Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atburðarásin sem felldi ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er sprungin rúmlega átta mánaðum eftir að hún var mynduð. Alvarlegur trúnaðarbrestur milli Bjartrar framtíðar og Bjarna var ástæða þess að stjórn flokksins ákvað seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu. Aðdragandi falls ríkisstjórnar Bjarna, þeirra skammlífustu sem setið hefur við stjórn á Íslandi í lýðveldissögunni, má rekja til umræðu um veitingu uppreist æru og upplýsinga sem fram hafa komið um tengsl forsætisráðherra við barnaníðing.

Robert Downey

Mikil reiði blossaði upp snemma í sumar þegar í ljós kom í ljós að Robert Downey, margdæmdur barnaníðingur, hefði fengið uppreist æru. Kallað var eftir gögnum úr dómsmálaráðuneytinu en fyrirspurnum ekki svarað.

Málið vatt upp á sig þann 25. ágúst þegar Stundin greindi frá því að annar kynferðisbrotamaður, Hjalti Sigurjón Hauksson hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði sama dag og Robert Downey. Hjalti hafði verið dæmdur árið 2004 fyrir að misnota stjúpdóttur sína nánast daglega í um tólf ár og fengið fimm og hálfs árs fangelsisdóm.

Á mánudaginn féll úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem dómsmálaráðuneytinu var gert að afhenda gögn um málsmeðferð og veitingu uppreistar æru.

Í gær var svo greint frá því að faðir forsætaráðherra, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn þeirra sem veitt höfðu Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli. Benedikt sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. Aðild Benedikts, og sú staðreynd að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra upplýsti forsætisráðherra en ekki aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar um málið í sumar, átti eftir að reynast banamein ríkistjórnarinnar.

Í kjölfar þess að Björt Framtíð sleit stjórnarsamstarfinu boðaði Bjarni til blaðamannafundar í dag. Á fundinum sem fram fór í Valhöll lýsti Bjarni því yfir að yfirlýsing Bjartrar Framtíðar hefði valdið honum vonbrigðum.

„Það er með ólíkindum hvað við Íslendingar virðumst eiga erfitt með að fá festu í stjórnkerfinu á landinu, eins vel og okkur gengur í efnahagslífi landsins. Ég lít á það sem veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem að gefa sér ekki tíma til að setjast niður, eru komin í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundur hafi hafist og slíta stjórnarsamstarfinu í raun samstundis og halda síðan áfram að álykta langt fram á morgun eða inn í svarta nóttina eða bjartan morguninn. Ég áttaði mig ekki á hversu lengi menn voru að álykta í flokkunum. Þarna hefði ég kosið að menn hefðu dregið andann í kviðinn og áttað sig á því hversu nauðsynlegt er að tala saman og endurnýja traust á stjórnarfar í landinu. Það er ekkert sem að benti til að þurfti að hlaupa til og gera þetta,“ sagði Bjarni.

Þá tilkynnti Bjarni að boðað yrði til kosninga. „Það er ekkert annað að gera en að hleypa kjósendum að borðinu og ég mun beita mér fyrir því að kosið verði sem fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum á þingi og ég sé ekki fyrir mér að ég muni ná að styrkja hana á þingi núna og mun því boða til kosninga. Ég mun standa þannig að því að við náum sem mestri sátt í þinginu um kjördag.“

Óljóst er hvernig stjórnarfari verður háttað næstu vikur. Ráðgjafaráð Viðreisnar fundaði seinni partinn í dag og segir í ályktun fundarins að einsýnt sé að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið á ráðherrastólum á meðan málið sé rannsakað auk þess sem Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti.

Hér er tímalína atburðanna sem urðu til þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll:


2016

16. September 

Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, og Hjalti Sigurjón Hauksson, báðir dæmdir barnaníðingar, fá uppreist æru. 

2017

15. júní 

Robert Downey fær lögmannsréttindi sín á ný. Þá er fyrsta sagt frá því í fjölmiðlum að Robert hafi fengið uppreist æru, en dómur Hæstaréttar þess efnis vek. Brotaþolar Roberts heyrðu fyrst af málinu í fjölmiðlum. 

16. júní

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í viðtali við RÚV að mál Roberts hafi fengið hefðbundna meðferð í ráðuneytinu. Þá var talið að Bjarni hafi verið starfandi innanríkisráðherra þegar Robert fékk uppreist æru. 

„Þau gera mun á vægari brotum og alvarlegri og í tilfelli vægari brotanna er það sjálfgefið að menn fá uppreist æru eftir fimm ár en geta látið reyna á það fyrr ef þeir uppfylla tiltekin skilyrði. Þegar um alvarlegri brot er að ræða er fyrst hægt að láta reyna á uppreist æru eftir fimm ár. Þá fer það í ákveðið ferli sem er í mjög föstum skorðum,“ sagði Bjarni meðal annars. 

Nú hefur komið í ljós að Robert uppfyllti ekki þetta skilyrði; ekki voru liðin fimm ár frá því hann lauk afplánun og þar til hann fékk uppreist æru. Af orðum Bjarna verður þannig ráðið að brot Roberts hafi verið metin „væg“ í ráðuneytinu. 

22. júní 

RÚV kærir synjun dómsmálaráðuneytisins um að afhenda gögn í máli Roberts Downey. 

30. júní

Tveir brotaþolar Roberts Downey, þær Nína Rún Bergsdóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir, stíga fram í viðtölum við Stundina, og einnig foreldrar og stjúpmóðir Nínu. 

Nína Rún var fjórtán ára þegar Robert braut á henni. Ofbeldið hafði gríðarlegar afleiðingar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á salerni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans að hún fékk viðeigandi aðstoð.

Robert beitti þaulskipulögðum blekkingum til þess að tæla hana til sín og braut svo á henni kynferðislega. Í kjölfar ofbeldisins var Nína lögð inn á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) þar sem hún var greind með áfallastreituröskun og kvíðaröskun. Árið sem fylgdi á eftir var fjölskyldunni mjög erfitt. Nína sýndi afar sjálfsskaðandi hegðun, gerði í tvígang tilraun til sjálfsvígs og urðu foreldrar hennar og stjúpforeldrar að vaka yfir henni.

Robert var dæmdur fyrir brot gegn Höllu Ólöfu Jónsdóttur árið 2010, en þrátt fyrir að hafa verið dæmdur var honum ekki gerð refsing. Rökin voru þau að dómurinn sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn hinum fjórum stúlkunum árið 2008 hefði verið svo þungur.

Mál Höllu sýndi hins vegar að Robert var byrjaður að brjóta gegn stúlkum mun fyrr en áður var vitað. Robert beitti blekkingum í gegnum „Ircið“ og samskiptaforritið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þegar hún var á táningsaldri, fékk hana til þess að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig í gegnum netið og síma og braut síðan gegn henni á tjaldsvæði á Akureyri þegar hún var sautján ára gömul.

6. júlí

Anna Katrín Snorradóttir er sjötta konan til þess að leggja fram kæru á hendur Roberti Downey. Í viðtali við Stundina sagðist hún vona að lögreglan ætti enn gögn úr fyrri málum gegn Roberti, til að mynda minnisbók sem innihélt 335 stúlkna. „Mér finnst ég eiga rétt á því að vita hvort það sé eitthvað um mig í þessum gögnum; myndir af mér, MSN-samskipti eða símanúmerið mitt,“ sagði hún.

Lok júlí:

Embættismaður í dómsmálaráðuneytinu tilkynnir Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón. 

2. ágúst

Bjarni Benediktsson greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar mál Roberts voru til lykta leidd í ráðuneytinu í fyrra. „Ekki heldur þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn eða voru lögð fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun. Enn undarlegra er að sjá skrif um að ég forðist umræðu um málið,“ skrifaði hann meðal annars. 

Bergur Þór Ingólfsson, faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, sagðist vera orðinn ringlaður á þessu máli og skildi ekki hvers vegna Bjarni beið í einn og hálfan mánuð með að leiðrétta þennan misskilning. „Við erum auðvitað ánægð með að forsætisráðherra geri sér loksins það ómak að svara okkur og fjölmiðlum en erum á sama tíma frekar ringluð. Þann 16. júní sagði hann í viðtali við RÚV að hann hafi tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu sem hafi fengið sína hefðbundnu meðferð og hallist frekar að því að í þessu tilfelli sem öðrum eigi fólk að fá annað tækifæri í lífinu. Nú segir hann að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar þessi mál voru til lykta leidd né þegar þau fóru fyrir ríkisstjórn og finnist hugtakið uppreist æru koma spánskt fyrir sjónir svo mikilvægt sé að hraða breytingum á reglugerðinni. Við erum eiginlega alveg jafn mikið í lausu lofti sem áður,“ sagði hann.

9. ágúst

Brynjar Níelsson segir í samtali við mbl.is að „miklu fleiri“ níðingar hafi fengið uppreist æru á síðustu árum. Menn sem hafi framið enn alvarlegri brot gagnvart börnum og hlotið mun þyngri dóma. „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um,“ sagði Brynj­ar.

Þá sagði hann meðmælendabréfin vera trúnaðarmál. „Vanda­málið í gögn­un­um eru þessi bréf. Vitn­is­b­urður um stöðu mann­anna sem sækja um upp­reist æru. Í þeim eru ýms­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar og þær eru vanda­málið.“

Brynjar sagði jafnframt að það hverjir þessir einstaklingar væru sem skrifuðu meðmælabréfin ekki skipta neinu máli fyrir umræðuna.

14. ágúst

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar um uppreist æru.

Fulltrúar meirihlutans ganga út af fundinum og neita að kynna sér gögn sem varða uppreist æru Roberts Downey, þar á meðal meðmælabréf þeirra valinkunnu einstaklinga sem vottuðu um góða hegðun Roberts. 

Nú hefur komið í ljós að Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem stýrði téðum fundi, þekkti einn meðmælandann persónulega.

Þeir voru saman í fótbolta auk þess sem þeir unnu saman. Brynjar staðfesti þetta í samtali við Stundina í dag. 

25. ágúst

Stundin greinir frá því að Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem dæmdur var fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var fimm ára gömul, hafi fengið uppreist æru sama dag og Robert Downey. 

29. ágúst

Stundin fjallar um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, hafi beitt sér gegn því að rætt yrði um mál Róberts Downey á fyrirhuguðum opnum fundi nefndarinnar. 

Eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, óskaði eftir rökstuðningi Áslaugar fyrir ákvörðuninni og nefndasviði Alþingis var falið að vinna minnisblað um málið féll nefndarformaðurinn frá þessari kröfu. Taldi nefndasviðið að nefndarmenn hefðu rétt til þess að fara fram á og ræða upplýsingar um uppreist æru einstakra aðila. Þá væri umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um uppreist æru ekki til þess fallin að binda hendur allsherjar- og menntamálanefndar í umfjöllun um málið. 

30. ágúst

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra svarar spurningum á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir meðal annars að það hafi reynst ráðherrum þungbært að veita kynferðisbrotamönnum uppreist æru.

„Þetta hefur legið þungt á mörgum ráðherrum, en á endanum hefur í öllum tilvikum verið tekin sú ákvörðun að bregða ekki út af þeirri stjórnsýsluhefð sem hefur myndast,“ sagði hún. Þá neitaði hún að svara spurningum um einstök mál þegar Þórhildur Sunna spurði hana um mál Downeys.

Bergur Þór Ingólfsson var einnig gestur á fundinum. „Við höfum þurft að hafa hátt í 77 daga samfleytt. Við höfum þurft að skrifa greinar, fara í fjölmiðlaviðtöl, skrifa hvern einasta dag inn á netmiðla til þess að það hafi heyrst í okkur. Það hefur verið eins og að vekja steinrunnið tröll af dvala,“ sagði Bergur. Það versta væri þegar brotin væru smættuð í fjölmiðlum af opinberum aðilum og mönnum í yfirburðarstöðu og sagt að til séu verri brot. „Á þeim tíma sem stúlkurnar komast ekki í vinnu því þær voru ælandi heima hjá sér af áfallastreituröskun. Áfallastreituröskun lýsir sér þannig, eins og hermenn upplifa úr stríði, að þú ferð sjálfkrafa tilfinningalega, vitsmunalega og líkamlega á sama stað og þú varst á þegar brotin voru framin. Og það að menn í yfirburðarstöðu, eins og brotamaðurinn, haldi áfram að smætta brotin, það hafa verið skelfilegustu tímarnir þetta sumarið.“ 

7. september 

Fyrrverandi stjúpdóttir Hjalta Sigurjóns Haukssonar stígur fram og gagnrýnir að gerandi sinn hafi hlotið uppreist æru. „Nú, þegar hann hefur fengið uppreist æru, þá líður mér dálítið eins og allt það sem ávannst með kærunni, skýrslutökunum, réttarhöldunum og dóminum hafi bara verið strokað út,“ segir hún í viðtali við Stundina. 

Hún tók fram að sér þætti eðlilegt að manneskja sem brotið hefur af sér en afplánað dóm, iðrast gjörða sinna, beðist fyrirgefningar, snúið við blaðinu og sannanlega breyst til hins betra geti sótt um og fengið uppreist æru. Þannig sé málum þó alls ekki háttað í tilviki Hjalta.

„Það sem gerir þennan gjörning – það að hann fái uppreist æru – svo súrrealískan er að Hjalti hefur aldrei látið mig í friði. Hann hefur af og til sent mér skilaboð, hringt, reynt að ná sambandi við mig, jafnvel birst fyrir utan húsið hjá mér. Áreitið frá honum hefur verið stöðugt. Þetta sýnir betur en nokkuð annað að hann hefur ekki snúið við blaðinu. Þvert á móti. Hann er ennþá sami maðurinn og áður. Hvernig getur hann þá átt rétt á því að byrja með hreint borð? Það er ekki bara fáránlegt heldur alveg ótrúlega sárt að upplifa þetta.“

6. september

Stundin sendir svohljóðandi fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Fyrirspurninni var aldrei svarað, þrátt fyrir ítrekanir í tölvupósti, símtölum og heimsóknum í ráðuneytið. Nú hefur hins vegar komið í ljós að í stað þess að svara fyrirspurn Stundarinnar var Bjarna gert viðvart um málið. 

11. september

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveður upp úrskurð í máli RÚV.

Í úrskurðinum kemur fram að Sigríður Andersen hafi gengið lengra í upplýsingaleynd um mál Roberts Downey en upplýsingalög heimila. Dómsmálaráðuneytinu var gert að veita aðgang að gögnum í máli Roberts, þar á meðal að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni.  

Sama dag greinir Bjarni Benediktsson þeim Óttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni, formönnum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn, frá því að faðir hans hafi undirritað meðmæli fyrir einn þeirra manna sem fengið hafi uppreist æru. 

14. september

Stundin og Vísir greina frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru.

Benedikt sendir í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður þá sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta afsökunar á sinni aðild að málinu. 

Í viðtölum við Stöð 2 og RÚV segist Sigríður Andersen hafa látið Bjarna vita af málinu sama dag og hún fékk upplýsingar um það, í lok júlí. 

15. september

Rétt eftir miðnætti sendi Björt framtíð frá sér tilkynningu um að stjórn flokksins hefði samþykkt á fundi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

Ástæða stjórnarslitanna væri alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

Í kjölfarið kallar Viðreisn eftir því að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Stórkostlegt verkefni tónlistarfólks, nema og fólks í endurhæfingu
Gagnrýni

Stór­kost­legt verk­efni tón­listar­fólks, nema og fólks í end­ur­hæf­ingu

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir skrif­ar um Kor­du Sam­fón­íu sem er skip­uð fag­legu tón­listar­fólki, nem­end­um úr Lista­há­skóla Ís­lands og fólki sem lent hef­ur í ým­iss kon­ar áföll­um og er á mis­mun­andi stöð­um í end­ur­hæf­ing­ar­ferli.
Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Fréttir

Dóm­ari reif í sig mála­til­bún­að í umsát­ur­seinelt­is­máli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.
Mun mannkynið tortíma sjálfu sér?
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Mun mann­kyn­ið tor­tíma sjálfu sér?

Guð­mund­ur Guð­munds­son fer yf­ir þró­un­ina í lofts­lags­breyt­ing­um og verk­efn­in fram und­an. „Ef ná skal sett­um, al­þjóð­leg­um mark­mið­um í lofts­lags­mál­um verða fjár­veit­ing­ar til hvoru­tveggja að­lög­un­ar­að­gerða og for­varna að aukast marg­falt.“
„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“
Fréttir

„Hvert er­um við að stefna í lofts­lags- og um­hverf­is­mál­um?“

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn þing­manns í dag er varð­ar stöðu Ís­lands í um­hverf­is­mál­um. Guð­laug­ur Þór Þórs­son sagði að enn væri mik­ið verk að vinna.
Utanríkisráðherra segir að tollfrelsi á úkraínskar vörur verði ekki framlengt
Fréttir

Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur verði ekki fram­lengt

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra sagði á Al­þingi í dag að ekki væri mik­ill sómi að því að bráða­birgði­á­kvæði um toll­frelsi á úkraínsk­ar vör­ur yrði ekki fram­lengt fyr­ir þinglok. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn furða sig á full­yrð­ing­um ráð­herra um að ekki tak­ist að af­greiða mál­ið út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd.
Talsmaður flóttafólks segir orð dómsmálaráðherra „ófagleg“ og „ómannúðleg“
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Tals­mað­ur flótta­fólks seg­ir orð dóms­mála­ráð­herra „ófag­leg“ og „ómann­úð­leg“

Dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, sit­ur í ráð­herra­nefnd um mál­efni flótta­fólks og inn­flytj­enda sem fékk kynn­ingu á gögn­um um mikla at­vinnu­þátt­töku Venesúela­búa á Ís­landi haust­ið 2022. Hann hef­ur samt hald­ið því fram að þetta fólk vilji setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið hér.
Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar
Fréttir

Svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða frá­vís­un­ar­inn­ar var krafa Hafna­fjarð­ar­bæj­ar þar sem mað­ur­inn var með lög­heim­ili. Gistinátta­gjald í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili ut­an borg­ar­inn­ar hækk­aði þann 1. maí úr 21 þús­und krón­um í 46 þús­und. „Bróð­ir minn þurfti að fara þessa leið út af pen­ing­um,“ seg­ir syst­ir manns­ins en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið.
Með börnin heima fram í ágúst ef ekki semst
FréttirKjarabaráttan

Með börn­in heima fram í ág­úst ef ekki semst

„Mamma, er leik­skóli í dag?“ spyr fjög­urra ára göm­ul dótt­ir Sól­veig­ar Gylfa­dótt­ur á hverj­um morgni. Í um fjór­ar vik­ur hef­ur starf­semi leik­skól­ans henn­ar í Mos­fells­bæ ver­ið skert vegna verk­falla starfs­fólks og nú er þar al­veg lok­að.
Verkalýðsforingjar haldi útifundi til að mótmæla afleiðingum gjörða sinna
Fréttir

Verka­lýðs­for­ingj­ar haldi úti­fundi til að mót­mæla af­leið­ing­um gjörða sinna

Seðla­banka­stjóri seg­ir að með­virkni sé til stað­ar gagn­vart verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún hafi með­al ann­ars birst í því að rík­is­sátta­semj­ari hafi reynt að fá Seðla­bank­ann til að hækka ekki vexti og hætta að tjá sig „af því að formað­ur VR væri ekki stöð­ug­ur í skapi.“
Hlutfallslega flestir á hátekjulistanum á Seltjarnarnesi
GreiningElítusamfélögin Seltjarnarnes og Garðabær

Hlut­falls­lega flest­ir á há­tekju­list­an­um á Seltjarn­ar­nesi

Sá Seltirn­ing­ur sem hafði hæst­ar tekj­ur ár­ið 2021 þén­aði 913,7 millj­ón­ir króna á því ári. Þorri tekna hans voru fjár­magn­s­tekj­ur.
Villuljósin á leiðinni
Stefán Jökulsson
Aðsent

Stefán Jökulsson

Villu­ljós­in á leið­inni

Stefán Jök­uls­son spyr hvort sé gæfu­legra að treysta á miðl­un í mann­heim­um eða miðl­un gervi­greind­ar þeg­ar við reyn­um að átta okk­ur á líf­inu og til­ver­unni?

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Þóra Dungal fallin frá
    5
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.