Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óperusöngvara meinað að taka mynd af gjaldskylduskilti við salerni í Hörpu

Krist­inn Sig­munds­son óperu­söngv­ari vildi taka mynd af skilt­um sem kynna gjald­heimtu við sal­ern­in í Hörpu. Starfs­mað­ur bann­aði hon­um það. „It's a free coun­try,“ sagði Krist­inn, sem tel­ur að starfs­menn Hörpu ættu að kunna ís­lensku.

Óperusöngvara meinað að taka mynd af gjaldskylduskilti við salerni í Hörpu
Harpa Slagorð tónlistarhússins er „Harpa - húsið þitt“. Mynd: Harpa.is

Einn farsælasti tónlistarmaður Íslands, óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, fékk ákúrur frá gjaldheimtumanni við salernin í tónlistarhúsinu Hörpu, vegna þess að hann tók ljósmyndir af frumlegum skiltum sem kynna salernisaðstöðuna og verðlagningu á henni.

Kristinn SigmundssonHefur meðal annars komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Auk þess hefur hann komið fram í helstu óperuhúsum heims.

„We don't take pictures here,“ sagði starfsmaður gjaldheimtu í salerni Hörpu við Kristinn, samkvæmt endursögn hans á Facebook. „Ég sagði honum: „It's a free country“.

„Not here,“ svaraði starfsmaðurinn, og benti aftur fyrir sig.“

Kynning á gjaldheimtu við salernin hefur verið stillt þannig fram að með skáletruðu misstóru letri stendur stórum stöfum: „Dream a little dream of WC“, og í smáu letri greint frá 300 króna gjaldi. „Hello, is it wc you're looking for“ segir í öðru skilti. 

Færsla KristinsHann varð fyrir óþægilegri reynslu í Hörpu.

„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi. Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim „We don't take pictures here.“

Miklar umræður hafa skapast um þá ákvörðun Hörpu að hefja innheimtu við salernin í húsinu. Harpa, sem notar slagorðið „Húsið þitt“, byrjaði í sumar að rukka 300 krónur fyrir hverja salernisferð. Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason sagði frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði séð konu hafa hægðir milli bifreiða á bílastæðinu við Hörpu. „Ég horfði á það gerast! Ég hef aldrei séð annað eins!“ greindi hann frá á Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár