Ívilnanir vegna iðnaðarsvæðisins á Bakka í Norðurþingi koma ítrekað fram í nýbirtum fjárlögum og í heild er kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra framkvæmda tæplega tveir milljarðar króna fyrir árið 2016.
Annars vegar er um að ræða 1.490 milljónir króna sem renna til Vegagerðarinnar vegna vegtengingar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Hins vegar er um að ræða styrk til lóðaframkvæmda vegna kísilvers á Bakka sem nemur 279 milljón króna. Samkvæmt fjárlögum er styrkur til að „kosta aðkeypta þjónustu PCC vegna lóðaframkvæmda á iðnaðarsvæðinu á Bakka vegna fyrirhugaðs kísilvers.“
Athugasemdir