Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óperusöngvara meinað að taka mynd af gjaldskylduskilti við salerni í Hörpu

Krist­inn Sig­munds­son óperu­söngv­ari vildi taka mynd af skilt­um sem kynna gjald­heimtu við sal­ern­in í Hörpu. Starfs­mað­ur bann­aði hon­um það. „It's a free coun­try,“ sagði Krist­inn, sem tel­ur að starfs­menn Hörpu ættu að kunna ís­lensku.

Óperusöngvara meinað að taka mynd af gjaldskylduskilti við salerni í Hörpu
Harpa Slagorð tónlistarhússins er „Harpa - húsið þitt“. Mynd: Harpa.is

Einn farsælasti tónlistarmaður Íslands, óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, fékk ákúrur frá gjaldheimtumanni við salernin í tónlistarhúsinu Hörpu, vegna þess að hann tók ljósmyndir af frumlegum skiltum sem kynna salernisaðstöðuna og verðlagningu á henni.

Kristinn SigmundssonHefur meðal annars komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Auk þess hefur hann komið fram í helstu óperuhúsum heims.

„We don't take pictures here,“ sagði starfsmaður gjaldheimtu í salerni Hörpu við Kristinn, samkvæmt endursögn hans á Facebook. „Ég sagði honum: „It's a free country“.

„Not here,“ svaraði starfsmaðurinn, og benti aftur fyrir sig.“

Kynning á gjaldheimtu við salernin hefur verið stillt þannig fram að með skáletruðu misstóru letri stendur stórum stöfum: „Dream a little dream of WC“, og í smáu letri greint frá 300 króna gjaldi. „Hello, is it wc you're looking for“ segir í öðru skilti. 

Færsla KristinsHann varð fyrir óþægilegri reynslu í Hörpu.

„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi. Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim „We don't take pictures here.“

Miklar umræður hafa skapast um þá ákvörðun Hörpu að hefja innheimtu við salernin í húsinu. Harpa, sem notar slagorðið „Húsið þitt“, byrjaði í sumar að rukka 300 krónur fyrir hverja salernisferð. Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason sagði frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði séð konu hafa hægðir milli bifreiða á bílastæðinu við Hörpu. „Ég horfði á það gerast! Ég hef aldrei séð annað eins!“ greindi hann frá á Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár