Neil Young heiðurstónleikar
Hvar? Harpa
Hvenær? 6. október kl. 21.30
Aðgangseyrir: frá 5.990 kr.
Hinn margverðlaunaði og goðsagnakenndi rokkari Neil Young hefur spilað úti um allan heim, meðal annars á Íslandi, og gefið út ógrynni af hágæða plötum. Tólf íslenskir tónlistarmenn taka fyrir plöturnar „Harvest“ og „Harvest Moon“, sem eru að mati flestra bestu plötur hans.
Sequences
Hvar? Reykjavík
Hvenær? 6.–15. október
Aðgangseyrir: Mismunandi eftir sýningu
Tvíæringar-myndlistarhátíðin Sequences er haldin í áttunda skiptið, en hún einblínir á framsækna nútíma sjónlist. Sýningarstjóri hátíðarinnar er Margot Norton, en hún setur hátíðina með lifandi gjörningi hinnar japönsku listakonu Aki Sasamoto í Hafnarhúsinu 6. október kl. 16.30. Hátíðin er haldin í Nýlistasafninu, Ekkisens, Tjarnarbíó, Hafnarhúsinu og víðar.
Mighty Bear, KRÍA, Skaði og SEINT
Hvar? Gaukuurinn
Hvenær? 6. október kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Þessar fjórar hljómsveitir koma úr mismunandi stefnum, en eiga það allar sameiginlegt að vera skipaðar ungum og efnilegum tónlistarmönnum sem leggja dugnað í listina í að skapa kyngimagnað andrúmsloft. Heyra má allt frá rappi til popps og raftónlistar á þessum tónleikum.
Agent Fresco
Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 6. október kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.
Hinir fræknu rokkarar hafa haft nóg að gera síðan þeir unnu Músíktilraunir 2008, en þeir hafa gefið út marga eftirminnilega slagara sem eru gjarnan tilfinningaþrungnir, með flókinn hljóðfæraleik og fluttir af mikilli innlifun. Þeir taka aðra tónleika 7. október í Valaskjálf, Egilsstöðum.
Airwaves upphitun
Hvar? Kex Hostel
Hvenær? 7. október kl. 19.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!
Það er innan við mánuður í tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, og Kex Hostel býður tónlistarþyrstum gestum á upphitunarkvöld með rapparanum Aron Can, R&B stjörnunni Glowie, indí poppurunum í Vök, og hinum ótrúlegu Jóa Pé og Króla sem fönguðu athygli þjóðarinnar í sumar með ferskum lögum á borð við „B.O.B.A“.
Faðirinn
Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 7. október til 1. desember
Aðgangseyrir: 5.500 kr.
Eggert Þorleifsson leikur André, eldri mann sem er farinn að missa minnið og sinn stað í þessum heimi. Í þessum harmræna farsa tekst hann á við þessar erfiðu breytingar á lífi sínu sem hann getur ekki flúið. Leikritið er eftir Frakkann Florian Zeller, en það hefur verið sýnt víðs vegar um heiminn. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir.
Jóga og gongslökun
Hvar? Harpa
Hvenær? 9. október kl. 08.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.
Jógahjartað er félag sem hefur það markmið að koma fleiri skólabörnum í tengsl við jóga og hugleiðslu, en það efnir til jógatíma í morgunsárið í Björtuloftum í Hörpu þennan mánudagsmorgun. Gestir verða leiddir í gegnum ýmsar æfingar og stellingar, og síðan gongslökun.
Útgáfutónleikar Konsulat
Hvar? Húrra
Hvenær? 11. október kl. 21.00
Raftónlistardúóið Konsulat fagnar útgáfu platarinnar „Vitaminkur“ með útgáfuhófi á Húrra, en platan er stútfull af rólegu gítarspili, orgeli, trommuheila og öðrum ljúfum tónum. Hinn sultuslaki raftónlistarmaður russian.girls hitar upp.
Athugasemdir