Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin 20. október–9. nóvember

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu þrjár vik­urn­ar.

Stundarskráin 20. október–9. nóvember

Guð blessi Ísland

Hvar? Borgarleikhúsinu
Hvenær? 20. október–2. nóvember
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Nýja leikrit Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar snýst, eins og titillinn gefur til kynna, um efnahagshrunið og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þrátt fyrir að viðfangsefnið sé gott efni í harmleik er í þessari sýningu gerður gleðileikur úr því, og reynt að kanna brothætta sjálfsmynd Íslendinga í gegnum tónlist, dans, myndlist, leik og sprell.

Benny Crespo's Gang & Coral

Hvar? Húrra
Hvenær? 20. október kl. 21 
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Það eru tíu ár síðan að sjálftitlaða frumraun rokkaranna í Benny Crespo's Gang kom út, en eftir nokkurra ára pásu snúa þeir aftur, en sögur herma að það styttist í aðra breiðskífu þeirra. Rokksveitin Coral leggur þeim lið, en hún hefur líka verið í dvala síðustu ár en snýr aftur nostalgíunnar vegna.

Mugison á trúnó

Hvar? Hljómahöll, Reykjanesbæ
Hvenær? 21. október
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Brennisteins-predikara-söngskáldið Mugison sem er (ekki) frá Ísafirði gaf út fimmtu plötuna sína, „Enjoy!“ í fyrra. Á henni er að finna bæði ljúf lög sem og gróf, en hann flytur fagnaðarerindið enn á ný í Keflavík þennan laugardag. Búast má við góðu jafnvægi af gömlum sem og nýjum lögum.

Tveir samherjar

Hvar? Listasafni Íslands
Hvenær? 21. október–13. maí
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Verkum tveggja áhrifavalda framúrstefnulistarinnar í Danmörku á fjórða og fimmta áratugnum, Sigurjóns Ólafssonar (1908–1982) og Asger Jorn (1914–1973), er stillt upp saman í þessari sýningu til að varpa ljósi á ókönnuð tengsl milli þessara áhrifamiklu listamanna, en þeir áttu í nánum tengslum. Sýningarstjóri er Birgitta Spur.

Rise Against

Hvar? Hörpu
Hvenær? 23. október kl. 20 
Aðgangseyrir: 9.990 kr.

Goðsagnakennda bandaríska melódíska harðkjarna pönksveitin Rise Against herjar á Íslandsstrendur, en hún hefur verið starfrækt í næstum því tvo áratugi og gefið út átta breiðskífur. Þar að auki eru meðlimir hennar miklir hugsjónamenn, og lögðust meðal annars gegn endurkjöri George W. Bush árið 2004. Íslenska dúndursveitin Une Misère hitar upp.

Kosningavakan

Hvar? Valsheimilinu
Hvenær? 28. október kl. 20 
Aðgangseyrir: eitt atkvæði

Á tíma þar sem kosningaþátttaka fer snarminnkandi, sérstaklega hjá ungu fólki, er efnt til kosningavöku. Þar koma fram sautján mismunandi hljómsveitir og tónlistarmenn, meðal annars Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Cell7, Aron Can og Hildur. Ókeypis er inn, svo lengi sem gestir sýni mynd af sér á kjörstað.

Iceland Airwaves

Hvar? Reykjavík og Akureyri
Hvenær? 1.–5. nóvember
Aðgangseyrir: 21.900 kr.

Iceland Airwaves er án efa hápunktur íslensks tónlistarlífs. Þegar hátíðin stendur yfir er miðbær Reykjavíkur undirlagður af tónlist og spennandi viðburðum, en í ár er hátíðin líka haldin á Akureyri 2. og 3. nóvember. Alls koma 218 atriði fram í ár, þar með talin Billy Bragg, Mumford & Sons, Fleet Foxes, Pinegrove, og Emilíana Torrini.

Stór-Ísland

Hvar? Hafnarhúsi
Hvenær? til 2. febrúar
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Sýningin samanstendur af verkum sjö listamanna frá Norðurlöndunum, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Bandaríkjunum sem hafa allir búið og starfað á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Sýningin sýnir fjölbreytileikann sem hefur náð kjölfestu á listasviði Íslands. Sýningarstjórinn, Yean Fee Quay, verður með leiðsögn 2. nóvember klukkan 20. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu