Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áhersla á fullgildingu fríverslunarsamnings við Filippseyjar

Til­laga til þings­álykt­un­ar um full­gild­ingu fríversl­un­ar­samn­ings milli EFTA-ríkj­anna og Fil­ipps­eyja er eitt af ör­fá­um mál­um ut­an­rík­is­ráð­herra á þing­mála­skrá sem ekki er EES-mál.

Áhersla á fullgildingu fríverslunarsamnings við Filippseyjar

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja er eitt af örfáum áherslumálum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á þinginu sem nú er að hefjast sem ekki er EES-mál, þ.e. skyldubundin innleiðing á reglum Evrópska efnahagssvæðisins í íslenskan rétt.

Þingsályktunartillagan var lögð fram í mars en dagaði uppi á síðasta þingi. Var tillagan gagnrýnd harðlega, bæði af nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar og lögfræðingi Alþýðusambands Íslands. Var vísað til alvarlegra mannréttindabrota í Filippseyjum og fullyrt að með tillögunni væru viðskiptahagsmunir teknir fram yfir mannréttindasjónarmið. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn? Eru viðskiptahagsmunir virkilega metnir hér meira en sjálfsögð mannréttindi?“ spurði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, þegar rætt var um málið á Alþingi þann 25. apríl síðastliðinn. 

Önnur mál sem Guðlaugur ætlar að leggja fram á þinginu er frumvarp breytingu á lögum um Íslandsstofu. Í því felst endurskoðun á ákvæðum um hlutverk utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu í útflutningsaðstoð við íslenskt atvinnulíf á erlendum mörkuðum, ímynd og orðspor Íslands, kynningu á íslenskri menningu erlendis og markaðsstarf gagnvart erlendum ferðamönnum og fjárfestum. Er markmið endurskoðunarinnar grundvöll fyrir framtíðarfyrirkomulag útflutningsaðstoðar og markaðsstarfs.

Þá hyggst Guðlaugur leggja fram frumvarp til laga um stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. „Frumvarpið felur í sér að sett verði á fót stofnun Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Undir stofnunina myndu falla fjórir skólar sem nú starfa á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þ.e. jarðhita-, sjávarútvegs-, landgræðslu- og jafnréttisskólar Háskóla Sameinuðu þjóð­anna,“ segir í þingmálaskránni. „Í frumvarpinu verður gert ráð fyrir að stofnunin verði hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna með formlega stöðu alþjóðastofnunar í skilningi laga nr. 98/1992, um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.“

Guðlaugur mun leggja fram þingsályktunartillögur um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu, bæði fyrir árið 2017 og 2018. Þá mun hann tala fyrir þingsályktunartillögu um alþjóðlega þróunarsamvinnustefnu Íslands 2018‒2022 eins og gert er ráð fyrir í lögum, og veita Alþingi hina árlegu skýrslu um utanríkismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár