Segir Flokk fólksins „láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi“

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti borg­ar­stjórn­ar, spyr hvort Inga Sæ­land ætli að biðj­ast af­sök­un­ar á odd­vit­an­um í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Segir Flokk fólksins „láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi“

„Ætlar hún næst að biðjast afsökunar á að láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi?“ Þannig spyr Sóley Tómsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, í færslu á Twitter þar sem hún deilir frétt um að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi beðist afsökunar á notkun ljósmyndar af listaverkinu Sólfarinu á haustþingi flokksins í lok september. 

Sá sem leiðir listann í Norðvesturkjördæmi er Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri héraðsblaðsins Vesturlands. Nýlega steig sambýliskona Magnúsar til margra ára, Ragnheiður Runólfsdóttir, fram í viðtali við Akureyri vikublað og sagðist hafa verið í ofbeldissambandi um árabil og þurft að leita til Kvennaathvarfsins. 

Magnús Þór tjáði sig um málið í viðtali á Útvarpi Sögu á dögunum. „Ég átta mig náttúrulega strax á því að hér er verið að tala um mig eða samband okkar,“ sagði hann og þvertók fyrir að hafa beitt Ragnheiði ofbeldi. Þá kvartaði hann undan því að verið væri að hafa af sér æruna með ómaklegum hætti. Í þættinum var rætt um þann möguleika að setja á fót sérstakan dómstól til að taka á „netníði“. 

Sóley tjáði sig um mál Ragnheiðar þegar hún steig fram fyrr í mánuðinum. „Ein af fyrirmyndum minnar kynslóðar segir frá því sem á daga hennar hefur drifið. Sterk og mögnuð, þrátt fyrir ofbeldið sem hún hefur orðið fyrir,“ skrifaði Sóley á Facebook. „Fyrrverandi maðurinn hennar er aftur á móti á fullu í kosningabaráttu sem oddviti Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Sennilega fullviss um að hann muni reynast verðugur til að gæta hagsmuna almennings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár