Leikritið Kartöfluæturnar segir frá Lísu, hjúkrunarkonu sem vann fyrir Rauða krossinn á stríðshrjáðum svæðum, en hún fór þangað í kjölfar erfiðra atburða í lífi hennar og fjölskyldu hennar. „Leikritið gerist hins vegar þegar langt er liðið frá þessum atburðum. Þá fær Lísa í heimsókn fyrrverandi stjúpson sinn, Mikael, sem er í vandræðum og ætlar hann að fá hana til að fá kærustu hans til að falla frá nauðgunarkæru á hendur honum,“ segir Atli Rafn Sigurðarson um söguna og bætir við að fram komi upplýsingar sem sprengja allt í loft upp og að áhorfendur fylgist með úrvinnslu þeirra mála í leikritinu.
„Þó að lýsingin á þessu sé frekar brútal þá er leikritið líka mjög fyndið og höfundurinn, Tyrfingur Tyrfingsson, beitir húmor óspart til þess að varpa líka enn fremur ljósi á hörmuleg samskipti þessa fólks,“ segir Atli.
Sem fyrr segir fer Atli Rafn með hlutverk Mikaels, fyrrverandi stjúpsonar Lísu. „Hann er …
Athugasemdir