Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að Við­reisn hafi fylgt laga­bók­stafn­um þeg­ar flokk­ur­inn tók við 1,6 millj­ón­um króna frá Helga Magnús­syni fjár­festi og fé­lög­um sem eru al­far­ið í hans eigu. Þetta kem­ur fram í svari Rík­is­end­ur­skoð­un­ar við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Helgi og félög sem hann á 100 prósent í teljast ekki „tengdir aðilar“

Helgi Magnússon fjárfestir er ekki tengdur félögum sem hann á 100 prósenta eignarhlut í samkvæmt viðtekinni túlkun á ákvæði um „tengda aðila“ í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir Ríkisendurskoðun í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Út frá þessu áttu ásakanir um að Viðreisn hefði brotið lög með því að veita styrkjunum viðtöku ekki við rök að styðjast.

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, sagði í gær að flokkurinn hefði stuðst við umrædda túlkun á lögunum þegar tekið var við 1,6 milljón króna fjárstyrk frá fjárfestinum og félögum sem hann á 100 prósenta hlut í á stofnári Viðreisnar, 2016. Styrkir einstaklinga og styrkir lögaðila voru metnir hvor í sínu lagi. Þannig var Helgi Magnússon sem einstaklingur ekki talinn tengjast félögum (lögaðilum) sem voru alfarið í eigu hans sjálfs.

Í svari Guðbrands Leóssonar, sérfræðings hjá Ríkisendurskoðun, við fyrirspurn sem Stundin sendi stofnuninni í gær kemur fram að á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga sé ljóst að tengsl Hofgarða ehf. og Varðbergs ehf. við Helga Magnússon falli ekki undir skilgreiningu laga um fjármál stjórnmálasamtaka á tengdum aðilum. „Verður [...] ekki séð að tengsl Helga og umræddra félaga falli undir ofangreinda skilgreiningu laganna á tengdum aðilum. Því sýnast bæði hann og bæði félögin hafa mátt styrkja Viðreisn í samræmi við ákvæði III. kafla laga nr. 162/2006,“ segir í svari stofnunarinnar.

Stundin sendi Ríkisendurskoðun fyrirspurn í gær og spurði hvort einkahlutafélög Helga teldust „tengd“ Helga samkvæmt túlkun stofnunarinnar á ákvæðum laga um fjármála stjórnmálasamtaka. Ríkisendurskoðun staðfestir að svo sé ekki. Jafnframt séu hvorki Helgi sjálfur né félög hans tengd Bláa lóninu ehf. og N1 ehf., enda séu hvorki hann né Varðberg ehf. skráð fyrir félögunum. Þá eigi Hofgarðar ehf. aðeins 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu og 2,24 prósenta hlut í N1, sem nægir ekki til að félögin teljist tengd samkvæmt lögunum. 

Stundin spurði einnig hvort Ríkisendurskoðun teldi að lagaákvæðið „telja skal saman framlög tengdra aðila“ ætti við um mat á hámarksfjárframlagi lögaðila eða eingöngu um framsetningu í ársreikningi. Í svarinu segir: „Að mati Ríkisendurskoðunar felur ákvæði fyrst og síðast í sér leiðsögn og áréttingu á því að séu aðilar tengdir í skilningi laganna þá megi sameiginlegt framlag þeirra ekki fara fram úr hámarksframlagi sem einstökum lögaðila eða einstaklingi er heimilt að veita stjórnmálasamtökum. Aðalatriðið í þessu sambandi er eftir sem áður að tengsl aðila falli undir áðurnefnda skilgreiningu á tengdum aðilum í 5. tölul. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ 

Undanfarna daga hefur Viðreisn legið undir ásökunum um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Þannig fullyrti til dæmis Smári McCarthy, þingmaður Pírata á Facebook, að styrkveitingarnar til Viðreisnar væru ólöglegar. „Úbbs. Þetta er heldur betur ólöglegt,“ skrifaði hann og rötuðu ummælin í fréttir. Þá kallaði Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, vegna málsins. Smári og Margrét byggðu ummæli sín á frétt Vísis um að Helgi og „félög honum tengd“ hefðu veitt Viðreisn 2,4 milljónir króna í styrki. 

Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar til Stundarinnar var þó Viðreisn á þurru landi og tók við fjárframlögum í samræmi við lögin eins og þau eru túlkuð af Ríkisendurskoðun. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir í samtali við Stundina að hún hafi fylgt leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar og verið meðvituð um þá lagatúlkun sem hér er vísað til.

Í svari við spurningu Stundarinnar um hvort Viðreisn hafi tekið við fjárframlögum í samræmi við lög segir Ríkisendurskoðun: 

„Enn sem komið er hefur ekkert annað komið í ljós en að svo hafi verið. Tekið skal fram í þessu sambandi að stofnunin kýs að birta útdrátt úr ársreikningum stjórnmálasamtaka um leið og hún hefur gengið úr skugga um að þeir séu að formi til lagi og ekkert í þeim stingi í augu. Tilgangurinn með því að birta þessar upplýsingar sem fyrst er ekki síst sá að auðvelda fjölmiðlum og almenningi að rýna þær og benda á atriði, sem vekja tortryggni eða að ástæða væri að skoða sérstaklega og stuðla þannig að því að ákvæði laganna séu virt. Ef fram koma áreiðanlegar upplýsingar um að fjárframlög einstaklinga eða lögaðila til Viðreisnar séu ekki lögum samkvæmt mun stofnunin að sjálfsögðu bregðast við með viðeigandi hætti.“

Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eru „tengdir aðilar“ skilgreindir með eftirfarandi hætti í 2. gr.:

Lögaðilar þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum, enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignarhluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafnframt eignarhlutur og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg. 

Í 7. gr. laganna segir svo að telja skuli saman framlög tengdra aðila. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár