Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þetta var ekki illa meint

Þor­steinn V. Ein­ars­son um karl­mennsku og inn­ræt­ingu á kven­fjand­sam­leg­um við­horf­um.

Þetta var ekki illa meint

Karlmennskan er mér afar hugleikin. Ég er oftast meðvitaður um hugmyndir mínar og samfélagsins til karlmennsku, og reyni meðvitað að vinna gegn þeim. Stundum vefst karlmennskan þó fyrir mér og ég hrúta yfir mig. Oftast nær er það í samskiptum við maka minn, sem ég virði og elska. Það er auðvitað aldrei illa meint.

Pabbinn sem vill ekki að nýfæddur sonur hans klæðist bleiku er ekki að meina neitt illt. Kennarinn sem spyr hvort strákarnir séu ekki bara skotnir í stelpunum sem þeir voru að meiða í frímó, er ekki illa meinandi. Kærastinn sem skrifar: „Hvernig landaði ég þessari gyðju? undir mynd af kærustunni sinni á Instagram er pottþétt ekki að meina neitt illt. Sambýlismaðurinn sem telur sig vera að gera konunni sinni greiða með því að „taka þátt í hversdagslegum heimilisstörfum, er eflaust ekki illa meinandi. Heldur ekki eiginmaðurinn sem vaknar aldrei á nóttunni með ungabarninu eða skiptir aldrei um kúkableyju. Eða kærastinn sem gefur kærustu sinni fyrirmæli um að drekka ekki of mikið, spyr hversvegna hún sé svona mikið máluð þegar hún fer að hitta stelpurnar. Menn sem efast um að kona sé að segja alveg rétt til um ofbeldið sem hún varð fyrir, eru eflaust ekkert að meina neitt illt þegar þeir segja: „Það þarf nú tvo til að dansa tangó. Mennirnir sem myrtu konur á árinu voru kannski ekkert illa meinandi.

Síðustu mánuði hafa konur, hver á eftir annarri stigið fram og lýst ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir af hendi karlmanna. Oft manna sem þóttust elska þær eða þær báru traust til. Sjáiði bara tölur úr skýrslu Stígamóta*.

Þessar tölur eru ekki svona af tilviljun. Það þarf staðfasta afneitun til að sjá ekki að á bakvið þessar tölur liggur kerfisbundin rotþró. Innræting á kvenfjandsamlegum viðhorfum og óþroskaðar hugmyndir um karlmennskuna leiða af sér hatur á konum. Ekkert endilega meðvitað. Þess vegna er svo mikilvægt að við endurskoðum hugmyndir okkar um karlmennskuna. Nýtum lærdóminn af uppreist æru, falli ríkisstjórnarinnar og umræðunni sem hefur verið hávær síðast liðnar vikur og mánuði. Tökum ábyrgð á hegðun okkar og viðhorfum og hættum að láta eins og allt sé bara í himnalagi. Hvað er það annars sem fær karlmenn til að áreita, nauðga og drepa konur?

*Ársskýrsla Stígamóta 2016: https://www.stigamot.is/static/files/arsskyrslur/stigamot-arsskyrsla-2016-loka.pdf

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár