Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi horfa á bardagann án þess að greiða fyrir: „Sorglegt“ segir talsmaður rétthafa

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, ósk­aði eft­ir að­stoð á Twitter svo hún gæti horft á hne­fa­leika­bar­daga án þess að greiða fyr­ir. Stjórn­ar­formað­ur Fé­lags rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði seg­ir sorg­legt að þing­menn nýti sér ólög­lega þjón­ustu.

Vildi horfa á bardagann án þess að greiða fyrir: „Sorglegt“ segir talsmaður rétthafa
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Óskaði eftir aðstoð á Twitter til þess að hún gæti horft á hnefaleikabardaga í gegnum ólöglega streymisþjónustu. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, spurðist fyrir um það á samfélagsmiðlum hvernig mætti horfa á „stream“ af hnefaleikabardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Slík streymiþjónusta er ólögleg þótt mikill fjöldi fólks nýti sér hana, en Stöð 2 Sport hafði keypt réttinn til sýningar á viðburðinum sem fram fór um helgina. Áslaug eyddi færslunni eftir að hafa fengið svar við spurningu sinni, en skjáskot af ummælunum má sjá hér að neðan.

Uppfært 30. ágúst, kl. 13:00:
Áslaug Arna hefur beðist afsökunar á málinu. „Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því. Stundum þegar mikið liggur við þá leitar maður langt yfir skammt, kannski hvatvísi en alla vega hugsunarleysi. Ég veit betur en get bara beðist afsökunar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bardaga,“ skrifar hún í stöðuuppfærslu á Facebook.

Twitter-reikningur ÁslaugarÓskaði eftir aðstoð við að nálgast ólöglegar streymisþjónustur. Færslunni hefur nú verið eytt.

„Það er auðvitað sorglegt að sjá þetta, að þingmenn geti ekki farið að lögum. Hvaða fordæmi setja þeir þá?“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, í samtali við Stundina. „Staðreyndin er sú að aðilar hafa keypt réttinn af íþróttaviðburðum dýrum dómi. Þeir halda fólki í vinnu, ráða fólk og borga skatta til samfélagsins og þess vegna er sérstaklega dapurlegt að fólk í stöðu eins og hún skuli láta svona út úr sér.“

Hallgrímur bendir á að sjónvarpsiðnaður á Íslandi velti í kringum 35 milljörðum á ári, skapi störf og borgi skatta. Málefni menningar og fjölmiðla heyra undir menntamál, en sem fyrr segir er Áslaug formaður þeirrar þingnefndar Alþingis sem fer með þau mál.

Hallgrímur segir iðnaðinn bundinn ýmsum kvöðum og að ólöglegt niðurhal og streymisþjónusta hafi mikil áhrif á markinn hér á landi. „Þetta eru engar smá upphæðir sem tapast vegna streymis og ólöglegs niðurhals. Við létum gera rannsókn fyrir okkur og niðurstaðan var sú að tap innlendra aðila vegna streymis og ólöglegs niðurhals var gróflega áætlað 1,1 milljarður króna á ári. Af þeirri upphæð er hið opinbera að tapa 350-450 milljónum króna,“ segir Hallgrímur.

Rannsóknin var gerð í fyrra af Gallup og fékkst niðurstaðan með því að rannsaka hve mikið af höfundarvörðu efni væri stolið. Þá var fólk spurt hvort það hefði greitt fyrir efnið ef það hefði ekki haft aðgang að því með ólögmætum hætti. 

Í landsfundarályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var árið 2016 er lögð áhersla á að vernda skuli eignarrétt rafræns efnis og draga verði úr ólöglegu niðurhali. 

Bardaginn hjá SímanumHægt var að greiða Símanum 5.500 krónur fyrir bardagann.

Til þess að horfa á bardagann með lögmætum hætti var ekki nauðsynlegt að kaupa áskrift að Stöð 2. Þannig bauð til dæmis Síminn notendum sínum að kaupa aðgang að bardaganum fyrir 5.500 krónur, en þar af greiðast1.064 krónur í virðisaukaskatt. Laun Áslaugar Örnu sem þingmanns og formanns allsherjar- og menntamálanefndar nema meira en 1,3 milljónum króna á mánuði.

Auk Áslaugar Örnu hefur Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, talað opinberlega um að hún nýti sér ólöglega streymisþjónustu.

Eva óskaði fyrir rúmum tveimur vikum eftir aðstoð til að horfa á PGA-golfmótaröðina. „Á dauða mínum átti ég von à en að sá dagur kæmi að ég gæti ómögulega misst af 4 umferð PGA, ekki einu sinni spilandi golf ... en ef einhver er með Tips um hvernig ég get horft án stöð 2 væri það vel þegið,“ sagði Eva í færslu á Facebook.

Facebook-reikningur EvuÓskaði eftir ráðum til þess að hún þyrfti ekki að greiða Stöð 2 fyrir þjónustuna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár