Stundarskráin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin

1984

Hvar? Borgarleikhúsinu
Hvenær? 15. september–4. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.250 kr.

Úr skugga seinni heimsstyrjaldarinnar skrifaði George Orwell dýstópíska meistaraverkið 1948 sem fjallar meðal annars um skaðsemi áróðurs og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Sýningin býður í senn upp á nútímalega upprifjun á þessu tímamótaverki og áminningu á hversu nálægt raunveruleiki okkar er kominn þessari ímynduðu hryllingssýn Orwells.

Rappveisla

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. september
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Overground Entertainment blæs til heljarinnar hip-hop og rappveislu þar sem sjá má kanónur eins og Bent úr XXX Rottweiler hundum spila með nýrri stjörnum eins og Ella Grill úr Shades of Reykjavík. Einnig spila Geimfarar, ARKIR, og Bróðir BIG. BRR þeytir skífum á milli atriða.

 

RIFF

Hvar? Háskólabíói
Hvenær? 28. september–8. óktóber
Aðgangseyrir: 14.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 14. skiptið og verða rúmlega 100 stutt-, heimildar- og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Hátíðin býður þar að auki vel völdum heiðursgestum til að halda fyrirlestra á hverju ári, en í ár eru gestirnir Olivier Assayas, Valeska Grisebach og Werner Herzog.

Teitur Magnússon og Indriði

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Teitur var þekktur fyrir að vera meðlimur í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta, og Indriði í pönksveitinni Muck, en á síðustu árum hafa þeir báðir starfað sem sólólistamenn sem aðhyllast ljúfa sækadelíska indí-hljóma. Þeir spila bæði saman og hvor í sínu lagi á þessum tónleikum.

Sóley

Hvar? Mengi
Hvenær? 29. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Síðastliðin 11 ár hefur Sóley Stefánsdóttir verið ómissandi hluti af dægurlagamenningu Íslands, en um þessar mundir er hún að vinna að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á þessum innilegu tónleikum. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014.

Raust !

Hvar? The Tin Can Factory, Borgartúni 1 
Hvenær? 30. september–1. október
Aðgangseyrir: Frjáls framlög.

Róttæku félagssamtökin Andrými halda hausthátíð sem samanstendur af vinnustofum sem fjalla um fjöldahreyfingar á Íslandi, vinnustaðaréttindi, flóttamenn og fleiri viðfangsefni. Síðan verður gestum boðinn matur, og hljómsveitirnar Captain Syrup, Dead Herring, og Korter í flog halda tónleika.

Kiasmos útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 30. september kl. 21:00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Félagarnir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, sem skipa raftónlistardúettinn Kiasmos, bjóða upp á útgáfutónleika fyrir smáskífu sína Blurred, en hún kemur út 6. október. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tvíeykið spilar á Húrra, en allir síðustu tónleikarnir hafa verið troðfullir og mælum við með því að gestir tryggi sér miða með góðum fyrirvara.

LA / Reykjavík

Hvar? Harpa 
Hvenær? 3.–12. september
Aðgangseyrir: frá 16.160 kr.

Fyrr í vor hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð tileinkaða íslenskri tónlist, og efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands því til svipaðra hátíðar í Hörpu tileinkaðri tónlist frá Los Angeles. Má heyra meðal annars tónlist John Adams, Andrew Normans og tónlist úr vinsælum kvikmyndum úr Hollywood.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár