Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

„Vísi­tal­an yrði gagns­laus sem verð­mæl­ing­ar­tæki bæði fyr­ir lán­veit­end­ur og fyr­ir þá sem semja um kaup og kjör,“ seg­ir Þórólf­ur Matth­ías­son, hag­fræði­pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands, um hug­mynd­ir Flokks fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins um að af­tengja leigu og verð hús­næð­is frá vísi­tölu­mæl­ing­um Hag­stof­unn­ar.

Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, líst illa á hugmyndir um að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofunnar og telur að gefin yrði skökk mynd af þróun neyslukostnaðar ef húsnæðiskostnaði yrði haldið utan verðmælinga með slíkum hætti. Hagdeild ASÍ telur að áhrif slíkra aðgerða á vaxtastig séu óljós, enda myndi Seðlabanki Íslands væntanlega halda áfram að taka tillit til þróunar á fasteignamarkaði við ákvörðun stýrivaxta. 

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Stundarinnar á kosningaloforðum stjórnmálaflokka, en Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins hafa kallað eftir því að húsnæðisliðurinn verði fjarlægður úr vísitölu neysluverðs. Sömu flokkar, ásamt Miðflokknum og Dögun, vilja jafnframt að verðtrygging á nýjum neytenda- og íbúðalánum verði bönnuð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár