Auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Andrej Babiš var ótvíræður sigurvegari tékknesku þingkosninganna þann 22. október síðastliðinn, þrátt fyrir að rannsókn á spillingarmálum honum tengdum standi enn yfir. Flokkur hans, ANO, sem þýðir „JÁ“ á tékknesku, hlaut tæp 30 prósent atkvæða og 78 þingsæti af 200 og er því langstærsti flokkur landsins. Hinir átta flokkarnir sem náðu kjöri eru með á bilinu 6–25 þingsæti.
Babiš hefur verið kallaður popúlisti og hefur í heimspressunni verið líkt við stjórnmálamenn á borð við Donald Trump og Silvio Berlusconi, hann hefur jafnvel verið uppnefndur Babišconi. Það er þó um margt erfitt að festa fingur á stefnumál hans – og áherslur hans gætu litast töluvert af því með hverjum hann myndar á endanum ríkisstjórn.
Ég hitti Jan Martinek, þingfréttaritara dagblaðsins Právo, við þinghúsið í Prag og ræddi við hann um stöðuna, stjórnarkreppuna sem virðist líkleg, innflytjendamálin, japansk-tékkneska rasistaleiðtogann og tékkneska pírata.
Stjórnarkreppa yfirvofandi?
„Ég held það sé ekkert …
Athugasemdir