Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin

1984

Hvar? Borgarleikhúsinu
Hvenær? 15. september–4. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.250 kr.

Úr skugga seinni heimsstyrjaldarinnar skrifaði George Orwell dýstópíska meistaraverkið 1948 sem fjallar meðal annars um skaðsemi áróðurs og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Sýningin býður í senn upp á nútímalega upprifjun á þessu tímamótaverki og áminningu á hversu nálægt raunveruleiki okkar er kominn þessari ímynduðu hryllingssýn Orwells.

Rappveisla

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. september
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Overground Entertainment blæs til heljarinnar hip-hop og rappveislu þar sem sjá má kanónur eins og Bent úr XXX Rottweiler hundum spila með nýrri stjörnum eins og Ella Grill úr Shades of Reykjavík. Einnig spila Geimfarar, ARKIR, og Bróðir BIG. BRR þeytir skífum á milli atriða.

 

RIFF

Hvar? Háskólabíói
Hvenær? 28. september–8. óktóber
Aðgangseyrir: 14.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 14. skiptið og verða rúmlega 100 stutt-, heimildar- og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Hátíðin býður þar að auki vel völdum heiðursgestum til að halda fyrirlestra á hverju ári, en í ár eru gestirnir Olivier Assayas, Valeska Grisebach og Werner Herzog.

Teitur Magnússon og Indriði

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Teitur var þekktur fyrir að vera meðlimur í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta, og Indriði í pönksveitinni Muck, en á síðustu árum hafa þeir báðir starfað sem sólólistamenn sem aðhyllast ljúfa sækadelíska indí-hljóma. Þeir spila bæði saman og hvor í sínu lagi á þessum tónleikum.

Sóley

Hvar? Mengi
Hvenær? 29. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Síðastliðin 11 ár hefur Sóley Stefánsdóttir verið ómissandi hluti af dægurlagamenningu Íslands, en um þessar mundir er hún að vinna að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á þessum innilegu tónleikum. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014.

Raust !

Hvar? The Tin Can Factory, Borgartúni 1 
Hvenær? 30. september–1. október
Aðgangseyrir: Frjáls framlög.

Róttæku félagssamtökin Andrými halda hausthátíð sem samanstendur af vinnustofum sem fjalla um fjöldahreyfingar á Íslandi, vinnustaðaréttindi, flóttamenn og fleiri viðfangsefni. Síðan verður gestum boðinn matur, og hljómsveitirnar Captain Syrup, Dead Herring, og Korter í flog halda tónleika.

Kiasmos útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 30. september kl. 21:00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Félagarnir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, sem skipa raftónlistardúettinn Kiasmos, bjóða upp á útgáfutónleika fyrir smáskífu sína Blurred, en hún kemur út 6. október. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tvíeykið spilar á Húrra, en allir síðustu tónleikarnir hafa verið troðfullir og mælum við með því að gestir tryggi sér miða með góðum fyrirvara.

LA / Reykjavík

Hvar? Harpa 
Hvenær? 3.–12. september
Aðgangseyrir: frá 16.160 kr.

Fyrr í vor hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð tileinkaða íslenskri tónlist, og efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands því til svipaðra hátíðar í Hörpu tileinkaðri tónlist frá Los Angeles. Má heyra meðal annars tónlist John Adams, Andrew Normans og tónlist úr vinsælum kvikmyndum úr Hollywood.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár