Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni ákvað að láta formennina vita eftir að Stundin spurði út í málið

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra greindi Bene­dikt Jó­hann­es­syni og Ótt­ari Proppé frá því að fað­ir hans væri einn með­mæl­enda, vegna fyr­ir­hug­aðr­ar fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál­ið. Stund­in sendi fyr­ir­spurn í síð­ustu viku en fékk ekki svör.

Bjarni ákvað að láta formennina vita eftir að Stundin spurði út í málið

Bjarni Benediktsson viðurkenndi á fundi í Valhöll rétt í þessu að hann hefði leynt nánum tengslum sínum við meðmælanda í málum sem varða uppreist æru.

Hann ákvað fyrst að upplýsa flokksformenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um að faðir hans væri meðmælandi eins aðilans eftir að Stundin sendi dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn.

Bjarni fékk upplýsingar um málið í lok júlí frá Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, en segir að ráðuneyti hennar hafi verið búið að ákveða að halda trúnað um málið. Sjálfur hafi hann því einnig þagað um málið. 

„Mér var það síðan ljóst fyrir nokkrum dögum síðan vegna þess að fjölmiðlar höfðu lagt fram fyrirspurn sem gaf til kynna að þeir hefðu þeir þá þegar upplýsingar um þetta,“ sagði Bjarni. „Stefndi í opinbera umfjöllun um þetta mál óháð niðurskurði úrskurðarnefndar,“ bætti hann við.

Bjarni upplýsti þannig ekki um tengsl sín fyrr en hann varð þess áskynja að upp um þau gæti komist.

Fyrirspurn ekki svarað

Stundin sendi fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið í síðustu viku, þann 6. september, sem ekki var svarað þrátt fyrir ítrekanir. Hún var svohljóðandi:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Fundar með forseta á morgun

„Ég mun beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum á þinginu,“ sagði Bjarni á fundinum.

 Hann segist vilja kjósa í nóvember.

 Forseti Íslands mun funda með Bjarna klukkan 11 á morgun.

„Þessi staða hefur að mínu áliti skapast að óþörfu,“ sagði Bjarni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár