Rafmagnssamningurinn sem kísilmálmfyrirtækið Thorsil gerði við Landsvirkjun í fyrra um að fyrirtækið fengi orku frá ríkisfyrirtækinu til að knýja verksmiðju sína í Helguvík er í uppnámi út af drætti á byggingu verksmiðjunnar. Þetta kemur fram í svari frá Magnúsi Þór Gylfasyni, yfirmanni samskiptasviðs Landsvirkjunar, sem segir þó að viðræður standi nú yfir á milli Thorsil og Landsvirkjunar um gerð nýs samnings um afhendingu rafmagns frá árinu 2020.
Orðrétt segir í svari Magnúsar: „Í fyrra gerðu Landsvirkjun og Thorsil áðurnefndan samning um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík í Reykjanesbæ. Þá var ráðgert að afhending hæfist árið 2018. Nú er ljóst að verkefnið hjá Thorsil hefur dregist af ýmsum ástæðum og eru aðilar nú í viðræðum á hvern hátt megi verða við óskum Thorsil um afhendingu rafmagns á árinu 2020.“
„Þetta þýðir hins vegar að hlutur erlendra aðila í þessu verður bara stærri.“
Dráttur á fjármögnun
Fjármögnun Thorsil hefur …
Athugasemdir