Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi horfa á bardagann án þess að greiða fyrir: „Sorglegt“ segir talsmaður rétthafa

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formað­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, ósk­aði eft­ir að­stoð á Twitter svo hún gæti horft á hne­fa­leika­bar­daga án þess að greiða fyr­ir. Stjórn­ar­formað­ur Fé­lags rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­mynda­iðn­aði seg­ir sorg­legt að þing­menn nýti sér ólög­lega þjón­ustu.

Vildi horfa á bardagann án þess að greiða fyrir: „Sorglegt“ segir talsmaður rétthafa
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Óskaði eftir aðstoð á Twitter til þess að hún gæti horft á hnefaleikabardaga í gegnum ólöglega streymisþjónustu. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, spurðist fyrir um það á samfélagsmiðlum hvernig mætti horfa á „stream“ af hnefaleikabardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Slík streymiþjónusta er ólögleg þótt mikill fjöldi fólks nýti sér hana, en Stöð 2 Sport hafði keypt réttinn til sýningar á viðburðinum sem fram fór um helgina. Áslaug eyddi færslunni eftir að hafa fengið svar við spurningu sinni, en skjáskot af ummælunum má sjá hér að neðan.

Uppfært 30. ágúst, kl. 13:00:
Áslaug Arna hefur beðist afsökunar á málinu. „Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því. Stundum þegar mikið liggur við þá leitar maður langt yfir skammt, kannski hvatvísi en alla vega hugsunarleysi. Ég veit betur en get bara beðist afsökunar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bardaga,“ skrifar hún í stöðuuppfærslu á Facebook.

Twitter-reikningur ÁslaugarÓskaði eftir aðstoð við að nálgast ólöglegar streymisþjónustur. Færslunni hefur nú verið eytt.

„Það er auðvitað sorglegt að sjá þetta, að þingmenn geti ekki farið að lögum. Hvaða fordæmi setja þeir þá?“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, í samtali við Stundina. „Staðreyndin er sú að aðilar hafa keypt réttinn af íþróttaviðburðum dýrum dómi. Þeir halda fólki í vinnu, ráða fólk og borga skatta til samfélagsins og þess vegna er sérstaklega dapurlegt að fólk í stöðu eins og hún skuli láta svona út úr sér.“

Hallgrímur bendir á að sjónvarpsiðnaður á Íslandi velti í kringum 35 milljörðum á ári, skapi störf og borgi skatta. Málefni menningar og fjölmiðla heyra undir menntamál, en sem fyrr segir er Áslaug formaður þeirrar þingnefndar Alþingis sem fer með þau mál.

Hallgrímur segir iðnaðinn bundinn ýmsum kvöðum og að ólöglegt niðurhal og streymisþjónusta hafi mikil áhrif á markinn hér á landi. „Þetta eru engar smá upphæðir sem tapast vegna streymis og ólöglegs niðurhals. Við létum gera rannsókn fyrir okkur og niðurstaðan var sú að tap innlendra aðila vegna streymis og ólöglegs niðurhals var gróflega áætlað 1,1 milljarður króna á ári. Af þeirri upphæð er hið opinbera að tapa 350-450 milljónum króna,“ segir Hallgrímur.

Rannsóknin var gerð í fyrra af Gallup og fékkst niðurstaðan með því að rannsaka hve mikið af höfundarvörðu efni væri stolið. Þá var fólk spurt hvort það hefði greitt fyrir efnið ef það hefði ekki haft aðgang að því með ólögmætum hætti. 

Í landsfundarályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var árið 2016 er lögð áhersla á að vernda skuli eignarrétt rafræns efnis og draga verði úr ólöglegu niðurhali. 

Bardaginn hjá SímanumHægt var að greiða Símanum 5.500 krónur fyrir bardagann.

Til þess að horfa á bardagann með lögmætum hætti var ekki nauðsynlegt að kaupa áskrift að Stöð 2. Þannig bauð til dæmis Síminn notendum sínum að kaupa aðgang að bardaganum fyrir 5.500 krónur, en þar af greiðast1.064 krónur í virðisaukaskatt. Laun Áslaugar Örnu sem þingmanns og formanns allsherjar- og menntamálanefndar nema meira en 1,3 milljónum króna á mánuði.

Auk Áslaugar Örnu hefur Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, talað opinberlega um að hún nýti sér ólöglega streymisþjónustu.

Eva óskaði fyrir rúmum tveimur vikum eftir aðstoð til að horfa á PGA-golfmótaröðina. „Á dauða mínum átti ég von à en að sá dagur kæmi að ég gæti ómögulega misst af 4 umferð PGA, ekki einu sinni spilandi golf ... en ef einhver er með Tips um hvernig ég get horft án stöð 2 væri það vel þegið,“ sagði Eva í færslu á Facebook.

Facebook-reikningur EvuÓskaði eftir ráðum til þess að hún þyrfti ekki að greiða Stöð 2 fyrir þjónustuna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár