Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Maðurinn sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í tólf ár kærði mann fyrir nafnbirtingu á sér

„Þetta eru sam­tök um að eyði­leggja líf ann­ars fólks.“ seg­ir mað­ur­inn sem nauðg­aði stjúp­dótt­ur sinni „nær dag­lega“ í tólf ár, en hann kærði sam­tök­in Stönd­um sam­an fyr­ir að birta nafn hans. Hann fékk upp­reist æru þann 16. sept­em­ber.

Maðurinn sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í tólf ár kærði mann fyrir nafnbirtingu á sér

Maður, sem misnotaði stjúpdóttur sína í 12 ár, en var sæmdur óflekkuðu mannorði af forseta Íslands í fyrra, kærði aðstandendur vefsíðunnar Stöndum saman til lögreglunnar árið 2013 fyrir að birta upplýsingar um sig. Þetta gerði hann í kjölfar þess að einn af umsjónarmönnum Facebook-síðunnar Við birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðungum hafði samband við rútufyrirtæki sem maðurinn vann hjá og greindi frá því að hann væri barnaníðingur. Í kjölfarið missti maðurinn vinnuna. 

„Hann fór til lögreglunnar og lagði fram kæru en það var aldrei neitt gert í málinu, enda ekkert ólöglegt verið gert, en greyið upplifði sig sem fórnarlamb,“ segir Skúli Steinn Vilbergsson í samtali við Stundina, en hann var einn af forsprökkum samtakanna Stöndum saman á sínum tíma.

„Ég fékk uppreist æru eftir að hafa verið rekinn 13 sinnum úr vinnu,“ sagði maðurinn þegar Stundin ræddi við hann fyrr í vikunni. „Þetta Stöndum saman er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt á ævinni. Þetta eru samtök um að eyðileggja líf annars fólks.“ 

Maðurinn var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur taldi manninn hafa misnotað freklega vald sitt yfir stúlkunni sem stjúpfaðir, brotið ítrekað og gróflega gegn henni og valdið henni djúpstæðum skaða. Hann fékk uppreist æru þann 16. september síðastliðinn, sama dag og Robert Downey, sem var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn fimm stúlkum, meðal annars meðan hann var um sextugt en stúlkurnar á unglingsaldri.

Óskar Ingi Þorgrímsson, stofnandi Facebook-síðunnar, greindi frá því í samtali við Vísi árið 2014 að hann hefði fengið upplýsingar um að maðurinn starfaði sem rútubílstjóri og starfaði í kringum börn. „Ég hafði samband við fyrirtækið sem hann starfaði hjá og greindi þeim frá því að hann hefði setið inni fyrir barnaníð.“ Í bréfi sem Óskari barst frá ríkissaksóknara nokkrum mánuðum síðar kom fram að gögn málsins hefðu verið yfirfarin og málið væri ekki líklegt til sakfellingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár