Tvö einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sem fjármögnuð er að langmestu leyti með skattfé, eru meðal fjörutíu arðbærustu fyrirtækja landsins. Þetta eru bæklunarskurðaðgerðafyrirtækið Stoðkerfi ehf. á Suðurlandsbraut og heimilislækna- og heilsugæslufyrirtækið Læknavaktin ehf. í Kópavogi. Þetta kemur fram í yfirliti frá Lánstrausti, CreditInfo, um 100 arðbærustu fyrirtæki landsins út frá arðbærni eigin fjár þeirra. Stoðkerfi ehf. er í 35. sæti á listanum en Læknavaktin ehf. í því 39. Bæði fyrirtækin eru með meira en 60 prósent arðsemi eigin fjár.
Nær allur hagnaður greiddur út
Stoðkerfi ehf. er langstærsta einkarekna bæklunarskurðfyrirtæki landsins en hjá því starfa 20 læknar sem jafnframt eru hluthafar þess. Fyrirtækið hefur gengið mjög vel um langt árabil og skilaði 348 milljóna hagnaði á árunum 2008 til 2015 og greiddi út 327 milljóna arð til hluthafa sinna. Fyrirtækið hefur verið starfandi í 20 ár.
Stoðkerfi ehf. sérhæfir sig í bæklunarskurðaðgerðum sem krefjast ekki innlagnar á sjúkrahús eða legudeild, meðal …
Athugasemdir