Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kostnaður vanáætlaður um milljarða

Fjár­lög árs­ins 2017 voru sam­þykkt í mikl­um flýti, en kostn­að­ur vegna al­manna­trygg­inga og heil­brigð­is- og hæl­is­mála virð­ist hafa ver­ið vanáætl­að­ur um á ann­an tug millj­arða.

Kostnaður vanáætlaður um milljarða
Fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram og samþykkt, en Haraldur Benediktsson var formaður fjárlaganefndar. Mynd: Alþingi

Kostnaður vegna útlendingamála var rúmum milljarði meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt afkomugreinargerð ríkissjóðs sem fjármálaráðuneytið birti á dögunum voru fjárheimildir verulega „vanáætlaðar í fjárlagagerð í ljósi fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna á síðustu mánuðum ársins 2016“.

Útlendingastofnun birtir nákvæma tölfræði um fjölda hælisumsókna í hverjum mánuði. Þá fékk fjárlaganefnd Alþingis ítarlega kynningu frá fulltrúum innanríkisráðuneytisins á fjárþörf vegna hælisumsókna og þjónustu við hælisleitendur þann 12. desember síðastliðinn.

Dregnar voru upp þrjár sviðsmyndir. Í einni þeirra var áætlað að fjárvöntunin, miðað við frumvarpið sem þá lá fyrir, næmi meira en 2 milljörðum á árinu. Bjartsýnni spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljarða og 892 milljóna fjárvöntun. Nú er ljóst að framúrkeyrslan aðeins á fyrri hluta ársins er 1200 milljónir.

Kostnaður vegna almennrar sjúkrahússþjónustu, lyfjakaupa, innleiðingar nýs greiðsluþátttökukerfis sjúklinga og bóta til öryrkja og ellilífeyrisþega var einnig vanáætlaður um samtals 6 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2017 samkvæmt rekstraryfirliti Fjársýslu ríkisins. Út frá þeim upplýsingum sem gefnar eru má ætla að kostnaður hins opinbera vegna málaflokkanna hafi verið vanáætlaður um vel á annan tug milljarða á fjárlagaárinu í heild. 

Fjárlögin afgreidd í flýti

Eins og Stundin hefur áður bent á voru fjárlög ársins afgreidd í miklum flýti. Allar þrjár umræðurnar um fjárlagafrumvarp ársins 2017 tóku aðeins um 12 klukkustundir en rætt var um fjárlög síðasta árs í um það bil 100 klukkustundir. Venjulega er fjárlagafrumvarpi útbýtt annan þriðjudag í september en fjárlagafrumvarp ársins 2017 var ekki lagt fram fyrr en 6. desember vegna óvenjulegra aðstæðna í kjölfar þingkosninga. Þrátt fyrir þetta var ekki talin þörf á að þingið starfaði milli jóla og nýárs og ákvað fjárlaganefnd að takmarka mjög fundarhöld með fulltrúum stofnana.

 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var gríðarlegt kapp lagt á að rumpa þingstörfum og fjárlagavinnunni af svo þingmenn kæmust í langt frí og þyrftu ekki að mæta til vinnu milli jóla og nýárs. Fjárlögin voru samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 22. desember en aðrir þingflokkar sátu hjá. 

Nú liggur fyrir að útgjöld ríkisins voru 12,6 milljörðum meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir þegar Alþingi lögfesti fjárheimildir í desember. Skatttekjur og tryggingagjöld voru 4,7 milljörðum undir áætlun, einkum vegna neikvæðs fráviks í tekjuskatti einstaklinga upp á 8,7 milljörðum sem skýrist af endurgreiðslum vegna uppgjörs á tekjuskatti ársins 2016 sem voru í júní en ekki júlí eins og áætlun hafði gert ráð fyrir. Á móti kemur jákvætt frávik í virðisaukaskatti upp á 5,5 milljarða sem skýrist af miklum vexti einkaneyslu auk þess sem fjármagnstekjur hins opinbera voru 4,4 milljörðum yfir áætlun, aðallega vegna arðgreiðslna frá Landsbankanum og Íslandsbanka.

Gerðu ekki ráð fyrir stjórnarskiptum

Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna ríkisstjórnarskipta þegar fjárlögin voru samþykkt þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður væru í gangi um það leyti sem frumvarpið var lagt fram og fyrir lægi að ný ríkisstjórn yrði mynduð hvað og hverju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár