Það kemur fram í bókarkynningunni að þú hafir lengi haft dálæti á pottum og pönnum úr steypujárni, hvað vakti ást þína á þeim?
„Ég eignaðist snemma í mínum búskap steypujárnspönnu sem mér líkaði afskaplega vel, en hún hafði þó þann galla að vera með tréskafti sem fór svo að losna, og svo glataði ég henni en sá alltaf eftir henni. Ég reyndi að nota teflonhúðaðar pönnur og potta af ýmsum gerðum en var aldrei ánægð. Svo að ég fékk mér á endanum aðra járnpönnu og nokkru síðar potta líka. Ég uppgötvaði svo smátt og smátt eiginleika steypujárnsins og hvað þeir henta vel minni eldamennsku. Ég hef hins vegar aldrei verið mikið fyrir græjur og tæknidót í eldamennsku – fyrir utan hrærivélar og matvinnsluvélar – og það er eitthvað frumstætt við járnið sem höfðar til mín. Svo finnst mér steypujárn einstaklega fallegt, bæði marglitir emileraðir pottar og ekki síður kolsvartar járnpönnur, …
Athugasemdir