Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jón Gnarr um Bjarta framtíð: „Þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir“

Jón Gn­arr, stofn­andi Besta flokks­ins og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, er harð­orð­ur í garð Bjartr­ar fram­tíð­ar. Hann seg­ir flokk­inn hafa siglt á sinni arf­leifð og seg­ist halda á lofti inn­taki og hug­mynda­fræði Besta flokks­ins. „Ég hef gef­ið þeim mik­ið en þau hafa aldrei gef­ið mér neitt, nema þenn­an skít núna,“ seg­ir hann.

Jón Gnarr um Bjarta framtíð: „Þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir“

„Ég hef upplifað ýmislegt virðingarleysi í afskiptum mínum af stjórnmálum en þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir,“ segir Jón Gnarr, stofnandi Besta flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, í langri færslu á Facebook í dag. Jón vandar forystufólki Bjartrar framtíðar ekki kveðjurnar í færslunni, en sem kunnugt er var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð stofnaður af fólki tengdu Besta flokknum.

Jón var harðlega gagnrýndur af mörgum innan Bjartrar framtíðar þegar tilkynnt var um að hann hefði gengið til liðs við Samfylkinguna. Björt Ólafsdóttir sagði í viðtali við Vísi að Jón hefði sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ sagði Björt.

„Mér fannst þetta ekki skemmtileg kveðja frá manneskju sem ég hef virt mikils og hef stutt á margan hátt í sinni pólitísku göngu og er sjálf í nokkuð vel launuðu starfi sem hún væri örugglega ekki í ef ég hefði aldrei verið til,“ skrifar Jón Gnarr um Björtu.

Í framhaldinu birti Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, mynd af undirskift Jóns við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. „Þetta er ekki bara heimskulegt, dónalegt og ómaklegt heldur líklega ólöglegt líka,“ skrifar Jón. „Stjórnarformaðurinn fjarlægði enda færsluna. Enginn hefur beðið mig afsökunar á þessu þannig að það sé sagt.“

Hann segir að það rétta sé að hann hafi hætt við að starfa hjá flokknum því innan hópsins hafi einhver „slæmska“ fengið að grassera sem ekki væri verið að horfast í augu við. 

„Ég hef ekki gert þessu fólki neitt. Ég skulda þeim ekkert og hef ekki beðið þau um neitt. Þessi flokkur er afsprengi Besta flokksins og hefur fengið mikinn meðbyr fyrir tengsl sín við Besta flokkinn og hefur gefið sig út fyrir að hafa þá helstu sérstöðu í íslenskum stjórnmálum að halda á lofti inntaki eða hugmyndafræði Besta flokksins um heilbrigð samskipti. Ég studdi flokkinn í upphafi og gaf honum gott veganesti. Þessi flokkur hefur á margan hátt siglt á mér og minni arfleifð þótt ég hafi ekki verið hluti af honum. Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna,“ skrifar Jón meðal annars. 

Hér er færsla Jóns Gnarrs í heild:

Ég ætla að segja hérna nokkur orð um stjórnmál og leiðrétta nokkrar rangfærslur sem fram hafa komið. Ég hef ekki tekið þátt í stjórnmálum í nokkur ár eða eftir að ég hætti sem borgarstjóri og lagði niður Besta flokkinn.

Það var svo eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu og boðað var til kosninga að nýju að ég fór að skynja mikinn áhuga frá fólki að fá mig aftur inná þetta svið. Ég var á sama tíma að ljúka við bók, sem er nú farin í prentun. Það fylgir því alltaf mikill tómleiki og eyrðarleysi þegar ég klára bók og þá langar mig oft að taka til hendinni. Ég fékk fyrirspurnir frá vinum mínum og jafnvel hvatningu frá ókunnu fólki, bæði úti í búð og úti á götu. Ég fór því að hugsa að kannski væri þetta bara tilvalin tímasetning að skoða þessi mál. 

Ég hef ekki verið meðlimur í neinun stjórnmálaflokki. Ég velti því fyrir mér að stofna stjórnmálaflokk og hitti fólk út af því. En þegar ég velti fyrir mér umfanginu og vinnunni þá hraus mér hugur við því. Ég hugsaði líka að það væri komið nóg af því að brjóta upp eða búa til nýtt og frekar kominn tími til að byggju upp og efla samvinnu frekar en sundrungu. Björt framtíð var af hluta stofnuð af meðlimum Besta flokksins og hefur gefið sig út fyrir að reyna að halda anda hans á lofti. Þar starfar líka margt fólk sem ég þekki. Ég hafði því samband við Óttarr og sagði honum frá þessum pælingum mínum. Ég ítrekaði það við hann að ég gerði mér fulla grein fyrir því hver ég væri og fólk gæti haft alls konar skoðanir á mér og að ég vildi alls ekki stíga á neinar tær heldur bara vera með, ef stemning væri fyrir mér. Það varð úr að við hjónin mættum á fjölmennan fund Bjartrar framtíðar nokkrum dögum seinna í Garðabæ. Þar stóð ég upp og sagði aðeins frá þessum pælingum mínum og að ég væri að skoða þessi mál. Þarna voru líka nokkrir aðrir nýir og sumir sem höfðu ekki verið mjög virkir. Gamall félagi, sem hafði verið með okkur í Besta flokknum, tók líka til máls og sagðist vera uppfull af gremju yfir að sjá svona mikið af nýju fólki og gömul andlit. Hún var reið vegna þess að henni fannst þau öll hafa verið að erfiða svo mikið og án þess að fá neina hjálp frá okkur en nú þegar byrjað væri að ganga vel þá ætluðum við að teika velgengnina. Þetta fannst okkur hjónum ákveðið högg í magann. Og það sem verra var, enginn annar stóð upp og mótmælti þessu. Þegar fundinum lauk laumuðum við okkur út. Á leiðinni heim vorum við sammála um að það væri eitthvað mikið að hjá Bjartri framtíð og við vildum hvorugt vera í einhverri framlínu þar. Seinna um kvöldið áttum við bæði löng samtöl við Björn Blöndal og Ilmi Kristjánsdóttur um þessa upplifun okkar og ég sagði þeim að mér hefði alveg snúist hugur, ekki endilega bara út af þessu einstaka atviki heldur frekar þeirri upplifun að innan hópsins hafi einhver slæmska fengið að grassera og sem ekki væri verið að horfast í augu við. 

Eftir þetta mætti ég á einn fund með Bjartri framtíð. Ég vildi alls ekki vera leiðinlegur eða neikvæður en ítrekaði bara sem var að ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessu með þeim. Og við það sat. En það var allt í mjög góðu og ég sagðist reiðubúinn að hjálpa þeim ef ég gæti.

Á þessum tíma, í þessari sömu viku, var haft samband við mig frá öðrum stjórnmálaflokkum, bæði beint og óbeint og ég beðinn um að taka hugsanleg sæti á lista. Ég afþakkaði það allt. Og ég vil ítreka það að svona ákvarðanir tökum við hjónin í sameiningu. 

Ég hugðist bara einbeyta mér að útgáfu bókarinnar minnar og nýrri bók sem ég er að vinna að. Einnig er ég með þætti á Rás 2 og svo nokkur önnur skapandi verkefni sem ég er að skoða. Ég hef til dæmis aðeins verið að hitta Dr. Gunna og við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikum á að vinna eitthvað saman. Við höfum góða reynslu af hvor öðrum. Við höfum bara einu sinni unnið saman og það gekk prýðilega vel en þá gerðum við Prumpulagið. Gunni tilkynnti mér að hann hyggðist vera á lista Samfylkingarinnar Samfylkingin. Mér fannst það mjög gott mál og óskaði honum til hamingju með það. Hann hafði svo samband við mig og spurði mig hvort ég væri til í að vinna með sér við kosningabaráttu Samfylkingarinnar og við fengjum greitt eitthvað fyrir. Ég var alveg til í það. Ég er búinn að vera frekar blankur undanfarið. Ég er rithöfundur en fæ ekki rithöfundalaun. Ég var á launum út í Houston en það kláraðist í vor og er í rauninni bara að vinna í útvarpinu einu sinni í viku. Gunni kom á fundi með fulltrúum Samfylkingarinnar. Mér hefur litist mjög vel á það sem mér hefur fundist vera að gerast þar undanfarið og mikið af frambærilegum mönnum og konum á lista. Mér fannst frábært að heyra að Guðmundur Andri væri kominn á lista og svo líst mér gríðarlega vel á Loga Einarsson formann. Að ég tali ekki um meistara Eddu Björgvinsdóttur sem hefur nú bara hreinlega verið ein af fyrirmyndum mínum í lífinu bæði í leik og starfi. Ég hef ekki verið meðlimur í Samfylkingunni en ég starfaði með henni í borgarstjórn á sínum tíma og kynntist mörgum og við áttum ákaflega gott samstarf. Þannig að ég sló til. Allt var þetta ákveðið með frekar miklum hraði í ljósi aðstæðna. Allir hafa í nógu að snúast og sjálfur var ég að undirbúa þáttöku mína í ráðstefnunni Forum 2000 í Prag, þar sem ég er núna. Ég kláraði mitt innlegg í gær og þetta er fyrsti dagurinn þar sem ég hef næði til að skoða þessa hluti og fara yfir það sem gerst hefur frá því að þetta varð opinbert. Hluti af díl okkar Gunna var að ég mundi taka til máls á fundi hjá Samfylkingunni, sem hann var reyndar ekki á sjálfur. Þegar hér var komið sögu hringdi ég í Óttarr og sagði honum að mér hefði verið boðið að vinna við framboð Samfylkingarinnar og þá væri ekki við hæfi að ég væti neitt tengdur Bjartri framtíð. Hann skildi það fullvel. Og mér fannst ég þar með hafa gert hreint fyrir mínum dyrum. 

Ég hef aldrei áður farið á fund hjá Samfylkingunni en ég þekkti þarna marga og það var virkilega góður andi á fundinum. Ég upplifði mig velkominn, fann ekki fyrir neinni andúð eða tortryggni eða að tilvera mín ógnaði einhverjum. Fyrir fundinn byrjuðu fjölmiðlar að hafa samband við mig og vissu um þetta og að ég fengi borgað fyrir mína vinnu. Mér fannst það soldið skrítið því ég hafði engum sagt það nema Óttarri og ekki formlega gengið frá neinu, eða samið um neinar upphæðir við mig enda kom ég inní þetta frekar sem fylgihlutur við Gunna og hann meira verið í forsvari fyrir okkur. 

Í framhaldi af þessu sé ég svo mjög svo sérkennileg viðbrögð frá framáfólki hjá Bjartri framtíð. Fyrst kemur Björt Ólafsdóttir starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra í viðtal við Vísi. Viðtalið er einkennilega yfirlætislegt. Ráðherrann gefur í skyn að ég hafi farið fram á einhverjar greiðslur til mín og þar sem þau hafi ekki getað orðið við því þá hafi ég farið annað. Þetta er bara rangt. Ég fór aldrei fram á neinar greiðslur. Mér voru heldur ekki boðnar neinar greiðslur. Það var aldrei til umræðu. Það var rætt um að ég tæki sæti á lista og það er engin hefð fyrir að borga fólki fyrir það, þannig að ég skil ekki hvað henni gengur til nema að hún sé að reyna að gera lítið úr mér. Ráðherrann sér ástæðu til að nefna sérstaklega atvinnustöðu mína og það sé ljóst að ég sé að leita mér að vinnu, ég sé ekki merkilegur pappír og farið hafi fé betra og enginn sem sakni mín. Mér fannst þetta ekki skemmtileg kveðja frá manneskju sem ég hef virt mikils og hef stutt á margan hátt í sinni pólitísku göngu og er sjálf í nokkuð vel launuðu starfi sem hún væri örugglega ekki í ef ég hefði aldrei verið til. En gott og vel, ekkert um það að segja.

Daginn eftir kemur þó heldur svívirðilegri sending úr herbúðum Bjartrar framtíðar þegar Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar birtir mynd af undirskrift minni við meðmælendalista flokksins. Ég hef upplifað ýmislegt virðingarleysi í afskiptum mínum af stjórnmálum en þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir. Þetta er ekki bara heimskulegt, dónalegt og ómaklegt heldur líklega ólöglegt líka. Stjórnarformaðurinn fjarlægði enda færsluna.

Enginn hefur beðið mig afsökunar á þessu þannig að það sé sagt. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár