Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings, hefur verið ráðinn til starfa hjá þýska fyrirtækinu PCC sem reisir nú kísilver á Bakka. Sem sveitarstjóri beitti hann sér af krafti fyrir því að kísilverið risi og undirritaði viljayfirlýsingu Norðurþings og PCC þar sem sveitarfélagið gefur fyrirtækinu fyrirheit um umtalsverðar ívilnunanir í formi afslátta af sköttum og gjöldum.
Fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu milli ríkisstjórnar Íslands, sveitarfélagsins Norðurþings, Hafnarsjóðs Norðurþings og PCC SE frá 8. febrúar 2013 að Bergur komi fram fyrir hönd sveitarfélagsins og hafnarsjóðsins í samræmi við ákvörðun bæjarráðs.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Norðurþing og hafnarsjóðurinn muni veita PCC 40 prósenta afslátt af gjaldskrá vörugjalda
Athugasemdir