Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri lentu í orða­skaki á fundi á Sauð­ar­króki á mið­viku­dag­inn. Átök um leið­toga­sæti fram­sókn­ar­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi
Greip fram í fyrir Gunnari Þórólfur Gíslason greip ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga Sveinssyni á fundi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn og lentu þeir í orðaskaki í kjölfarið sem leiddu til þess að kaupfélagsstjórinn yfirgaf fundinn.

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, lentu í orðaskaki á opnum fundi framsóknarmanna í húsi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki á miðvikudaginn. Samkvæmt heimildum Stundarinnar greip Þórólfur ítrekað fram í fyrir Gunnari Braga undir ræðu hans og andmælti orðum hans auk þess sem hann talaði við sessunauta sína meðan þingmaðurinn hafði orðið. Um 40 manns voru á fundinum. Svo fór að Gunnar Bragi lét Þórólf heyra það og rauk kaupfélagsstjórinn þá á dyr.

Þröngur hópur í andstöðu

Gunnar Bragi vill aðspurður ekki ræða um atburði fundarins á Sauðárkróki. Stundin hefur atburði fundarins hins vegar staðfesta frá öðrum fundarmönnum. Aðspurður um hvert efni fundarins hafi verið segir Gunnar Bragi að hann og Lilja Alfreðsdóttir hafi verið með kynningarfund í bænum um stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var bara almennur félagsfundur og fullt hús af fólki sem kom til að hlusta á okkur og spyrja spurninga.“

„En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Hann segir hins vegar aðspurður að á Sauðárkróki séu aðilar sem vilji ekki að hann verði oddviti Framsóknarflokksins í komandi þingkosningum. „Ég vil nú helst ekki vera að fjalla um þetta. En það er hins vegar ákveðinn hópur, mjög lítill þröngur hópur, sem vinnur gegn mér.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu