„Það sem er vont við þetta og gerir þetta að ákút máli er að það er verið að lækka standardinn í íslenskri læknisfræði. Engir lyflæknar eru á Klíníkinni, það er ekkert CARD-teymi þarna ef einhver fer í hjartastopp þarna upp frá þannig að ef eitthvað fer úrskeiðis þarna þá verður fólkið bara sent niður á Landspítala,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, aðspurður um hvað honum finnist um að einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkin geti nú gert fyrirbyggjandi brjóstaskurðaðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRAC-stökkbreytingar sem valdið geta krabbameini. Á Klínikinni starfar brjóstaskurðlæknirinn Kristján Skúli Ásgeirsson sem er einn helsti sérfræðingur Íslands í brjóstaskurðaðgerðum á konum, bæði krabbbameinsaðgerðum og eins fyrirbyggjandi aðgerðum. „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis,“ segir Kári.
Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi í febrúar úrskurð um að Sjúkratryggingar Íslands eigi að greiða fyrir fyrirbyggjandi brjóstnám og brjóstauppbyggingu á konu sem er arfberi fyrir BRACII stökkbreytinguna. Áður höfðu …
Athugasemdir