Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ekki bara dropi í hafið heldur blaut tuska í andlitið á þessu fólki“

Að­eins 60 millj­ón­um verð­ur var­ið til verk­efna geð­heil­brigð­isáætl­un­ar þrátt fyr­ir að Ótt­arr Proppé hafi ít­rek­að tal­að um geð­heil­brigði sem áherslu­mál sitt í rík­is­stjórn. Gunn­ar Hrafn Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fjár­hæð­ina móðg­un við geð­sjúka og að­stand­end­ur þeirra.

„Ekki bara dropi í hafið heldur blaut tuska í andlitið á þessu fólki“

Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir að tillaga ríkisstjórnarinnar um að einungis 60 milljón krónum verði varið til framkvæmdar aðgerðaáætlunar um geðheilbrigðismál, sem Alþingi samþykkti í formi þingsályktunar í fyrra, sé móðgun við fólk sem glímir við geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra.

„Margumtöluð geðheilbrigðisáætlun stjórmvalda var vonarglæta fyrir marga sem eru í bráðri lífshættu eða eiga ástvini í þeirri stöðu. En 60 milljónir… það er ekki bara dropi í hafið heldur blaut tuska í andlitið á þessu fólki,“ segir Gunnar í samtali við Stundina. „Þetta dugar ekki einu sinni til að koma til móts við ört vaxandi þörf, hvað þá að það bæti ástand þeirra sem nú þegar eru búnir að velkjast um í kerfinu árum og áratugum saman.“ 

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að hann leggi mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Við myndun ríkisstjórnarinnar í janúar gagnrýndi hann að málaflokkurinn hefði setið á hakanumog sagðist ætla að bæta úr því. Þegar fluttar voru fréttir af því að tveir menn hefðu svipt sig lífi inni á geðdeild síðla sumars steig Óttarr fram og talaði um mikilvægi þess að Íslendingar gerðu betur í geðheilbrigðismálum. Tiltók hann sérstaklega að verja þyrfti auknu fjármagni til málaflokksins. 

Fjárlagafrumvarp ársins 2018 var kynnt í gærmorgun. Í kynningarefni sem birt var á vef stjórnarráðsins er „geðvandi og sjúkrahúsþjónusta“ efst á lista yfir helstu áherslumál ríkisstjórnarinnar á fjárlagaárinu 2018. 

Þegar rýnt er í fjárlagafrumvarpið og greinargerð þess kemur í ljós að einungis er gert ráð fyrir 60 milljóna framlagi frá hinu opinbera til að standa undir þeim fjölmörgu verkefnum sem Alþingi samþykkti í formi ítarlegrar þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum síðasta vor. 

Með aukningunni, sem heyrir undir heilsugæslu í fjárlögum, er ætlunin að „fjölga sálfræðingum, geðheilsuteymum og meðferðarúrræðum við geðvanda“. Þá er lítillega minnst á geðheilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar í umfjöllun um fjárlagaliðinn lýðheilsa, forvarnir og eftirlit. Í þeim málaflokki er hins vegar ekki boðuð aukning fjárframlaga heldur dragast þau saman um 41,3 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Í kafla greinargerðar fjárlagafrumvarpsins um sérhæfða sjúkrahússþjónustu kemur fram að starfsfólki á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans verði fjölgað „í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum“.

Ekki er tekið fram hve miklum fjármunum eigi að verja til fjölgunarinnar en eins og Stundin greindi frá í gær munu útgjöld hins opinbera vegna þjónustu og reksturs Landspítalans aðeins aukast um 597 milljónir sem er langt undir því sem stjórnendur spítalans hafa fullyrt að þurfi til að tryggja viðunandi þjónustu við sjúklinga. Að því er fram kemur í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu munu framlög til geðheilbrigðis- þjónustu allt í allt aukast um 105 milljónir króna í frumvarpinu.

Gunnar Hrafn Jónsson er sá þingmaður sem hefur tjáð sig hvað mest um geðheilbrigðismál, en sjálfur hefur hann glímt við geðsjúkdóma og fjallað opinskátt um reynslu sína af þeim.

Hann bendir á að samkvæmt nýlegri könnun landlæknisembættisins fari ástandið í geðheilbrigðismálum ungmenna versnandi.

„Málaflokkurinn hefur verið vanræktur með skipulögðum hætti áratugum saman vegna rótgróinna fordóma gegn heilasjúkdómum. Ef 48 manns, aðallega ungmenni, myndu farast úr fuglaflensu á einu ári yrði engu til sparað í átaki til að bjarga mannslífum. Þegar slíkur fjöldi deyr vegna heilasjúkdóma er sett fram margra ára áætlun sem mætir ekki einu sinni brýnustu þörfum,“ segir Gunnar.

Gunnar Hrafn segist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig nákvæmlega standi til að fjárfesta í málaflokknum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun. „Ég vona að það vanti eitthvað mikið inn í þessa útreikninga. Það virðist allavega ljóst að þetta á að dragast í mörg ár sem er óforsvaranlegt. Ef framlögin verða ekki margfölduð mun það kosta fjölda mannslífa á næstu árum og skapa dýrt langtímavandamál í formi tapaðs mannauðs sem endar jafnvel á örorku fyrir lífstíð,“ segir hann. „Með öðrum orðum, það kostar bæði mannslíf og peninga á morgun að vanrækja vandamálið í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár