„Nýlega fjallaði RÚV um mögulegt mansalsmál í litlu þorpi fyrir norðan, en það kom í ljós að þessar ásakanir áttu ekki við rök að styðjast. „Name and shame“ taktar í fjölmiðlum eða annars staðar áður en mál hafa farið í gegnum lagalegt ferli eru ekki í lagi. Tilgangurinn helgar aldrei meðalið í þessum málum eða öðrum, og fjölmiðlar verða að axla ábyrgð á þessum málum.“
Með þessum orðum hóf dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen ráðstefnuna „Þrælahald nútímans“, sem fjallaði um mansal á alþjóðlegum vettvangi. Sama dag, eða þann 14. september, upplýsti Sigríður fjölmiðla um að hún hefði greint forsætisráðherra frá meðmælabréfi föður hans í máli er varðaði uppreist æru barnaníðings, eftir að hafa borið fyrir sig trúnaðarskyldu gagnvart fjölmiðlum, fastanefndum Alþingis og þolendum þeirra manna sem stjórnvöld veittu uppreist æru.
„Mál rata helst til okkar vegna þess að fjölmiðlar hafa skrifað um þau.“
Ráðstefnan var skipulögð af Starfsgreinasambandinu, lögreglu …
Athugasemdir