stað í stórfenglegt ævintýri. Á ferðalagi takast þau á við mögnuð öfl sem búa innra með okkur og eru jafn ómissandi og tunglið sem lýsir okkur nóttina. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er höfundur og listrænn …
Athugasemdir