Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Flokk fólksins „láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi“

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti borg­ar­stjórn­ar, spyr hvort Inga Sæ­land ætli að biðj­ast af­sök­un­ar á odd­vit­an­um í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Segir Flokk fólksins „láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi“

„Ætlar hún næst að biðjast afsökunar á að láta ofbeldismann leiða listann í Norðvesturkjördæmi?“ Þannig spyr Sóley Tómsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, í færslu á Twitter þar sem hún deilir frétt um að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi beðist afsökunar á notkun ljósmyndar af listaverkinu Sólfarinu á haustþingi flokksins í lok september. 

Sá sem leiðir listann í Norðvesturkjördæmi er Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri héraðsblaðsins Vesturlands. Nýlega steig sambýliskona Magnúsar til margra ára, Ragnheiður Runólfsdóttir, fram í viðtali við Akureyri vikublað og sagðist hafa verið í ofbeldissambandi um árabil og þurft að leita til Kvennaathvarfsins. 

Magnús Þór tjáði sig um málið í viðtali á Útvarpi Sögu á dögunum. „Ég átta mig náttúrulega strax á því að hér er verið að tala um mig eða samband okkar,“ sagði hann og þvertók fyrir að hafa beitt Ragnheiði ofbeldi. Þá kvartaði hann undan því að verið væri að hafa af sér æruna með ómaklegum hætti. Í þættinum var rætt um þann möguleika að setja á fót sérstakan dómstól til að taka á „netníði“. 

Sóley tjáði sig um mál Ragnheiðar þegar hún steig fram fyrr í mánuðinum. „Ein af fyrirmyndum minnar kynslóðar segir frá því sem á daga hennar hefur drifið. Sterk og mögnuð, þrátt fyrir ofbeldið sem hún hefur orðið fyrir,“ skrifaði Sóley á Facebook. „Fyrrverandi maðurinn hennar er aftur á móti á fullu í kosningabaráttu sem oddviti Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Sennilega fullviss um að hann muni reynast verðugur til að gæta hagsmuna almennings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár