Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áhersla á fullgildingu fríverslunarsamnings við Filippseyjar

Til­laga til þings­álykt­un­ar um full­gild­ingu fríversl­un­ar­samn­ings milli EFTA-ríkj­anna og Fil­ipps­eyja er eitt af ör­fá­um mál­um ut­an­rík­is­ráð­herra á þing­mála­skrá sem ekki er EES-mál.

Áhersla á fullgildingu fríverslunarsamnings við Filippseyjar

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja er eitt af örfáum áherslumálum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á þinginu sem nú er að hefjast sem ekki er EES-mál, þ.e. skyldubundin innleiðing á reglum Evrópska efnahagssvæðisins í íslenskan rétt.

Þingsályktunartillagan var lögð fram í mars en dagaði uppi á síðasta þingi. Var tillagan gagnrýnd harðlega, bæði af nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar og lögfræðingi Alþýðusambands Íslands. Var vísað til alvarlegra mannréttindabrota í Filippseyjum og fullyrt að með tillögunni væru viðskiptahagsmunir teknir fram yfir mannréttindasjónarmið. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn? Eru viðskiptahagsmunir virkilega metnir hér meira en sjálfsögð mannréttindi?“ spurði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, þegar rætt var um málið á Alþingi þann 25. apríl síðastliðinn. 

Önnur mál sem Guðlaugur ætlar að leggja fram á þinginu er frumvarp breytingu á lögum um Íslandsstofu. Í því felst endurskoðun á ákvæðum um hlutverk utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu í útflutningsaðstoð við íslenskt atvinnulíf á erlendum mörkuðum, ímynd og orðspor Íslands, kynningu á íslenskri menningu erlendis og markaðsstarf gagnvart erlendum ferðamönnum og fjárfestum. Er markmið endurskoðunarinnar grundvöll fyrir framtíðarfyrirkomulag útflutningsaðstoðar og markaðsstarfs.

Þá hyggst Guðlaugur leggja fram frumvarp til laga um stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Frumvarpið felur í sér að sett verði á fót stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Undir stofnunina myndu falla fjórir skólar sem nú starfa á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þ.e. jarðhita-, sjávarútvegs-, landgræðslu- og jafnréttisskólar Háskóla Sameinuðu þjóð­anna,“ segir í þingmálaskránni. „Í frumvarpinu verður gert ráð fyrir að stofnunin verði hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna með formlega stöðu alþjóðastofnunar í skilningi laga nr. 98/1992, um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.“

Guðlaugur mun leggja fram þingsályktunartillögur um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu, bæði fyrir árið 2017 og 2018. Þá mun hann tala fyrir þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnustefnu Íslands 2018‒2022 eins og gert er ráð fyrir í lögum, og veita Alþingi hina árlegu skýrslu um utanríkismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár