Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri lentu í orða­skaki á fundi á Sauð­ar­króki á mið­viku­dag­inn. Átök um leið­toga­sæti fram­sókn­ar­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi
Greip fram í fyrir Gunnari Þórólfur Gíslason greip ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga Sveinssyni á fundi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn og lentu þeir í orðaskaki í kjölfarið sem leiddu til þess að kaupfélagsstjórinn yfirgaf fundinn.

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, lentu í orðaskaki á opnum fundi framsóknarmanna í húsi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Stundarinnar greip Þórólfur ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga undir ræðu hans og andmælti orðum hans auk þess sem hann talaði við sessunauta sína meðan þingmaðurinn hafði orðið. Um 40 manns voru á fundinum. Svo fór að Gunnar Bragi lét Þórólf heyra það og rauk kaupfélagsstjórinn þá á dyr.

Þröngur hópur í andstöðu

Gunnar Bragi vill aðspurður ekki ræða um atburði fundarins á Sauðárkróki. Stundin hefur atburði fundarins hins vegar staðfesta frá öðrum fundarmönnum. Aðspurður um hvert efni fundarins hafi verið segir Gunnar Bragi að hann og Lilja Alfreðsdóttir hafi verið með kynningarfund í bænum um stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var bara almennur félagsfundur og fullt hús af fólki sem kom til að hlusta á okkur og spyrja spurninga.“

„En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Hann segir hins vegar aðspurður að á Sauðárkróki séu aðilar sem vilji ekki að hann verði oddviti Framsóknarflokksins í komandi þingkosningum. „Ég vil nú helst ekki vera að fjalla um þetta. En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár