Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Síðasta máltíðin yrði konfekt og púrtvín

Mat­arg­úrú­inn Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir var að senda frá sér nýja mat­reiðslu­bók – þá tutt­ug­ustu, seg­ir hún – þar sem áhersl­an er á eld­un í steypu­járn­spott­um og pönn­um. Bók­in ber hið við­eig­andi nafn Pott­ur, panna og Nanna, en hún seg­ir þó lít­ið mál að elda alla rétt­ina í öðru­vísi ílát­um. Hún seg­ist leggja meiri áherslu á að mat­ur sé góð­ur en að hann sam­ræm­ist nýj­ustu holl­ustutrend­um, enda sé það mis­jafnt frá ári til árs hvað telj­ist hollt. Og ef hún ætti að velja sér síð­ustu mál­tíð­ina í líf­inu myndi hún al­veg sleppa allri elda­mennsku og biðja um kassa af belg­ísku kon­fekti og lögg af púrt­víni með.

Síðasta máltíðin yrði konfekt og púrtvín
Matur á að vera góður Nanna segist leggja meiri áherslu á að matur sé góður en að hann samræmist nýjustu hollustutrendum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það kemur fram í bókarkynningunni að þú hafir lengi haft dálæti á pottum og pönnum úr steypujárni, hvað vakti ást þína á þeim?

„Ég eignaðist snemma í mínum búskap steypujárnspönnu sem mér líkaði afskaplega vel, en hún hafði þó þann galla að vera með tréskafti sem fór svo að losna, og svo glataði ég henni en sá alltaf eftir henni. Ég reyndi að nota teflonhúðaðar pönnur og potta af ýmsum gerðum en var aldrei ánægð. Svo að ég fékk mér á endanum aðra járnpönnu og nokkru síðar potta líka. Ég uppgötvaði svo smátt og smátt eiginleika steypujárnsins og hvað þeir henta vel minni eldamennsku. Ég hef hins vegar aldrei verið mikið fyrir græjur og tæknidót í eldamennsku – fyrir utan hrærivélar og matvinnsluvélar – og það er eitthvað frumstætt við járnið sem höfðar til mín. Svo finnst mér steypujárn einstaklega fallegt, bæði marglitir emileraðir pottar og ekki síður kolsvartar járnpönnur, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár