Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Bene­dikt Jó­hann­es­son vék sér und­an spurn­ing­um um fram­hald Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn. Ótt­arr Proppé vissi ekki að Bene­dikt Sveins­son hefði und­ir­rit­að með­mæli fyr­ir Hjalta Hauks­son og spurði ekki fyr­ir hvern með­mæl­in voru. Bjarni Bene­dikts­son hafi ekki „boð­ið“ slík­ar upp­lýs­ing­ar.

Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, útilokar ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Björt framtíð sagði sig úr ríkisstjórn. Benedikt vék sér undan spurningum um hvort hann gæti hugsað sér að sitja áfram í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins í viðtali í aukafréttatíma RÚV sem lauk rétt í þessu. Þingflokkur Viðreisnar sendi þó út yfirlýsingu í nótt þar sem kallað var eftir kosningum sem allra fyrst.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði þá Benedikt Jóhannesson ekki hafa vitað fyrir hvern Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, undirritaði meðmæli þegar þeim var greint frá aðkomu hans að uppreist æru brotamanns á mánudag. Bjarni Benediktsson hafi eingöngu tjáð þeim að Benedikt Sveinsson væri umsagnaraðili eins þeirra sem fengið hefði uppreist æru. Óttarr segir að þeim hafi ekki verið boðið upp á frekari upplýsingar og þeir ekki spurt.

„Það var ekki boðið aðrar upplýsingar“

„Við vissum að það væru mjög mörg mál undir og vissum að málinu hafði verið skotið til úrskurðarnefndar,“ sagði Óttarr í aukafréttatímanum. Aðspurður hvort hann hafi ekki óskað frekari upplýsinga og spurt hverjum Benedikt Sveinsson hefði mælt með, sagði Óttarr: „Það má vera, eftir á að hyggja, að maður hefði átt að vera stífari en það var ekki boðið aðrar upplýsingar [sic] og ekki gefið í skyn að það hefðu liðið heilir tveir mánuðir frá því forsætisráðherra fékk þessar upplýsingar.“ 

En vissi Óttarr að Bjarni Benediktsson fékk upplýsingar um undirritun föður síns frá dómsmálaráðherra, sama aðila og hafði ítrekað haldið því fram að um viðkvæmar persónuupplýsingar væri að ræða sem ættu leynt að fara lögum samkvæmt? „Ekki upplifði ég okkar spjall á þessum fundi þannig. Ég stóð í þeirri trú að þetta væri eitthvað sem hefði verið rétt að koma í ljós,“ svaraði Óttarr. Hann telur óumflýjanlegt að þær ákvarðanir sem teknar voru um leynd yfir málum þeirra sem fengið hafa uppreist æru verði skoðaðar í nýju ljósi. „Auðvitað er þetta ömurlegt mál.“

„Ekki upplifði ég okkar spjall á
þessum fundi þannig“

Í viðtalinu við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði hann málið erfitt. „Eðli málsins samkvæmt kemur þarna mikil tortryggni upp. (...) Í þessu máli þá er þetta þannig að ég tel að þarna hefði það verið mjög óeðlilegt ef Bjarni hefði farið að upplýsa okkur Óttar alveg sérstaklega um þetta.“

Hann viðurkenndi að eftir á að hyggja væri augljóst að þeir Óttarr hefðu átt að spyrja Bjarna Benediktsson fyrir hvern faðir hans hefði undirritað meðmæli.

„Í þessu máli er komin upp geysilega mikil tortryggni milli þjóðarinnar annars vegar og stjórnmálanna hins vegar. Samúð allra er með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði Benedikt. „Það verður ekki gert nema þjóðin verði sannfærð um að þetta mál hafi verið upplýst alveg frá upphafi til enda. Við megum ekki stinga neinu undir stól. Þarna verður þjóðin að ná sátt um þetta mál. Þetta mál er þess eðlis að við verðum að vera öll sátt við það að þarna hafi verið eðlileg vinnubrögð.“

Aðspurður um framhald Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sagði hann: „Ég get auðvitað ekki fullyrt um það á þessari stundu. En ég get fullyrt að það verður að nást niðurstaða í þessu máli.“ 

Framsókn útilokar að leysa Bjarta framtíð af hólmi

Formenn stjórnarandstöðunnar hafa bent á að mögulegt sé að boða til kosninga með þriggja vikna fyrirvara. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið ábyrgðarlaust af Bjartri framtíð og Viðreisn að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í janúar.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina hafa „staðið á brauðfótum frá stofnun“. Þá vekur athygli að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar að Framsóknarflokkurinn gangi inn í núverandi ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.

„Nema Sjálfstæðisflokknum,
hann er óstjórntækur.“

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist ekki útiloka myndun ríkisstjórn með öllum flokkum, „Nema Sjálfstæðisflokknum, hann er óstjórntækur.“ Hún lagði til að fyrir þingrof myndi Alþingi samþykkja nýja stjórnmálaskrá.

Bjarni Benediktsson neitaði að tjá sig um málið fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir í Valhöll. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom í viðtal hjá RÚV og Stöð 2 og sagði Bjarna Benediktsson njóta trausts flokksmanna. „Bjarni hefur verið kosinn formaður, og hefur stuðning sjálfstæðismanna,“ sagði hann. Þá bætti hann því við að málið væri flókið, og að mikilvægt væri að fara rólega í gegnum það, en augljóst væri að það þyrfti sem allra fyrst „að herða refsingar gegn kynferðisofbeldismönnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár