Maðurinn sem Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, neitaði að veita uppreist æru í sumar er á sjötugsaldri og var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum árið 2005 og dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Önnur stúlkan var 8 til 10 ára gömul þegar brotið var gegn henni en hin var 13 til 14 ára.
Kynferðisbrotamaðurinn sótti um uppreist æru þann 16. mars 2017 og uppfyllti öll lögformleg skilyrði þess að umsóknin yrði samþykkt af ráðherra og tillagan afhent forseta Íslands til undirritunar. Sigríður Andersen fékk minnisblað um umsóknina þann 4. maí síðastliðinn, en skjalið lá óafgreitt á borði hennar mánuðum saman, allt þar til maðurinn dró umsóknina til baka. Ári áður höfðu tveir kynferðisbrotamenn sem hlutu þyngri dóma fengið uppreist æru.
Dró umsóknina til baka í kjölfar umræðu
Starfandi dómsmálaráðherra hefur ítrekað vísað til þess í umræðum um veitingu uppreistar æru og mál barnaníðinganna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar að …
Athugasemdir