Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rektor vill reka prófessor í kjölfar ásakana um skoðanakúgun

Anna Guð­rún Þór­halls­dótt­ir, pró­fess­or við Land­bún­að­ar­há­skól­ann til 25 ára, fór á svig við siða­regl­ur skól­ans að mati siðanefnd­ar þeg­ar hún gagn­rýndi sam­starfs­menn harð­lega í tölvu­pósti. Rektor, sett­ur til eins árs án þess að hafa und­ir­geng­ist form­legt hæfn­ismat, til­kynni Önnu í síð­ustu viku að hann hefði í hyggju að segja henni upp störf­um.

Rektor vill reka prófessor í kjölfar ásakana um skoðanakúgun

Sæmundur Sveinsson, settur rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, tilkynnti Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, í síðustu viku að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur gegnt prófessorsstöðu í 25 ár.

Ástæða uppsagnarinnar er tölvupóstur hennar til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Komst siðanefnd skólans að þeirri niðurstöðu að tiltekin ummæli í tölvupóstinum fælu í sér ómaklegar aðdróttanir og brot á siðareglum skólans. Sæmundur, sem nú er rektor, sat í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna sem Anna Guðrún gagnrýndi og kom að skipulagningu hennar. 

Upphaflega stóð til að ad hoc-rektor yrði falið að taka ákvarðanir um mál Önnu Guðrúnar og var mennta- og menningarmálaráðuneytið haft með í ráðum um það. Svo virðist sem horfið hafi verið frá þessu, enda tilkynnti Sæmundur Önnu í síðustu viku að til stæði að segja henni upp og að hún fengi 14 daga frest til að neyta andmælaréttar síns.

Aðspurður um málið segist Sæmundur telja rétt staðið að því þrátt fyrir að Anna hafi ekki fengið áminningu; um sé að ræða eðlileg og lögmæt viðbrögð við áliti siðanefndar en ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um uppsögn Önnu.

Kvartað til umboðsmanns vegna ráðningarferlis

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti Sæ­mund Sveins­son tímabundið í stöðu rektors þann 1. október. Áður hafði starfið verið auglýst og þrír umsækjendur verið metnir hæfir að því er DV greindi frá í byrjun mánaðar. Aðeins einn umsækjandi var talinn búa yfir nægri stjórnunarreynslu en hann reyndist ekki geta tekið við starfinu.

Sigríður Hallgrímsdóttirfulltrúi ráðherra í háskólaráði LBHÍ

Háskólaráð Landbúnaðarháskólans brást við þessu með því að útbúa lista í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið yfir hugsanleg rektorsefni. Var þá stefnt að því að fá einhvern sem væri ótengdur ýmsum ágreiningsmálum sem höfðu skekið skólann mánuðina og árin á undan. 

Þann 7. september síðastliðinn stakk fulltrúi ráðherra í háskólaráðinu, Sigríður Hallgrímsdóttir – fyrrverandi aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, betur þekkt sem pistlahöfundurinn Sirrý – upp á því að Sæmundur Sveinsson fengi stöðuna.

Háskólaráð féllst á tillöguna og var Sæmundur settur rektor þann 1. október. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur verið kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningarferlisins. 

Sakaði samstarfsmenn um skoðanakúgun

Í bréfinu sem Anna sendi samstarfsmönnum sínum þann 10. maí síðastliðinn gagnrýndi hún harðlega fyrirkomulag og efnisval á ráðstefnu Landbúnaðarháskólans í Hörpu um landnotkun og loftslagsmál. Hún sagði ráðstefnuna hafa verið undirbúna og keyrða fram af „tilteknum hópi innan háskólans“ sem hefði lítinn áhuga á gagnrýninni umræðu og vildi útiloka skoðanir og niðurstöður rannsókna sem væru á skjön við þeirra eigin. 

„Stofnun sem kallar sig háskóla ber skylda til að halda á lofti því nýjasta sem kemur fram í rannsóknum og ber að halda á lofti gagnrýnni hugsun. Síðustu ár hefur æ meira borið á því innan LbhÍ að tilteknar skoðanir skuli útiloka og þeir sem þær hafa eru sniðgengnir á þann hátt að helst má líkja við einelti. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir að æ fleiri rannsóknir sýni að hinar „réttu“ skoðanir þarfnist verulegrar endurskoðunar,“ segir meðal annars í tölvupósti Önnu til samstarfsmanna sinna „Háskóli sem er rekinn fyrir opinbert fé og hefur í frammi slíka skoðanakúgun, ritskoðun og framkomu við eigin vísindamenn þarfnast verulegrar skoðunar.“

Eftir að hún sendi bréfið var hún kærð til siðanefndar háskólans. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu þann 9. október síðastliðinn að með tölvupóstinum og tilteknum ummælum þar hefði Anna brotið gegn siðareglum. Hún hefði farið út fyrir mörk þess sem talist gæti málefnaleg gagnrýni og vegið ómaklega að heiðri starfsmanna skólans með fullyrðingum sem ekki hefði verið sýnt fram á að ættu við rök að styðjast. 

Þann 14. október sendi Anna öllum starfsmönnum skólans tölvupóst, dró fyrri ummæli sín til baka og harmaði þau, sagði þau vanhugsuð og úr lausu lofti gripin. Stundin hafði samband við Önnu sem vill ekki vilja tjá sig um málin í fjölmiðlum.

Engin endanleg ákvörðun verið tekin

Sæmundur segir í samtali við Stundina að hann vilji ekki reka mál er varða einstaka starfsmenn í fjölmiðlum. Hann staðfestir að prófessor við skólann hafi fengið bréf um fyrirhugaða uppsögn en segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna; það verði ekki gert fyrr en eftir að andmæli hafi borist. 

Rektor segir bréfið hafa verið afhent prófessornum í samráði við lögfræðing og að hann telji að staðið hafi verið rétt að málinu, jafnvel þótt viðbrögð skólans við tölvupósti Önnu og niðurstöðu siðanefndar kunni að virðast hörð. 

Hann vísar til siðareglna Landbúnaðarháskólans þar sem fram kemur að brot á siðareglum varði áminningu við fyrsta brot en geti einnig varðað brottvísun eða starfsmissi ef um ítrekað eða alvarlegt brot sé að ræða samkvæmt reglugerð. 

Sagði vinnubrögðin hafa verið óásættanleg

Sama dag og Kristján Þór Júlíusson ráðherra setti Sæmund rektor var ritgerð nemanda sem Sæmundur leiðbeindi, þar sem efni var notað í leyfisleysi og án heimildaskráningar, fjarlægð af Skemmunni. 

Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskólann, var einn af höfundum efnisins. Atburðarásin var með þeim hætti að Sæmundur, sem þá var verkefnaráðinn starfsmaður í Landbúnaðarháskólanum, sendi Jóni póst og falaðist eftir vinnuplaggi sem var hluti af rannsóknum á íslenskum byggkynbótum. Skjalið sýndi ættartré íslenskra byggyrkja.

Jón varð við beiðni Sæmundar en brá í brún þegar þegar hann varð þess áskynja, ári síðar, að ættartréð hafði verið birt án heimildar og án nokkurra tilvísana í BS-ritgerð nemanda Sæmundar á Skemmunni. „Ég sendi nemandanum póst og benti henni á að þessi vinnubrögð væru óásættanleg þar sem þetta væri birt án leyfis. Ég hafði þá rætt við tvo samstarfsmenn mína sem einnig höfðu komið að því að setja saman þetta ættartré og hefðu ef til vill getað gefið heimild fyrir notkun þess. Þeir staðfestu hins vegar að slíkt leyfi hefði ekki verið veitt,“ segir Jón í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

„Tilraun til þöggunar“

Hann segist í kjölfarið hafa haft samband við Sæmund sem hafi viðurkennt ábyrgð sína á notkun myndarinnar. Sæmundur hafi óskað þess strax að samið yrði við Skemmuna um að fá að senda inn nýtt eintak af ritgerðinni án efnisins sem hafði verið notað í leyfisleysi. Jón féllst á þetta en segir að eftir á að hyggja finnist honum viðbrögð sín ekki hafa verið heppileg. 

Jón Hallsteinn Hallssondósent við Landbúnaðarháskólann

„Ég og samstarfsfélagar mínir sem að þessu komu ákváðum að vísa málinu ekki til siðanefndar þegar upp komst um málið, þó svo að ritstuldur sé almennt litinn alvarlegum augum í háskólasamfélaginu,“ segir hann. 

„Ég taldi þetta á sínum tíma ásættanleg málalok, ekki síst í ljósi erfiðra mála sem höfðu þá verið í gangi innan skólans og taldi ég að það yrði ekki á það bætandi að halda þessu máli áfram. Þetta er þó óheppilegt, eftir á að hyggja, að því leyti að líta má á þessar málalyktir sem tilraun til þöggunar innan skólans og ekki ljóst hvort eins yrði tekið á sambærilegum málum ef þau kæmu upp gagnvart öðrum nemendum. Slíkt er auðvitað óheppilegt í akademísku starfi þar sem ritstuldur eða óvarleg meðferð heimilda er litin hornauga.“

„Líta má á þessar málalyktir sem tilraun til þöggunar innan skólans og ekki ljóst hvort eins yrði tekið á sambærilegum málum ef þau kæmu upp gagnvart öðrum nemendum“

Jón segir að í haust hafi verið haft samband við sig og sér bent á að myndin væri ennþá inni í ritgerðinni, aðeins falin með „hvítum kassa“.

„Þá var ég hvattur til að kæra málið til siðanefndar en ég taldi mig eins og áður bundinn af því loforði sem ég hafði gefið Sæmundi um að málinu væri lokið af minni hálfu ef ættartréð yrði fjarlægt úr ritgerðinni. Ritgerðin var því nú síðast tekin af internetinu sama dag og mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti um skipun Sæmundar í embætti rektors,“ segir Jón. Stundin hefur skoðað ritgerðina sem um ræðir og rætt við fólk sem staðfestir frásögn Jóns. 

Sæmundur staðfestir meginatriðin í frásögn Jóns og segir að um mistök hafi verið að ræða. Þau hafi ekki komið til tals þegar háskólaráð mælti með því að hann yrði settur rektor. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár