Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundarskráin

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir næstu tvær vik­urn­ar.

Stundarskráin

1984

Hvar? Borgarleikhúsinu
Hvenær? 15. september–4. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.250 kr.

Úr skugga seinni heimsstyrjaldarinnar skrifaði George Orwell dýstópíska meistaraverkið 1948 sem fjallar meðal annars um skaðsemi áróðurs og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Sýningin býður í senn upp á nútímalega upprifjun á þessu tímamótaverki og áminningu á hversu nálægt raunveruleiki okkar er kominn þessari ímynduðu hryllingssýn Orwells.

Rappveisla

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. september
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Overground Entertainment blæs til heljarinnar hip-hop og rappveislu þar sem sjá má kanónur eins og Bent úr XXX Rottweiler hundum spila með nýrri stjörnum eins og Ella Grill úr Shades of Reykjavík. Einnig spila Geimfarar, ARKIR, og Bróðir BIG. BRR þeytir skífum á milli atriða.

 

RIFF

Hvar? Háskólabíói
Hvenær? 28. september–8. óktóber
Aðgangseyrir: 14.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 14. skiptið og verða rúmlega 100 stutt-, heimildar- og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Hátíðin býður þar að auki vel völdum heiðursgestum til að halda fyrirlestra á hverju ári, en í ár eru gestirnir Olivier Assayas, Valeska Grisebach og Werner Herzog.

Teitur Magnússon og Indriði

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Teitur var þekktur fyrir að vera meðlimur í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta, og Indriði í pönksveitinni Muck, en á síðustu árum hafa þeir báðir starfað sem sólólistamenn sem aðhyllast ljúfa sækadelíska indí-hljóma. Þeir spila bæði saman og hvor í sínu lagi á þessum tónleikum.

Sóley

Hvar? Mengi
Hvenær? 29. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Síðastliðin 11 ár hefur Sóley Stefánsdóttir verið ómissandi hluti af dægurlagamenningu Íslands, en um þessar mundir er hún að vinna að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á þessum innilegu tónleikum. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014.

Raust !

Hvar? The Tin Can Factory, Borgartúni 1 
Hvenær? 30. september–1. október
Aðgangseyrir: Frjáls framlög.

Róttæku félagssamtökin Andrými halda hausthátíð sem samanstendur af vinnustofum sem fjalla um fjöldahreyfingar á Íslandi, vinnustaðaréttindi, flóttamenn og fleiri viðfangsefni. Síðan verður gestum boðinn matur, og hljómsveitirnar Captain Syrup, Dead Herring, og Korter í flog halda tónleika.

Kiasmos útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 30. september kl. 21:00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Félagarnir Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, sem skipa raftónlistardúettinn Kiasmos, bjóða upp á útgáfutónleika fyrir smáskífu sína Blurred, en hún kemur út 6. október. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tvíeykið spilar á Húrra, en allir síðustu tónleikarnir hafa verið troðfullir og mælum við með því að gestir tryggi sér miða með góðum fyrirvara.

LA / Reykjavík

Hvar? Harpa 
Hvenær? 3.–12. september
Aðgangseyrir: frá 16.160 kr.

Fyrr í vor hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð tileinkaða íslenskri tónlist, og efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands því til svipaðra hátíðar í Hörpu tileinkaðri tónlist frá Los Angeles. Má heyra meðal annars tónlist John Adams, Andrew Normans og tónlist úr vinsælum kvikmyndum úr Hollywood.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár