Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin

1984

Hvar? Borgarleikhúsinu
Hvenær? 15. september–4. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.250 kr.

Úr skugga seinni heimsstyrjaldarinnar skrifaði George Orwell dýstópíska meistaraverkið 1948 sem fjallar meðal annars um skaðsemi áróðurs og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Sýningin býður í senn upp á nútímalega upprifjun á þessu tímamótaverki og áminningu á hversu nálægt raunveruleiki okkar er kominn þessari ímynduðu hryllingssýn Orwells.

Rappveisla

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. september
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Overground Entertainment blæs til heljarinnar hip-hop og rappveislu þar sem sjá má kanónur eins og Bent úr XXX Rottweiler hundum spila með nýrri stjörnum eins og Ella Grill úr Shades of Reykjavík. Einnig spila Geimfarar, ARKIR, og Bróðir BIG. BRR þeytir skífum á milli atriða.

 

RIFF

Hvar? Háskólabíói
Hvenær? 28. september–8. óktóber
Aðgangseyrir: 14.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 14. skiptið og verða rúmlega 100 stutt-, heimildar- og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Hátíðin býður þar að auki vel völdum heiðursgestum til að halda fyrirlestra á hverju ári, en í ár eru gestirnir Olivier Assayas, Valeska Grisebach og Werner Herzog.

Teitur Magnússon og Indriði

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Teitur var þekktur fyrir að vera meðlimur í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta, og Indriði í pönksveitinni Muck, en á síðustu árum hafa þeir báðir starfað sem sólólistamenn sem aðhyllast ljúfa sækadelíska indí-hljóma. Þeir spila bæði saman og hvor í sínu lagi á þessum tónleikum.

Sóley

Hvar? Mengi
Hvenær? 29. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Síðastliðin 11 ár hefur Sóley Stefánsdóttir verið ómissandi hluti af dægurlagamenningu Íslands, en um þessar mundir er hún að vinna að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á þessum innilegu tónleikum. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014.

Raust !

Hvar? The Tin Can Factory, Borgartúni 1 
Hvenær? 30. september–1. október
Aðgangseyrir: Frjáls framlög.

Róttæku félagssamtökin Andrými halda hausthátíð sem samanstendur af vinnustofum sem fjalla um fjöldahreyfingar á Íslandi, vinnustaðaréttindi, flóttamenn og fleiri viðfangsefni. Síðan verður gestum boðinn matur, og hljómsveitirnar Captain Syrup, Dead Herring, og Korter í flog halda tónleika.

Kiasmos útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 30. september kl. 21:00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Félagarnir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, sem skipa raftónlistardúettinn Kiasmos, bjóða upp á útgáfutónleika fyrir smáskífu sína Blurred, en hún kemur út 6. október. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tvíeykið spilar á Húrra, en allir síðustu tónleikarnir hafa verið troðfullir og mælum við með því að gestir tryggi sér miða með góðum fyrirvara.

LA / Reykjavík

Hvar? Harpa 
Hvenær? 3.–12. september
Aðgangseyrir: frá 16.160 kr.

Fyrr í vor hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð tileinkaða íslenskri tónlist, og efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands því til svipaðra hátíðar í Hörpu tileinkaðri tónlist frá Los Angeles. Má heyra meðal annars tónlist John Adams, Andrew Normans og tónlist úr vinsælum kvikmyndum úr Hollywood.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár